Geta hæglega þjónað sínu hlutverki í fimmtán ár

Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri Borgarplasts, segir að umhverfisáhrif ólíkra gerða plastkerja …
Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri Borgarplasts, segir að umhverfisáhrif ólíkra gerða plastkerja verði að skoða með tilliti til alls notkunartíma þeirra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matthías Matthíasson tók nýverið við sem framkvæmdastjóri hjá Borgarplasti og verður gaman að fylgjast með hvert hann leiðir félagið. Matthías býr yfir mikilli reynslu af sölu og þjónustu við sjávarútveginn en hann var áður framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips og fór þar áður fyrir starfsemi Komatsu í Danmörku.

Spurður hvort róttækra breytinga sé að vænta kveðst Matthías ætla að halda óbreytti stefnu að svo stöddu. „Við höldum áfram að byggja á þeim sterka grunni sem lagður hefur verið af fyrri stjórnendum á þeim fimmtíu árum sem liðin eru frá stofnun Borgarplasts,“ segir hann.

Ef ekki væri fyrir kerin væri íslenskur sjávarútvegur staddur á …
Ef ekki væri fyrir kerin væri íslenskur sjávarútvegur staddur á allt öðrum stað í dag hvað varðar afköst og gæði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtækið hefur þróast jöfnum skrefum og látið að sér kveða bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Starfsemin hefur í gegnum tíðina að mestu byggst upp í kringum þjónustu við íslenskan sjávarútveg og þróun á hagkvæmum og góðum umbúðalausnum fyrir sjávarafurðir, að sögn Matthíasar „Undirstaðan er framleiðsla á kerjum til notkunar í sjávarútvegi en með samrunanum við Plastgerð Suðurnesja árið 2018 bættust frauðplastkassar fyrir ferskan fisk og húseingrun við vöruframboðið.“

Matthías segir einkar brýnt að huga vel að þörfum sjávarútvegsins sem reiði sig á sterkbyggð, létt og endingargóð ker. Hann segir að líkja megi kerjavæðingu íslensks sjávarútvegs á sínum tíma við gámavæðingu skipaflutninga því plastkerið var risastökk í meðhöndlun sjávarfangs frá því sem áður var. „Eins og rauðu blóðkornin sem flytja súrefni um líkamann flytja kerin sjávarafurðir í lokuðu hringrásarkerfi frá veiðum til vinnslu og á markað, og jafnvel til kaupenda úti í heimi. Hönnun kerjanna einfaldar flutninga og veitir góða hitaeinangrun svo varan skilar sér til viðtakanda í eins góðu ástandi og mögulegt er,“ segir hann. „Ekki má heldur gleyma því að öll sú þróunarvinna sem hefur átt sér stað við hönnunina nýtist í dag fyrir ýmislegt fleira en sjávarafurðir, svo sem við geymslu og flutning á mjólkur- og kjötafurðum.“

Þarf að skoða líftíma kersins

Matthías undirstrikar að Borgarplast leggi mikla áherslu á að umgangast náttúruna af virðingu, og gæti þess að endurvinna allt sem fellur til í framleiðslunni. „Þá höfum við einnig markað okkur sjálfbærnistefnu þar sem markmið okkar er að reksturinn sé til fyrirmyndar út frá viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál ásamt því að leggja áherslu á að innleiða hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins.“ Segir Matthías plast búa yfir einstökum eiginleikum og vandséð að önnur efni geti komið alfarið í staðinn en miklu skipti að umgangast plastið rétt og farga því eða endurvinna með réttum hætti. Í tilviki kerja undir sjávarafurðir verði að taka með í reikninginn þau umhverfisáhrif sem hljótast af notkun kersins yfir líftíma þess:

„Það er ekki óalgengt að fiskiker endist í fimmtán ár enda er vandað til við hönnun þeirra og framleiðslu. Gerðar hafa verið áhugaverðar tilraunir með framleiðslu kerja þar sem bæði einangrun og skel kerjanna er úr sama plastefninu sem auðveldar endurvinnslu en þau ker hafa þann ókost að vera töluvert þyngri sem svo aftur getur gert störf sjómanna um borð í skipum erfiðari, aukið slysahættu og hækkað flutningskostnað þar sem meira eldsneyti þarf til að flytja viðbótarþyngdina í kerjunum,“ segir Matthías. „Það er meiri áskorun að endurvinna ker sem steypt er úr tveimur ólíkum plasttegundum, en slíkt ker er ekki endilega verra fyrir umhverfið.“

