Fastur liður í aðdraganda kosninga eru fyrirheit og meiningar flokka um hvað gera eigi við kvótakerfið á Íslandi – uppstokkun eða ekki uppstokkun og þá hvaða leið eigi að fara við það.
Fyrirbæri eins og uppboðsleið, samningaleið, frjálsar handfæraveiðar og gjaldtökuleið hafa verið settar fram og ræddar um árabil. Nú bætist nýtt hugtak í súpuna og er hún komin frá félagasamtökunum Öldu – félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Leggur félagið til að svokölluð lýðræðisleið verði farin strax á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Þar er leiðin útskýrð sem svo að gerð verði óháð úttekt á núverandi kvótakerfi og efnt svo til vandaðs þátttökulýðræðisferlis í kjölfarið með opnu umsagnarferli, slembivöldu borgaraþingi og þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þá segir í tilkynningunni að félagið hafi sent fyrirspurnir á öll framboð til Alþingis um hvort þau séu tilbúin að styðja slíkt ferli. Til stendur að birta svör sem berast á heimasíðu félagsins þann 16. ágúst.
Áhugavert verður að fylgjast með hvort hugtakið dúkki upp á stefnuskrám einhverra flokka fyrir alþingiskosningar í haust.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.11.24 | 496,27 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.11.24 | 460,44 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.11.24 | 435,93 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.11.24 | 270,10 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.11.24 | 231,96 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.11.24 | 336,71 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.11.24 | 416,00 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
14.11.24 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 958 kg |
Þorskur | 210 kg |
Langa | 113 kg |
Samtals | 1.281 kg |
14.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 778 kg |
Skrápflúra | 685 kg |
Sandkoli | 379 kg |
Þorskur | 255 kg |
Skarkoli | 189 kg |
Steinbítur | 78 kg |
Samtals | 2.364 kg |
14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót | |
---|---|
Sandkoli | 958 kg |
Þorskur | 213 kg |
Skarkoli | 134 kg |
Ýsa | 76 kg |
Skrápflúra | 52 kg |
Samtals | 1.433 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.11.24 | 496,27 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.11.24 | 460,44 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.11.24 | 435,93 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.11.24 | 270,10 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.11.24 | 231,96 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.11.24 | 336,71 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.11.24 | 416,00 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
14.11.24 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 958 kg |
Þorskur | 210 kg |
Langa | 113 kg |
Samtals | 1.281 kg |
14.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 778 kg |
Skrápflúra | 685 kg |
Sandkoli | 379 kg |
Þorskur | 255 kg |
Skarkoli | 189 kg |
Steinbítur | 78 kg |
Samtals | 2.364 kg |
14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót | |
---|---|
Sandkoli | 958 kg |
Þorskur | 213 kg |
Skarkoli | 134 kg |
Ýsa | 76 kg |
Skrápflúra | 52 kg |
Samtals | 1.433 kg |