Segir Íslendinga lifa í blekkingu um brottkast

Arthúr Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda.
Arthúr Bogason, formaður landssambands smábátaeigenda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjálfur var ég á togurum Útgerðarfélags Akureyrar til margra ára og það var ekkert smotterí sem fór út um lensportin. Sá „afli“ fór, eftir því sem ég best veit, ekki í skipsbækurnar. Það kann þó að vera verðugt rannsóknarefni hvort í þeim leynast upplýsingar í þessum efnum,“ segir Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í aðsendri grein í Bændablaðinu.

Í greininni, sem ber yfirskriftina „Að nefna snöru í hengds manns húsi“, fer Arthúr mikinn um kvótakerfið á Íslandi og gagnrýnir allt frá vinnulagi Fiskistofu til rannsókna Hafrannsóknastofnunar. 

Hann segir í greininni að skilaboð stórútgerðarinnar um að kvótakerfið sem er við lýði á Íslandi sé það besta í heimi séu blekking. Að aflamarkskerfi sem byggist á magnbundinni úthlutun ýti undir brottkast. 

Kaldhæðnin ríður ekki við einteyming

Ekki kemur fram í greininni hvaða kerfi hann teldi ákjósanlegra en draga má þá ályktun að það væri eitthvað í líkingu við sóknardagakerfi, þar sem hann bendir á grásleppustofninn. 

Kaldhæðnin ríður ekki við einteyming. Sá stofn sem „stækkaði“ mest á milli áranna 2020/2021 var hrognkelsastofninn – grásleppan. Hún er í sóknarmarki,“ segir Arthúr. 

Hann telur rangt að bjóða hingað fulltrúum annarra þjóða sem eru með sín kerfi í þróun til þess að kenna þeim á fiskveiðistjórnunarhætti okkar. 

Í þessu sambandi rifja ég upp sögu sem mér var sögð fyrir löngu:

Í einu ríkjanna við vesturströnd Afríku var ákveðið að setja á framseljanlegt kvótakerfi í humarveiðum. Veiðarnar fóru og fara væntanlega enn þannig fram að menn vaða út frá ströndinni og kafa eftir bráðinni.
Einn stærsti kvótinn lenti í fangi rakara inni í Mið-Afríku sem aldrei hafði séð sjó. Sjálfsagt var það tilviljun að rakarinn var náfrændi sjávarútvegsráðherrans,“ segir í grein Arthúrs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.7.24 637,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.7.24 539,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.7.24 395,77 kr/kg
Ýsa, slægð 24.7.24 292,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.7.24 203,94 kr/kg
Ufsi, slægður 24.7.24 286,75 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 24.7.24 633,84 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.7.24 Svala Dís SI 14 Handfæri
Þorskur 2.080 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 2.135 kg
25.7.24 Áki Í Brekku SU 760 Handfæri
Ufsi 502 kg
Þorskur 251 kg
Samtals 753 kg
25.7.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.871 kg
Þorskur 1.280 kg
Steinbítur 413 kg
Samtals 3.564 kg
25.7.24 Mardís SU 64 Handfæri
Þorskur 238 kg
Samtals 238 kg
25.7.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 29.909 kg
Ýsa 25.391 kg
Steinbítur 9.715 kg
Skarkoli 8.346 kg
Ufsi 2.011 kg
Þykkvalúra 681 kg
Skötuselur 332 kg
Karfi 288 kg
Langa 217 kg
Langlúra 67 kg
Hlýri 21 kg
Keila 7 kg
Samtals 76.985 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.7.24 637,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.7.24 539,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.7.24 395,77 kr/kg
Ýsa, slægð 24.7.24 292,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.7.24 203,94 kr/kg
Ufsi, slægður 24.7.24 286,75 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 24.7.24 633,84 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.7.24 Svala Dís SI 14 Handfæri
Þorskur 2.080 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 2.135 kg
25.7.24 Áki Í Brekku SU 760 Handfæri
Ufsi 502 kg
Þorskur 251 kg
Samtals 753 kg
25.7.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.871 kg
Þorskur 1.280 kg
Steinbítur 413 kg
Samtals 3.564 kg
25.7.24 Mardís SU 64 Handfæri
Þorskur 238 kg
Samtals 238 kg
25.7.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 29.909 kg
Ýsa 25.391 kg
Steinbítur 9.715 kg
Skarkoli 8.346 kg
Ufsi 2.011 kg
Þykkvalúra 681 kg
Skötuselur 332 kg
Karfi 288 kg
Langa 217 kg
Langlúra 67 kg
Hlýri 21 kg
Keila 7 kg
Samtals 76.985 kg

Skoða allar landanir »