Eldisfiska má rekja til tilkynntra óhappa

Aðeins tveir eldislaxar hafa veiðst í ám við Ísland sem …
Aðeins tveir eldislaxar hafa veiðst í ám við Ísland sem ekki var hægt að rekja til tilkynntra óhappa. Hvorugur þeirra er úr eldi við Ísland. Ljósmynd/SMG

Árleg skýrsla um samantekt á vöktun vegna áhrifa sjókvíaeldis á íslenska laxstofna er nú aðgengileg á vef Hafrannsóknastofnunar. 

„Þessi skýrsla er samantekt á vinnunni í þessum málaflokki. Það er verið að vakta fiskstofna í ám til þess að vita hvort og hvaða áhrif laxeldi kemur mögulega til með að hafa þar sem stefnt er að því að þau séu sem minnst,“ segir Guðni Guðbergsson fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun í samtali við 200 mílur. 

Hann segir að hingað til hafi ekki mikill eldislax sést í ám á Íslandi sem sé fagnaðarefni. 

„Við erum með gagnasöfnun þannig að ef að það kemur til höfum við þann möguleika á að grípa inn í á einhvern hátt,“ segir hann. 

Fáir reyndust eldisfiskar

Á síðasta ári voru aðeins þrír eldislaxar sem veiddust í ám sem komu til greiningar Hafrannsóknastofnunar. „Hins vegar er það ekki nema hluti strokufiska sem veiðist, svo þetta má kannski margfalda með einhverri tölu,“ segir Guðni. 

Hafrannsóknastofnun getur rakið allan eldisfisk sem veiðist í ám til fiskelda enda heldur stofnunin skrá yfir erfðaefni undaneldisfiska. Hingað til hafa allir nema tveir fiskar sem greindar hafa verið, verið hægt að rekja til tilkynntra óhappa hér á landi. 

Ljóst er að fiskarnir tveir, sem ekki var hægt að tengja við tilkynnt óhöpp, hafi komið annars staðar frá og er tilgáta Guðna sú að annar hafi komið frá Noregi og hinn frá Færeyjum. „Það voru sannarlega eldislaxar en ekki úr eldi á Íslandi,“ segir Guðni. 

Árið 2017 kom út áhættumar stofnunarinnar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og villtra laxastofna á Íslandi. Í kjölfarið hafa rannsóknir á laxfiskum hér á landi verið efldar til muna og  vöktunaráætlun útfærð. 

Myndavéla-teljari reynst vel

Vöktuninni má skipta niður í nokkra þætti, vöktun með fiskteljurum búnum myndavélum, greiningu meintra strokulaxa úr eldi sem veiðast í ám, upprunagreining laxa með hreisturrannsóknum og rannsóknir á skyldleika laxastofna og rannsóknir á erfðablöndun.

Guðni segir að fiskteljararnir sem búnir eru myndavélum hafa reynst vel. „Þetta eru teljarar sem telja fiskana sem ganga upp í árnar en taka líka myndir af þeim. Þannig að ef að það eru greinileg eldiseinkenni, og ég tala nú ekki um ef það kæmu margir, væri möguleiki á að finna hvaðan þeir komu og fjarlægja eitthvað af þeim ef þannig stæði á,“ útskýrir Guðni.  

Hann segir ávinning teljaranna tvíþættan; annars vegar að upplýsingar fáist um mögulega eldislaxa og hins vegar um villta stofna sem eru að ganga í árnar, fjölda og ástand stofnanna. 

Hann segir að í raun vaktáætlunina hafa þjónað tilgani sínum í að vakta möguleg áhrif eldislaxa en á sama tíma stóreflt rannsóknir á villtum stofnum í leiðinni. 

„Þegar við söfn erfðasýnum úr löxum í ám til að athuga hvort að um sé að ræða afkomendur eldislaxa fáum við líka upplýsingar um erfðasamsetningu villtu stofnanna okkar,“ segir Guðni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 231,96 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Ufsi 958 kg
Þorskur 210 kg
Langa 113 kg
Samtals 1.281 kg
14.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 778 kg
Skrápflúra 685 kg
Sandkoli 379 kg
Þorskur 255 kg
Skarkoli 189 kg
Steinbítur 78 kg
Samtals 2.364 kg
14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Sandkoli 958 kg
Þorskur 213 kg
Skarkoli 134 kg
Ýsa 76 kg
Skrápflúra 52 kg
Samtals 1.433 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 231,96 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Ufsi 958 kg
Þorskur 210 kg
Langa 113 kg
Samtals 1.281 kg
14.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 778 kg
Skrápflúra 685 kg
Sandkoli 379 kg
Þorskur 255 kg
Skarkoli 189 kg
Steinbítur 78 kg
Samtals 2.364 kg
14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Sandkoli 958 kg
Þorskur 213 kg
Skarkoli 134 kg
Ýsa 76 kg
Skrápflúra 52 kg
Samtals 1.433 kg

Skoða allar landanir »