64% telja kvótakerfið ógn við lýðræði

Makrílveiðar.
Makrílveiðar. mbl.is/Árni Sæberg

Um 66% eru óánægðir með núverandi útfærslu á kvótakerfi í sjávarútvegi og 14% eru ánægðir með núverandi útfærslu, samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Öldu, félag um sjálfbærni og lýðræði. 

Könnunin var gerð 8.-14. júlí síðastliðinn og voru 945 einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri sem tóku þátt. 

Af þeim sem eru óánægðir með núverandi útfærslu á kvótakerfi í sjávarútvegi eru 38% mjög óánægðir en 28% frekar óánægðir. Þá eru 8% frekar ánægðir en 6% mjög ánægðir. Af alls 945 svarendum voru 269 sem tóku ekki afstöðu til þessa. 

Gamlir karlkyns kjósendur Sjálfstæðisflokksins ánægðastir með kvótakerfið

Karlar eru jákvæðari í garð kvótakerfisins í núverandi mynd en konur. Þeir sem eru 68 ára og eldri eru þá líklegri til þess að vera jákvæðir í garð kvótakerfisins í núverandi mynd.

Þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins langlíklegastir til þess að vera jákvæðir í garð kvótakerfisins, alls 42% þeirra segjast ánægðir með það í núverandi mynd en 25% óánægðir. 94% kjósenda Sósíalistaflokksins eru óánægð með kvótakerfið í núverandi mynd. 

Þá telja 64% þátttakenda að lýðræði á Íslandi stafi ógn af núverandi útfærslu kvótakerfisins en 36% telja svo ekki vera. Af 945 þátttakendum tóku 344 ekki afstöðu til þessa. 

Konur segja frekar að lýðræðinu stafi ógn af kvótakerfinu í núverandi mynd en karlar en athygli vekur að 70% fólks á aldrinum 68 ára og eldri segja kvótakerfið ógni lýðræðinu, það er sami aldurshópur og var jákvæðastur í garð kvótakerfisins (65%). Þó ber að nefna að fjöldi fólks á aldrinum 68 ára og eldri, sem afstöðu tók til nokkurs í könnuninni, var undir 100. 

Allir þeir 24 svarendur, sem styðja Sósíalistaflokkinn, sögðu að kvótakerfið í núverandi mynd ógni lýðræði á Íslandi á meðan 23% þeirra 137, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, sögðu kvótakerfið ógna lýðræði.

32% svarenda segjast mjög fylgjandi því að á komandi kjörtímabili verði kvótakerfinu breytt með lýðræðislegum aðferðum, t.d. með slembivöldu borgaraþingi og þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls voru 56% fylgjandi slíku en 25% voru andvíg þeirri hugmynd, þar af 15% mjög andvíg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.7.24 637,25 kr/kg
Þorskur, slægður 24.7.24 539,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.7.24 396,55 kr/kg
Ýsa, slægð 24.7.24 292,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.7.24 203,63 kr/kg
Ufsi, slægður 24.7.24 286,75 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 24.7.24 633,84 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.778 kg
Langa 1.034 kg
Ýsa 469 kg
Hlýri 434 kg
Keila 426 kg
Steinbítur 275 kg
Ufsi 164 kg
Karfi 22 kg
Samtals 10.602 kg
24.7.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Ufsi 196 kg
Þorskur 143 kg
Samtals 339 kg
24.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 1.630 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 1.647 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.7.24 637,25 kr/kg
Þorskur, slægður 24.7.24 539,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.7.24 396,55 kr/kg
Ýsa, slægð 24.7.24 292,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.7.24 203,63 kr/kg
Ufsi, slægður 24.7.24 286,75 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 24.7.24 633,84 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.7.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.778 kg
Langa 1.034 kg
Ýsa 469 kg
Hlýri 434 kg
Keila 426 kg
Steinbítur 275 kg
Ufsi 164 kg
Karfi 22 kg
Samtals 10.602 kg
24.7.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Ufsi 196 kg
Þorskur 143 kg
Samtals 339 kg
24.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 1.630 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 1.647 kg

Skoða allar landanir »