Saka skipstjóra um „vítavert gáleysi“

Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur í bréfi vakið athygli Landhelgisgæslu Íslands á háttsemi skipstjóra Hafborgar EA-152 er hann stýrði skipinu við veiðar á Skjálfandaflóa í lok júlí. „Þegar grannt er skoðað er ekki annað að sjá en skipstjóri Hafborgar hafi sýnt af sér vítavert gáleysi með framferði sínu,“ segir í bréfinu sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Snýr málið að því er Hafborg var á veiðum á Skjálfanda dagana 27. og 28. júlí, en þessa daga var um tugur smábáta við handfæraveiðar á þessum slóðum. „Skyndilega birtist þar dragnótaskipið Hafborg EA 152, skrnr. 2940 með dragnót aftan í sér. Þegar komið var á staðinn þar sem smábátar voru var engu skeytt um þá sem þar voru á veiðum. Hafborg EA togaði hættulega nálægt bátunum og híft var milli þeirra án nokkurra viðvarana,“ segir í bréfinu. Þá telur LS þessa háttsemi ekki samræmast ákvæðum laga um að haga veiðum „í samræmi við góðar venjur og kunnáttu í siglingum og sjómennsku“.

Skipið Hafborg, sem gert er út frá Grímsey, var á …
Skipið Hafborg, sem gert er út frá Grímsey, var á veiðum á Skjálfanda í lok júlí. mbl.is/Sigurður Bogi

Dragnót bönnuð

Bent er á að samkvæmt skráningu Hafborgar er skipið 283 brúttótonn og ætti að geta stundað veiðar fjær landi. „Jafnframt er notkun dragnótar við veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands bönnuð. [...] Notkun veiðarfærisins er því háð undanþágu sem gefin er í nefndum lögum.“

LS hefur einnig sent Landhelgisgæslunni myndefni vegna málsins og sýnir ein myndin hvernig skipstjóri Hafborgar dregur utan um einn bát sem var á handfæraveiðum á Skjálfanda.

„Landssamband smábátaeigenda telur sér skylt að vekja athygli Landhelgisgæslu Íslands á framferði skipstjóra Hafborgar og væntir þess að málefnið verði skoðað m.t.t. slysahættu sem stafað getur af nálægð skipa þar sem stærðarmunur er svo mikill sem hér er,“ segir í niðurlagi bréfsins.

LS telur myndband sýna að Hafborgin hafi verið óeðlilega nálægt …
LS telur myndband sýna að Hafborgin hafi verið óeðlilega nálægt handfærabátunum á Skjálfanda. Skjáskot

Bréfið var sent Landhelgisgæslunni fyrr í þessum mánuði eftir að skipstjórar strandveiðibáta sem stunda veiðar á Skjálfandaflóa leituðu til LS og óskuðu eftir liðsinni varðandi það sem þeir telja óvandaða skipstjórn.

Atvikið varð einnig til þess að smábátasjómenn á Húsavík fóru þess á leit við byggðarráð Norðurþings að það beiti sér fyrir því að veiðar með dragnót verði óheimilar á Skjálfanda innan línu sem nemur við norðurenda Flateyjar í Tjörnestorfu. „Áríðandi er að lokunin taki strax gildi út ágúst og í framhaldinu 1. september ár hvert fyrir hvert fiskveiðiár,“ segir í erindi þeirra til byggðarráðs.

Siglfirðingar slást í hópinn

Við þetta bætist að félagar í Kletti, svæðisfélagi LS á Siglufirði og Tjörnesi, hafa sent Áslaugu Eiri Hólmgeirsdóttur, skrifstofustjóra sjávarútvegsmála í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, bréf vegna málsins og taka félagsmenn Kletts undir hugmyndir um bann við dragnótaveiðum á umræddri veiðislóð. „Veiðislóðin sem veiðarfærinu er nú beitt á er viðkvæm og þolir ekki þá ágengni sem beitt er með nútímadragnót sniðinni fyrir bolfiskveiðar,“ segir í bréfinu frá Kletti sem Morgunblaðið hefur einnig undir höndum.

MArgir handfærabátar sækja á miðin á Skjálfandaflóa.
MArgir handfærabátar sækja á miðin á Skjálfandaflóa. Kort/Map.is

Telja talsmenn félagsins dæmi liggja fyrir um alvarlegar afleiðingar notkunar dragnótar á svæðum með staðbundinn bolfisk og fullyrða að steinbítur á grunnslóð suður af Stöðvarfirði hafi verið „þurrkaður upp með dragnót stórskipa frá Hornafirði“ auk þess sem ýsustofninn á Skjálfanda er sagður hafa verið „stórlega skaðaður með veiðunum. Með áframhaldandi skarki dragnótar á svæðinu má gera ráð fyrir að sama bíði staðbundinna stofna, þorsks, ýsu og steinbíts.“

Þá kveðst Klettur hafna „algjörlega þeirri staðhæfingu sem komin er frá Hafrannsóknastofnun að engu skiptir hvaða veiðarfæri er beitt við veiðar þegar litið er til sjálfbærra veiða. Vakin er athygli á að fiskurinn hefur val um að bíta á krókana, en í dragnótina hefur hann ekkert val, smalað saman þannig að ekkert sleppur á svæðinu.“ Er fullyrt að stórvirk togveiðafæri eigi ekki erindi í bolfiskveiðar á grunnslóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 456,49 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 476,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 230,31 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 187,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 219,85 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 237,82 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 180,58 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.10.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 919 kg
Þorskur 192 kg
Ýsa 95 kg
Samtals 1.206 kg
4.10.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Þorskur 4.752 kg
Grálúða 1.875 kg
Samtals 6.627 kg
3.10.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 2.675 kg
Langa 1.225 kg
Keila 90 kg
Þorskur 85 kg
Karfi 61 kg
Steinbítur 22 kg
Blálanga 15 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.10.24 456,49 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.24 476,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.24 230,31 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.24 187,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.24 219,85 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.24 237,82 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 4.10.24 180,58 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.10.24 19,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.10.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 919 kg
Þorskur 192 kg
Ýsa 95 kg
Samtals 1.206 kg
4.10.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Þorskur 4.752 kg
Grálúða 1.875 kg
Samtals 6.627 kg
3.10.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 2.675 kg
Langa 1.225 kg
Keila 90 kg
Þorskur 85 kg
Karfi 61 kg
Steinbítur 22 kg
Blálanga 15 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 4.181 kg

Skoða allar landanir »