Um 66% eru óánægðir með núverandi útfærslu á kvótakerfi í sjávarútvegi og 14% eru ánægðir með núverandi útfærslu, samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Öldu, félag um sjálfbærni og lýðræði.
Könnunin var gerð 8.-14. júlí síðastliðinn og voru 945 einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri sem tóku þátt.
Af þeim sem eru óánægðir með núverandi útfærslu á kvótakerfi í sjávarútvegi eru 38% mjög óánægðir en 28% frekar óánægðir. Þá eru 8% frekar ánægðir en 6% mjög ánægðir. Af alls 945 svarendum voru 269 sem tóku ekki afstöðu til þessa.
Karlar eru jákvæðari í garð kvótakerfisins í núverandi mynd en konur. Þeir sem eru 68 ára og eldri eru þá líklegri til þess að vera jákvæðir í garð kvótakerfisins í núverandi mynd.
Þá eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins langlíklegastir til þess að vera jákvæðir í garð kvótakerfisins, alls 42% þeirra segjast ánægðir með það í núverandi mynd en 25% óánægðir. 94% kjósenda Sósíalistaflokksins eru óánægð með kvótakerfið í núverandi mynd.
Þá telja 64% þátttakenda að lýðræði á Íslandi stafi ógn af núverandi útfærslu kvótakerfisins en 36% telja svo ekki vera. Af 945 þátttakendum tóku 344 ekki afstöðu til þessa.
Konur segja frekar að lýðræðinu stafi ógn af kvótakerfinu í núverandi mynd en karlar en athygli vekur að 70% fólks á aldrinum 68 ára og eldri segja kvótakerfið ógni lýðræðinu, það er sami aldurshópur og var jákvæðastur í garð kvótakerfisins (65%). Þó ber að nefna að fjöldi fólks á aldrinum 68 ára og eldri, sem afstöðu tók til nokkurs í könnuninni, var undir 100.
Allir þeir 24 svarendur, sem styðja Sósíalistaflokkinn, sögðu að kvótakerfið í núverandi mynd ógni lýðræði á Íslandi á meðan 23% þeirra 137, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, sögðu kvótakerfið ógna lýðræði.
32% svarenda segjast mjög fylgjandi því að á komandi kjörtímabili verði kvótakerfinu breytt með lýðræðislegum aðferðum, t.d. með slembivöldu borgaraþingi og þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls voru 56% fylgjandi slíku en 25% voru andvíg þeirri hugmynd, þar af 15% mjög andvíg.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.070 kg |
Ýsa | 75 kg |
Langa | 68 kg |
Keila | 42 kg |
Samtals | 1.255 kg |
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Ýsa | 1 kg |
Samtals | 80 kg |
11.1.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 812 kg |
Keila | 446 kg |
Ýsa | 233 kg |
Hlýri | 42 kg |
Samtals | 1.533 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.070 kg |
Ýsa | 75 kg |
Langa | 68 kg |
Keila | 42 kg |
Samtals | 1.255 kg |
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Ýsa | 1 kg |
Samtals | 80 kg |
11.1.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 812 kg |
Keila | 446 kg |
Ýsa | 233 kg |
Hlýri | 42 kg |
Samtals | 1.533 kg |