Enginn smitaður um borð

Kap II við höfn í Eyjum.
Kap II við höfn í Eyjum. Ljósmynd/Lauri Olavi Pietikäinen

Áhöfnin á Kap II VE er laus úr sóttkví í Grundarfjarðarhöfn. Löndun er hafin þar úr skipinu og það heldur síðan til veiða á ný á þriðjudaginn kemur, eftir verslunarmannahelgarfrí áhafnarinnar.

Frá þessu er greint á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar kemur fram að tekin hafi verið sýni úr skipverjum sem höfðu einkenni veikinda og niðurstöður skimunar verið ótvíræðar.

„Ætla má að einhvers konar umgangspest hafi stungið sér þarna niður. Flest einkennin voru væg, enginn veiktist alvarlega,“ segir þar.

Skipstjórinn á Kap II tilkynnti útgerðinni á sunnudagskvöldið að vart hefði orðið flensueinkenna um borð. Í ljósi veirufaraldursins var ákveðið að virkja þegar í stað tilheyrandi viðbúnaðaráætlun Vinnslustöðvarinnar og heilbrigðisyfirvalda, segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV.

Lönduðu eftir niðurstöður

„Við vorum í sambandi við vaktstöð Landhelgisgæslunnar og lækni sem leiðbeindu okkur um hvað gera skyldi og hvernig. Skipið var að veiðum úti fyrir Vestfjörðum og ákveðið var að sigla því til Grundarfjarðar, þjónustuhafnar þess. Þangað var tólf til fjórtán tíma sigling og þegar skipið kom til hafnar að morgni þriðjudags voru strax tekin sýni um borð og þau send til rannsóknar með flýtimeðferð í Reykjavík,“ er haft eftir Sverri.

„Áhöfnin var í sóttkví þar til í morgun og ekki var landað úr skipinu fyrr en neikvæðar niðurstöður skimunar lágu fyrir.

Aldrei kom annað til greina en að tryggja öryggi áhafnarinnar og láta hana njóta vafans þegar fór að bera á veikindum sem gátu bent til Covid. Hálf veiðiferð tapaðist með tilheyrandi kostnaði og tekjutapi fyrirtækis og áhafnar en við horfum að sjálfsögðu ekki í það. Heilsa og öryggi starfsfólksins skiptir öllu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »