Eigandi undirbýr tilboð í eiganda

Laxi slátrað fyrir Arctic Fish í sláturhúsi Arnarlax á Bíldudal. …
Laxi slátrað fyrir Arctic Fish í sláturhúsi Arnarlax á Bíldudal. Hugsanlega geta fiskeldisfyrirtækin norsku sameinað krafta sína á komandi misserum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Norski laxeldisrisinn SalMar, meirihlutaeigandi Arnarlax, hefur tilkynnt að gert verði tilboð í meirihluta hlutabréfa í Norway Royal Salmon (NRS) sem á meirihluta hlutafjár í Arctic Fish. Gangi þessi áform eftir má gefa sér að vestfirsku fiskeldisfyrirtækin sameinist í eitt í kjölfar sameiningar eignarhalds móðurfélaganna.

Norska fyrirtækið NTS hefur verið að bæta við sig hlutabréfum í NRS og viljað ná meirihluta í fyrirtækinu. Föstudag blandaði SalMar sér í baráttuna og tilkynnti að það myndi gera tilboð í hlutabréf í fyrirtækinu á talsvert hærra verði en NTS býður og miklu hærra verði en hefur verið á markaði á undanförnum vikum. Tilboð SalMar verður háð því að það nái yfirráðum í fyrirtækinu með kaupum á að minnsta kosti helmingi hlutafjár. Hagsmunir síðarnefndu fyrirtækjanna liggja nokkuð saman í starfsemi í Norður-Noregi.

Veruleg samlegðaráhrif

SalMar á meirihluta hlutafjár í Arnarlaxi en NRS á meirihlutann í Arctic Fish. Bæði vestfirsku fiskeldisfyrirtækin eru skráð á hlutabréfamarkaði í kauphöllinni í Ósló í gegnum norsk eignarhaldsfélög. Í tilkynningu SalMar til kauphallarinnar kemur fram að hugsanleg sameining vestfirsku fiskeldisfyrirtækjanna muni hafa veruleg samlegðaráhrif í för með sér og gæti skapað möguleika á frekari uppbyggingu.

Bæði fyrirtækin eru í stækkunarferli. Sem dæmi um samvinnu og samlegð við sameiningu má nefna að öllum laxi beggja félaganna er slátrað hjá Arnarlaxi á Bíldudal en forstjórar fyrirtækjanna hafa verið að leita að nýjum stað til að byggja upp sameiginlegt sláturhús sem gæti tekið við aukningu. Þá eru fyrirtækin með kvíar í sömu fjörðum að hluta og bæði eru með umsóknir um eldisleyfi í Ísafjarðardjúpi.

Tvö í stað fjögurra

Ef þessi kaup ganga eftir og dótturfélögin á Íslandi verða sameinuð munu verða tvö stór fyrirtæki í sjókvíaeldi hér á landi í stað fjögurra því unnið er að sameiningu fyrirtækjanna tveggja á Austfjörðum. Bæði fyrirtækin yrðu að meirihluta í norskri eigu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.2.25 631,53 kr/kg
Þorskur, slægður 4.2.25 561,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.2.25 423,13 kr/kg
Ýsa, slægð 4.2.25 344,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.2.25 285,56 kr/kg
Ufsi, slægður 4.2.25 365,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 4.2.25 465,21 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.2.25 Sighvatur GK 57 Lína
Ýsa 9.819 kg
Steinbítur 5.574 kg
Samtals 15.393 kg
4.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 19 kg
Hlýri 11 kg
Keila 11 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 43 kg
4.2.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Þorskur 74.380 kg
Karfi 18.982 kg
Ufsi 7.923 kg
Ýsa 6.514 kg
Samtals 107.799 kg
4.2.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 52.647 kg
Ýsa 15.370 kg
Ufsi 1.797 kg
Karfi 491 kg
Langa 311 kg
Hlýri 230 kg
Steinbítur 203 kg
Keila 23 kg
Þykkvalúra 16 kg
Skarkoli 11 kg
Skötuselur 8 kg
Samtals 71.107 kg

Skoða allar landanir »