Markaðir erfiðir fyrir sæbjúgu

Níu bátar hafa stundað sæbjúgnaveiðar fyrir vestan land og austan.
Níu bátar hafa stundað sæbjúgnaveiðar fyrir vestan land og austan. mbl.is/Albert Kemp

Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um leyfi til veiða á sæbjúgum á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september. Alls verður úthlutað níu leyfum til skipa sem stundað hafa veiðar á sæbjúgum á síðustu þremur fiskveiðiárum, en veiðar á sæbjúgum eru ekki kvótasettar. Níu bátar hafa leyfi til veiða á sæbjúgum á yfirstandandi fiskveiðiári.

Veiðar má stunda í skilgreindum hólfum fyrir vestan land og austan og þegar tilteknum afla er náð á hverju svæði eru veiðar stöðvaðar. Alls er heimilt að veiða rúmlega 2.200 tonn í ár og um 100 tonnum meira á næsta ári.

Ólíkt því sem gerst hefur á undanförnum árum þegar afli hefur verið umfram veiðiráðgjöf þá er afli fiskveiðiársins talsvert undir heildarráðgjöfinni. Nú er samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu búið að veiða tæplega 1.700 tonn og vantar því rúm 500 tonn upp á heimildir ársins.

Markaðir erlendis fyrir sæbjúgu hafa verið þungir í kórónuveirufaraldrinum og skýrir það einkum að dregið hefur úr sókn, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Besti veiðitíminn miðað við afla og gæði er á haustin og fram undir hrygningu vor og sumar, misjafnt eftir svæðum. Útgerðir hafa í ár haft samvinnu um skipulag og stýringu veiða út frá aflareynslu til að koma í veg fyrir kapphlaup eins og verið hafði árin á undan.

Klettur ÍS hefur komið með 456 tonn að landi, Þristur ÍS og Sæfari ÁR 3 um 320 tonn hvor bátur og Eyji NK með rúm 176 tonn svo aflahæstu bátarnir séu nefndir. Mörg undanfarin ár hefur Friðrik Sigurðsson ÁR verið aflahæstur, en á þessu fiskveiðiári hefur hann komið með 48 tonn af sæbjúgum að landi. Áhersla útgerðarinnar með þann bát hefur verið á netaveiðar á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.11.24 593,32 kr/kg
Þorskur, slægður 13.11.24 534,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.11.24 396,87 kr/kg
Ýsa, slægð 13.11.24 380,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.11.24 217,00 kr/kg
Ufsi, slægður 13.11.24 322,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.11.24 304,54 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.006 kg
Ýsa 92 kg
Keila 55 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 1.188 kg
13.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 4.367 kg
Þorskur 632 kg
Sandkoli 111 kg
Samtals 5.110 kg
13.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 733 kg
Þorskur 627 kg
Skrápflúra 534 kg
Sandkoli 115 kg
Skarkoli 96 kg
Steinbítur 83 kg
Samtals 2.188 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.11.24 593,32 kr/kg
Þorskur, slægður 13.11.24 534,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.11.24 396,87 kr/kg
Ýsa, slægð 13.11.24 380,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.11.24 217,00 kr/kg
Ufsi, slægður 13.11.24 322,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.11.24 304,54 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.006 kg
Ýsa 92 kg
Keila 55 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 1.188 kg
13.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 4.367 kg
Þorskur 632 kg
Sandkoli 111 kg
Samtals 5.110 kg
13.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 733 kg
Þorskur 627 kg
Skrápflúra 534 kg
Sandkoli 115 kg
Skarkoli 96 kg
Steinbítur 83 kg
Samtals 2.188 kg

Skoða allar landanir »