Grandalaus forstjórinn á strandveiðum á Svampi

Vilhjálmur Vilhjálmsson á Svampi segir nafn bátsins úr teiknimyndunum um …
Vilhjálmur Vilhjálmsson á Svampi segir nafn bátsins úr teiknimyndunum um Svamp Sveinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meðal þeirra sem róið hafa á strandveiðum í sumar er Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda, nú Brims hf., en þar lét Vilhjálmur af störfum í júní fyrir þremur árum eftir sex ár sem forstjóri. Hann segist taka strandveiðarnar af hæfilegri alvöru og sóknin hafi verið rólegri en hjá flestum öðrum, en að róa til fiskjar sé sannarlega skemmtilegt tómstundagaman.

Mikill munur sé á strandveiðum og stjórnunarstörfum úr forstjórastólnum; annars vegar slökun og hins vegar annir á mörg hundruð manna vinnustað.

Svampur vinsæll í fjölskyldunni

Vilhjálmur rær á báti sínum Svampi KÓ, sem er af gerðinni Sómi 870, og fékk Vilhjálmur bátinn í byrjun síðasta árs. Nafnið er að sögn Vilhjálms sótt í teiknimyndapersónuna Svamp Sveinsson, sem hann segir í uppáhaldi hjá ýmsum í fjölskyldunni.

Fyrirtækið um útgerðina ber hins vegar heitið Grandalaus ehf. og segir Vilhjálmur að það hafi blasað við eftir að hann lét af forstjórastörfum hjá HB Granda. Heitið sé algjörlega græskulaust, en ýmsir hafi gaman af því.

HB Grandi heitir í dag Brim.
HB Grandi heitir í dag Brim. mbl.is/Golli

Landar við höfuðstöðvar Brims

Vilhjálmur er 67 ára og var töluvert á sjó í gamla daga, eins og hann orðar það, en hann er með farmannapróf eða þriðja stig frá Stýrimannaskólanum. Hann fór í 18 róðra á strandveiðum í sumar og aflinn var tæp 12 tonn, nánast eingöngu þorskur. Báturinn er skráður í Kópavogi, en gerður út frá aðstöðu Snarfara í Elliðaárvogi. Áður en Svampur er bundinn þar við bryggju þarf hins vegar að landa aflanum á fiskmarkaðinum í Reykjavík, sem er skammt frá höfuðstöðvum Brims.

„Ég segir það hreint út að ég hef alveg ofboðslega gaman af þessum veiðiskap,“ segir Vilhjálmur. „Að vera einn úti á sjó í góðu veðri er góð tilfinning og engu líkt. Þetta var annað sumarið mitt á strandveiðum og ég er smám saman að ná betri tökum á þessu sem er líka gefandi.“

Koma úr ýmsum áttum

Hann segir að í sumar hafi ekki verið mikil veiði næst höfuðborginni og því hafi þurft að fara dýpra til að fá góðan afla. Nokkrum sinnum hafi hann farið norður undir Snæfellsnes, en þá fara um fimm tímar í stím til og frá miðum. Heimilt er að vera úti í 14 tíma á strandveiðum og segist Vilhjálmur yfirleitt fara út um fimmleytið á morgnana og koma inn til löndunar ekki seinna en 18.30, en fiskmarkaðinum er lokað klukkan 19.

Þeir sem róa á strandveiðum koma úr ýmsum áttum og segir Vilhjálmur að talsvert sé um fyrrverandi skipstjóra og sjómenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg
11.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.070 kg
Ýsa 75 kg
Langa 68 kg
Keila 42 kg
Samtals 1.255 kg
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 80 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg
11.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.070 kg
Ýsa 75 kg
Langa 68 kg
Keila 42 kg
Samtals 1.255 kg
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína
Þorskur 57 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Ýsa 1 kg
Samtals 80 kg

Skoða allar landanir »