Lúxussnekkja og fyrrum ísbrjótur í Eyjafirði

Lúxussnekkjan Ragnar.
Lúxussnekkjan Ragnar. mbl.is/Þorgeir

Lúxussnekkjan Ragnar liggur nú fyrir akkeri inni á Eyjafirði. 

Skipið er smíðað árið 2012 hjá Niestern Sander, Royal Bv. í Hollandi og hét upphaflega Sanaborg og var þá ísbrjótur. Ragnar er 68,2 metrar að lengd og 14 metrar á breidd.

Ísbrjóturinn hafði legið ónotaður um hríð þegar að núverandi eigandi hans eignaðist hann 2017 og réðst í að breyta honum í lúxussnekkju. Lauk því verki ekki fyrr en 25. janúar á þessu ári.

Ragnar lónar í Eyjafirði.
Ragnar lónar í Eyjafirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Útlitið skýrist af áhuga eigandans á bardögum á miðöldum og vopnum þess tíma. Á yfirbyggingin að svipa til hjálms líkt og menn báru í bardögum þess tíma.

Sérstaða Ragnars er að hann er með ísklassa vottun. Hann á að geta haldið fjögurra mílna ferð í fimmtíu sentímetra þykkum ís og athafnað sig í kulda allt niður í -35°. 

Um borð er pláss fyrir sextán gesti sem geta gist í átta klefum, þar af eru tvær stórar svítur. Einnig er þarna að finna sundlaug, nuddpott, líkmsræktarsal og gufubað svo eitthvað sé nefnt.

Skipið er sömuleiðis búið fyrir alls konar dót; til dæmis þyrlu, könnunarkafbát, rib-bát, tvær sæþotur og Ripsaw EV2 lúxus-skriðdreka, sem er auðvitað bráðnauðsynlegt að hafa við höndina þegar þarf að fara um torveld svæði á snekkju.

Það var breska fyrirtækið RWD sem hannaði breytingarnar og hollenska skipasmíðastöðin Icon Yachts sá um smíðavinnuna. Ragnar er skráður í Valetta á Möltu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 578,49 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 470,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,19 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 20.448 kg
Samtals 20.448 kg
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 578,49 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 470,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,19 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 20.448 kg
Samtals 20.448 kg
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg

Skoða allar landanir »