Biðla aftur til ráðherra um auknar veiðiheimildir

Veiðar hafa gengið vel hjá strandveiðibátunum í ágúst og er …
Veiðar hafa gengið vel hjá strandveiðibátunum í ágúst og er nú biðlað til ráðherra um að auka veiðiheimildirnar á ný. mbl.is/Alfons Finnsson

Það hefur verið mokveiði hjá strandveiðibátunum í ágúst og óttast strandveiðimenn nú að aflaheimildirnar sem veiðunum er úthlutað verði fullnýttar áður en veiðitímabilinu lýkur. Biðla þeir til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að auka heimildirnar þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi komist að því að stærð þorskstofnsins hafi verið verulega ofmetin undanfarin ár.

Á fyrstu fimm dögum mánaðarins var meðal þorskafli á dag 278 tonn sem er 46%  hærra en í júlí. „Ef fram heldur sem horfir verður útgefin viðmiðun uppurin um miðja næstu viku,“ segir í færslu á vef Landsambands smábátaeigenda (LS).

Þá hafa samtökin sent ráðherra sjávarútvegsmála bréf þar sem beðið er um að komið verði í veg fyrir „ótímabæra stöðvun veiðanna“. Segir LS aðeins eina leið færa og það sé að breyta reglugerð um strandveiðar og auka þær aflaheimildir í þorski sem veiðunum er úthlutað.

Mynd/Landssamband smábátaeigenda

Ljóst var í júlí að heimildir til strandveiða myndu ekki duga og ákvað Kristján Þór Júlíussin, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að auka þær um 1.171 tonn. Við það varð heildarmagn veiðiheimilda strandveiða í þorski 11.171 tonn. Talið var að aflaviðmiðun myndi duga út ágúst þegar tekið var mið af þróuninni á þessu ári og gang strandveiða í ágúst í fyrra þegar dagsaflinn nam 175 tonn að meðaltali.

Skotið á Hafrannsóknastofnun

„En fiskveiðar falla ekki alltaf inn í excelskjölin þó það sé óbrigðult hjá Hafrannsóknastofnun.  Strandveiðarnar nú eru gott dæmi um þetta.  Saman fer einmuna tíð og mokafli, þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun mæli stöðuga lækkun á viðmiðunarstofni þorsks,“ segir í færslu LS.

„Einhverjum dytti til hugar að segja að hér fari hljóð og mynd ekki saman.  Afli strandveiðiflotans hefur haldist ótrúlega stöðugur ásamt fjölda báta, en vísitala Hafrannsóknastofnunar lítur út eins og rússíbani.“

Fram kom í kynningu Hafrannsóknastofnunar á veiðiráðgjöf vegna fiskveiðiársins 2021/2022 (sem hefst 1. september) að stærð íslenska þorskstofnins hafi verið ofmetin undanfarin ár. Var viðmiðunarstofn þorsks í fyrra raunverulega 982 þúsund tonn en ekki 1.208 þúsund tonn eins og áður var talið, eða tæplega 19% minni. Viðmiðunarstofn þorsks í ár er talinn nema 941 þúsund tonn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »