Breski sjóherinn svarar Skagfirðingum

HMS Northumberland á siglingu.
HMS Northumberland á siglingu. Ljósmynd/Breski sjóherinn

Breski sjóherinn slær á kjaftasögur um að áhöfn herskipsins HMS Northumberland hafi verið í lundaskoðun í Skagafirði.

Greint var frá því á facebooksíðu Skagafjarðarhafna á laugardag að skipið hefði lónað í firðinum, lagst þar við akkeri og að sennilega væri áhöfnin í lundaskoðun.

Á vef breska sjóhersins kemur aftur á móti nú fram að hermennirnir um borð, 180 talsins, hafi verið að hvíla sig eftir langar og strangar æfingar í Norður-Atlantshafi og ekki verið að horfa á neina fugla heldur á fótbolta. 

Bestu sjónvarpsskilyrðin hafi einmitt verið á þessu svæði svo að áhöfnin hafi sett akkerið niður og fylgst með úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Breski sjóherinn slær á kjaftasögur um að hafa verið í …
Breski sjóherinn slær á kjaftasögur um að hafa verið í lundaskoðun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylgdust ekki með leik Tindastóls

Í tilkynningu hersins er slegið á létta strengi og gert góðlátlegt grín að Íslendingum og þá einkum Skagfirðingum, þar sem sérstaklega er vísað í frétt Feykis, fjölmiðils Skagfirðinga, sem birtist um heimsóknina. 

Breski sjóherinn kveðst skilja að Skagfirðingum hafi brugðið við heimsóknina enda séu þeir vanari hvölum og fiskiskipum í firðinum.

Sérstaklega er tekið fram að nafn fjarðarins sé borið fram „skaga-fjor-dis“, sem gæti einnig komið Skagfirðingum á óvart.

Vísað er í frétt Feykis, þess efnis að heimamenn hafi dregið þá ályktun að tilgangur ferðarinnar hlyti að hafa verið annaðhvort lundaskoðun eða að fylgjast með leik Tindastóls og KFS i þriðju deildinni. Sú ályktun hafi ekki verið fjarri lagi en í raun hafi þeir verið að fylgjast með öðrum leik.

Sautján gráður ekki mikið

Því miður hafi enginn í áhöfninni fengið tækifæri til þess að njóta veðurblíðunnar þennan dag, en hitinn fór upp í sautján gráður. Af skrifunum má ætla að Bretum hafi ekki þótt mikið til þess koma en á vef hersins segir að hlýrra gerist það ekki á Íslandi. 

Breski sjóherinn hefur þó ekki verið alveg áhugalaus um leik KFS og Tindastóls en í tilkynningunni er einnig greint frá 2-1 sigri KFS í þeim leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Björn EA 220 Þorskfisknet
Ýsa 1.327 kg
Þorskur 1.103 kg
Karfi 50 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 2.500 kg
31.8.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 5.732 kg
Þorskur 3.508 kg
Ufsi 131 kg
Steinbítur 21 kg
Samtals 9.392 kg
31.8.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.170 kg
Ýsa 2.193 kg
Langa 683 kg
Steinbítur 464 kg
Keila 68 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 30 kg
Skarkoli 18 kg
Hlýri 17 kg
Samtals 9.677 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.8.24 419,53 kr/kg
Þorskur, slægður 30.8.24 447,03 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.8.24 185,53 kr/kg
Ýsa, slægð 30.8.24 174,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.8.24 196,82 kr/kg
Ufsi, slægður 30.8.24 176,79 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 30.8.24 298,80 kr/kg
Litli karfi 28.8.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 29.8.24 152,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.8.24 Björn EA 220 Þorskfisknet
Ýsa 1.327 kg
Þorskur 1.103 kg
Karfi 50 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 2.500 kg
31.8.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 5.732 kg
Þorskur 3.508 kg
Ufsi 131 kg
Steinbítur 21 kg
Samtals 9.392 kg
31.8.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.170 kg
Ýsa 2.193 kg
Langa 683 kg
Steinbítur 464 kg
Keila 68 kg
Karfi 34 kg
Ufsi 30 kg
Skarkoli 18 kg
Hlýri 17 kg
Samtals 9.677 kg

Skoða allar landanir »

Loka