Persónuvernd gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Þetta kemur fram í bréfi Persónuverndar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birti skýrsluna í síðustu viku.
Í bréfi Persónuverndar er áréttað að upplýsingar um hlutafjáreign, teljast ekki til viðkvæmra persónuupplýsinga heldur til almennra persónuupplýsinga.
Í skýrslunni er vísað til þess að það sé óheimilt að birta fjárhagsupplýsingar en að mati Persónuverndar er þetta rangfærsla.
Þar er lagður fram rökstuðningur að með úrskurði Persónuverndar 15.júní hafi ársreikningaskrá verið gert að afmá hluthafalista sem hafa fylgt ársreikningum og samstæðureikningum.
Í bréfi Persónuverndar segir hinsvegar að fyrirmælin næðu einungis til upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga en þau næðu ekki til upplýsinga um hlutafjáreign fyrirtækja og annarra lögaðila:
„Embættinu var því ekki gert að afmá umrædda lista úr skrám sem það varðveitir heldur einungis að stöðva birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga úr umræddum skrám á opinberum vef embættisins. Fyrirmælin náðu ekki til upplýsinga um hlutafjáreign fyrirtækja og annarra lögaðila enda njóta þær ekki verndar ákvæða.“
Þar segir einnig að ákvörðun stofnunarinnar laut að birtingu upplýsinga um alla hluthafa en ekki upplýsinga um raunverulega eigendur.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur óskað eftir því að skýrslan verði unnin upp á nýtt. Hún sagði á landsþingi Viðreisnar að útgáfa skýrslunnar væri skandall.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.062 kg |
Þorskur | 1.155 kg |
Keila | 382 kg |
Karfi | 8 kg |
Hlýri | 6 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 4.617 kg |
11.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.070 kg |
Ýsa | 75 kg |
Langa | 68 kg |
Keila | 42 kg |
Samtals | 1.255 kg |
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Ýsa | 1 kg |
Samtals | 80 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.062 kg |
Þorskur | 1.155 kg |
Keila | 382 kg |
Karfi | 8 kg |
Hlýri | 6 kg |
Ufsi | 4 kg |
Samtals | 4.617 kg |
11.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.070 kg |
Ýsa | 75 kg |
Langa | 68 kg |
Keila | 42 kg |
Samtals | 1.255 kg |
11.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Hlýri | 4 kg |
Keila | 2 kg |
Ýsa | 1 kg |
Samtals | 80 kg |