Rotþrær, olíuskiljur og fráveiturör eru mikilvægur hluti af starfseminni og …
Rotþrær, olíuskiljur og fráveiturör eru mikilvægur hluti af starfseminni og m.a. framleidd úr endurnýttum plastafgöngum sem verða til við kerjaframleiðsluna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Að því sögðu bendir Matthías á að hjá Borgarplasti sé allt plast endurunnið eins og frekast er unnt og eru t.d. afgangar sem falla til þegar fiskiker eru steypt settir í sérstaka kurlunarvél og síðan nýttir til annarrar framleiðslu, t.d. í rotþrær, olíuskiljur og fráveituvörur sem er annar mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins.

Matthías bætir við að það sé útbreiddur misskilningur að frauðplastkassar séu ekki endurvinnanlegir en eins og alltaf hvíli það á endanotandanum að umgangast vöruna rétt og koma henni í hendur aðila sem hafa rétta búnaðinn og þekkinguna til að endurvinna hráefnið. „Við endurvinnum allt frauðplast sem til fellur við okkar frauðplastframleiðslu og nýtum það í framleiðslu á húseinangrun. Þá höfum við einnig lagt okkar af mörkum með því að taka við frauðplasti til endurvinnslu frá stóru íslensku tölvuþjónustufyrirtæki þar sem daglega fellur til mikið af frauðplasti utan af tölvubúnaði.“

Frauðplastið ver verðmæti

Matthías segir áhugavert og mikilvægt að fylgjast vel með þróuninni í umbúðalausnum fyrir sjávarafurðirnar en það gerist best í nánu samstarfi við alla hagsmunaaðila. Enn hafi ekki komið fram á sjónarsviðið valkostur sem geti keppt við frauðplastið hvað varðar styrk, vatnsþéttni og einangrunargetu. „Hafa þarf hugfast að frauðplastkassar eru notaðir til að verja dýrmæt matvæli og tryggja bæði að hráefni fari ekki til spillis og að gæðaorðspor framleiðandans skaðist ekki. Það mætti, ef því er að skipta, flytja ferskan fisk á milli landa í pappakössum svo lengi sem fiskurinn er í hitastýrðu umhverfi frá upphafi til enda ferðarinnar, en því miður geta flutningskeðjur sjávarútvegsins verið bæði langar og flóknar og um leið og bretti af fiski er tekið út úr kæligámi eða lest flugvélar og látið standa við 20 gráðu hita í einhvern tíma byrjar hráefnið fljótt að skemmast ef einangrunar frauðplastsins nýtur ekki við.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.11.24 558,90 kr/kg
Þorskur, slægður 13.11.24 534,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.11.24 396,87 kr/kg
Ýsa, slægð 13.11.24 380,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.11.24 217,00 kr/kg
Ufsi, slægður 13.11.24 322,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.11.24 304,54 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Stapafell SH 26 Dragnót
Skarkoli 98 kg
Sandkoli 30 kg
Samtals 128 kg
13.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.006 kg
Ýsa 92 kg
Keila 55 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 1.188 kg
13.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 4.367 kg
Þorskur 632 kg
Sandkoli 111 kg
Samtals 5.110 kg
13.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 733 kg
Þorskur 627 kg
Skrápflúra 534 kg
Sandkoli 115 kg
Skarkoli 96 kg
Steinbítur 83 kg
Samtals 2.188 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.11.24 558,90 kr/kg
Þorskur, slægður 13.11.24 534,98 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.11.24 396,87 kr/kg
Ýsa, slægð 13.11.24 380,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.11.24 217,00 kr/kg
Ufsi, slægður 13.11.24 322,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 13.11.24 304,54 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Stapafell SH 26 Dragnót
Skarkoli 98 kg
Sandkoli 30 kg
Samtals 128 kg
13.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.006 kg
Ýsa 92 kg
Keila 55 kg
Steinbítur 35 kg
Samtals 1.188 kg
13.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Ýsa 4.367 kg
Þorskur 632 kg
Sandkoli 111 kg
Samtals 5.110 kg
13.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 733 kg
Þorskur 627 kg
Skrápflúra 534 kg
Sandkoli 115 kg
Skarkoli 96 kg
Steinbítur 83 kg
Samtals 2.188 kg

Skoða allar landanir »