FISK Seafood kaupir í Steinunni hf.

Félagið hefur gert út vertíðarbátinn Steinunni SH-167.
Félagið hefur gert út vertíðarbátinn Steinunni SH-167. Ljósmynd/Aðsend

Gengið hefur verið frá samkomulagi um kaup FISK Seafood ehf. á 60 prósenta eignarhlut í útgerðarfélaginu Steinunni hf. í Ólafsvík. Fimm bræður og fjölskyldur þeirra hafa rekið félagið í um hálfa öld og hefur félagið gert út vertíðarbátinn Steinunni SH-167. Þetta segir í tilkynningu um kaupin.

Tveir bræðranna, Brynjar og Ægir Kristmundssynir, munu eftir kaupin eiga sitt hvorn 20 prósenta eignarhlut ásamt fjölskyldum sínum auk þess sem þeir halda áfram sem skipstjóri og vélstjóri Steinunnar SH-167, segir í tilkynningunni. Þá munu aðrir eigendur selja hluti sína í félaginu.

Markmið FISK Seafood með kaupunum eru sögð vera að styrkja umsvif sín í útgerð vertíðarbáta. Auk kaupanna á Steinunni hf. er félagið sagt hafa stigið önnur skref í þá átt undanfarið. Stjórnendur FISK Seafood segja að það sé þeirra skoðun að Snæfellsnesið sé í raun eitt atvinnusvæði og „búi yfir miklum tækifærum til að styrkja stöðu sína á sviði fjölbreytts sjávarútvegs á komandi árum.“

Þá segir að eftir yfir 50 ára samfellda sjósókn hafi eigendum Steinunnar hf. þótt tími til kominn að „stokka upp spilin, sækja sér liðsstyrk og bæta vindi í seglin.“

Í tilkynningunni er haft eftir Brynjari og Ægi: 

„Við erum þakklátir fyrir það að þessi langi rekstur fjölskyldunnar hafi nú fengið tækifæri til kraftmikillar endurnýjunar. Innkoma Friðbjörns Ásbjörnssonar með mikla þekkingu á aðstæðum útgerðarinnar á Snæfellsnesi og hið sterka bakland FISK Seafood gefur góð fyrirheit um framhaldið. Samstarf okkar er ekki eingöngu grundvallað á metnaðarfullum markmiðum heldur einnig langri vináttu héðan af nesinu og gagnkvæmu trausti. Það skiptir miklu máli.“

Fram kemur í tilkynningunni að Steinunn SH 167 er 153ja rúmlesta dragnótarbátur, smíðaður árið 1971 hjá Stálvík í Garðabæ. Fiskveiðikvóti félagsins er alls ríflega ellefu hundruð tonn í fimmtán tegundum, m.a. um 850 tonn í þorski auk ýsu, ufsa, skarkola o.fl. FISK Seafood greiðir ríflega 2,5 milljarða króna fyrir eignarhlut sinn í Steinunni hf. og eru viðskiptin gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 606,46 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 414,19 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 264,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 166,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 2.422 kg
Samtals 2.422 kg
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.433 kg
Ýsa 289 kg
Ufsi 211 kg
Karfi 35 kg
Steinbítur 30 kg
Grásleppa 14 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 3.019 kg
3.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 64.677 kg
Karfi 25.673 kg
Ýsa 15.767 kg
Ufsi 5.033 kg
Samtals 111.150 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.25 606,46 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.25 624,56 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.25 414,19 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.25 337,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.25 275,00 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.25 264,72 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.25 166,59 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.2.25 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 2.422 kg
Samtals 2.422 kg
3.2.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 2.433 kg
Ýsa 289 kg
Ufsi 211 kg
Karfi 35 kg
Steinbítur 30 kg
Grásleppa 14 kg
Skarkoli 7 kg
Samtals 3.019 kg
3.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 64.677 kg
Karfi 25.673 kg
Ýsa 15.767 kg
Ufsi 5.033 kg
Samtals 111.150 kg

Skoða allar landanir »