Gengust við stórfelldu brottkasti

mbl.is/ÞÖK

Fiskistofa svipti Bergvík GK 22 veiðileyfi í tvær vikur frá 2. til 15. júlí vegna stórfellds brottkasts á bolfiski, þar á meðal þorski. Fiskistofa hafði áður sent sama skipi leiðbeiningarbréf vegna brottkasts en þar sem þetta var annað brot greip stofnunin til tímabundinnar leyfissviptingar.

Elín Björg Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu, segir stofnunina alltaf senda leiðbeiningarbréf við fyrsta brot.

„Til að byrja með leiðbeinum við þeim sem gerast uppvísir. Þá er hvorki gripið til áminninga né sviptinga. Síðan er eftirlit með því hvort farið sé eftir leiðbeiningunum eða brotin endurtekin. Í þeim tilfellum sem leiðbeiningum er ekki fylgt er áminningum og leyfissviptingum beitt,“ segir Elín.

200 mílur greindu frá brotinu þann 9. júlí.

Annað brot bátsins

Þar sem þetta var annað brot Bergvíkur GK 22 var gripið til þessara aðgerða. „Þetta var annað brotið og í þessu tilfelli var um stórvægilegt brottkast að ræða. Þess vegna gripum við til þessa ráðs,“ segir Elín en stjórnendur gengust við brotinu og tóku því með miklum sóma að hennar sögn. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin sviptir bát veiðileyfi í kjölfar drónaeftirlits.

Elín segir drónana hafa gefið góða raun hingað til: „Við erum með sjö dróna í notkun og þeim er fjarstýrt af eftirlitsmönnum, yfirleitt tveir á hverjum dróna. Þeir kveikja á upptökunni ef þeir verða uppvísir að broti en þangað til er myndefnið hvergi vistað.“

Fiskistofa gefur ekki út viðvörun um hvar og hvenær eftirlit með drónum fari fram. „Það myndi ekki gefa okkur raunverulega mynd af umgengninni. Raunverulega myndin er sú sem við viljum fá fram með eftirlitinu og stuðla þannig að hegðunarbreytingu.“

Drónar Fiskistofu eru af fullkomnustu gerð að sögn Elínar og …
Drónar Fiskistofu eru af fullkomnustu gerð að sögn Elínar og vega um níu kílógrömm hver. mbl.is/Árni Sæberg

Hagur allra að gengið sé vel um auðlindina

Elín segir það algjöran misskilning að drónaeftirlitið beinist einungis að minni skipum og verðlausum tegundum.

„Við höfum í meira mæli farið með drónana lengra út á sjó að fylgjast með togurum. Þar sjáum við svipaða tíðni af brottkasti, þetta er mikið til bolfisksþorskur sem er verið að kasta.“

Elín segir umgengnina ekki eins og Fiskistofa vilji sjá hana.

„Við sem þjóð höfum mikla hagsmuni af því að auðlindirnar séu vel nýttar og gengið sé um þær á ábyrgan hátt. Við þurfum að fá samstöðu hjá öllum hagsmunaðilum um að hegðun sem þessi sé ekki liðin.

Íslenskar sjávarafurðir markaðssetja sig undir merkjum sjálfbærni og að hér sé auðlindin nýtt af virðingu við náttúruna. Það að sú ímynd skaðist hefur áhrif á verð afurðarinnar og laun sjómanna á endanum. Þess vegna erum við að reyna að fá aðila með okkur í lið með að breyta svona hegðun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg
11.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.070 kg
Ýsa 75 kg
Langa 68 kg
Keila 42 kg
Samtals 1.255 kg
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 80 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg
11.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.070 kg
Ýsa 75 kg
Langa 68 kg
Keila 42 kg
Samtals 1.255 kg
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 80 kg

Skoða allar landanir »