Enginn smitaður um borð

Kap II við höfn í Eyjum.
Kap II við höfn í Eyjum. Ljósmynd/Lauri Olavi Pietikäinen

Áhöfn­in á Kap II VE er laus úr sótt­kví í Grund­ar­fjarðar­höfn. Lönd­un er haf­in þar úr skip­inu og það held­ur síðan til veiða á ný á þriðju­dag­inn kem­ur, eft­ir versl­un­ar­manna­helg­ar­frí áhafn­ar­inn­ar.

Frá þessu er greint á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar. Þar kem­ur fram að tek­in hafi verið sýni úr skip­verj­um sem höfðu ein­kenni veik­inda og niður­stöður skimun­ar verið ótví­ræðar.

„Ætla má að ein­hvers kon­ar um­gangspest hafi stungið sér þarna niður. Flest ein­kenn­in voru væg, eng­inn veikt­ist al­var­lega,“ seg­ir þar.

Skip­stjór­inn á Kap II til­kynnti út­gerðinni á sunnu­dags­kvöldið að vart hefði orðið flensu­ein­kenna um borð. Í ljósi veirufar­ald­urs­ins var ákveðið að virkja þegar í stað til­heyr­andi viðbúnaðaráætl­un Vinnslu­stöðvar­inn­ar og heil­brigðis­yf­ir­valda, seg­ir Sverr­ir Har­alds­son, sviðsstjóri botn­fisksviðs VSV.

Lönduðu eft­ir niður­stöður

„Við vor­um í sam­bandi við vakt­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar og lækni sem leiðbeindu okk­ur um hvað gera skyldi og hvernig. Skipið var að veiðum úti fyr­ir Vest­fjörðum og ákveðið var að sigla því til Grund­ar­fjarðar, þjón­ustu­hafn­ar þess. Þangað var tólf til fjór­tán tíma sigl­ing og þegar skipið kom til hafn­ar að morgni þriðju­dags voru strax tek­in sýni um borð og þau send til rann­sókn­ar með flýtimeðferð í Reykja­vík,“ er haft eft­ir Sverri.

„Áhöfn­in var í sótt­kví þar til í morg­un og ekki var landað úr skip­inu fyrr en nei­kvæðar niður­stöður skimun­ar lágu fyr­ir.

Aldrei kom annað til greina en að tryggja ör­yggi áhafn­ar­inn­ar og láta hana njóta vaf­ans þegar fór að bera á veik­ind­um sem gátu bent til Covid. Hálf veiðiferð tapaðist með til­heyr­andi kostnaði og tekjutapi fyr­ir­tæk­is og áhafn­ar en við horf­um að sjálf­sögðu ekki í það. Heilsa og ör­yggi starfs­fólks­ins skipt­ir öllu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »