Makríllinn er á víð og dreif

Makríll fannst á víð og dreif í lögsögu Íslands.
Makríll fannst á víð og dreif í lögsögu Íslands. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson

Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar Íslands, Árni Friðriksson, kom í höfn í Hafnarfirði í fyrradag eftir að hafa tekið þátt í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi, sem kallast upp á ensku IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas.

Fyrstu niðurstöður leiðangursins benda til þess að meira magn sé af makríl í íslenskri fiskveiðilögsögu í ár heldur en í fyrrasumar.

Þá benda niðurstöðurnar til að makríll hafi áberandi meiri útbreiðslu fyrir austan landið heldur en sumarið 2021 en þéttleikinn sé lítill. Með öðrum orðum er makríl víða að finna en hann er dreifður.

Þetta kemur heim og saman við frásagnir og tilfinningu sjómanna og útgerðarmanna sem 200 mílur hafa rætt við frá því haldið var af stað í makrílveiðar í sumar.

Enn veiða skip í Smugunni þessi dægrin og dæla á milli skipa til þess að lágmarka tíma fram að löndun.

Vænn í lögsögunni

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir í samtali við 200 mílur að veiði sé enn svipuð, það er hæg.

„Við reyndum í síðustu viku að veiða í íslensku lögsögunni með frekar litlum árangri. Það var blandað af síld og makríl en fiskurinn var ansi góður. Það var lítið af honum hér, en hann var stór og góður. Í Smugunni er eitthvað meira af honum en hann er smár eins og er og lélegur,“ segir Stefán.

Stefán segir gott samkomulag ríkja um uppgjör gagnvart sjómönnum þegar dælt er á milli skipa. „Aflaverðmætum er jafnt dreift á milli skipa. Síðan er hlutur reiknaður út frá fjölda háseta um borð í hverju skipi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »