„Maður vill auðvitað alltaf gera betur“

Kappar frá Kapp framkvæmdu endurbætur á kælikerfi Tjalds. Breytingin hefur …
Kappar frá Kapp framkvæmdu endurbætur á kælikerfi Tjalds. Breytingin hefur skilað mun öruggara kerfi. Ljósmynd/Aðsend

Kapp ehf. hefur að undanförnu unnið að endurbótum á kælikerfi Tjalds SH-270 og hefur magn freons um borð minnkað um 98,5%. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar segir um að ræða mikið framfaraskref í öryggis- og mengunarvörnum.

„Ég átti erfitt með að trúa því hversu mikil mengun er af þessum gösum,“ segir Daði Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KG fiskverkunar á Rifi á Snæfellsnesi, um breytingar á kælikerfinu í skipi fyrirtækisins Tjaldi SH-270. Áður voru um borð tvö tonn af freoni en nú aðeins 30 kíló.

Í sumar lögðu starfsmenn Kapps ehf. lokahönd á breytingarnar í skipinu og segir Daði umbæturnar hafa verið gerðar í tveimur skrefum. Þá hafi kerfinu verið breytt þannig að freon sé aðeins í lokuðu kerfi sem annast kælingu en síðan sé stuðst við glýkol í dreifikerfinu sem kælir lestina og komast efnin aldrei í snertingu hvort við annað.

„Við erum með spírala í lestinni og svo hefur verið keyrður kælimiðill í gegnum alla spíralana og núna keyrum við bara frostlög sem er kældur uppi með varmaskiptum og þá ertu bara með pínulitla pressu sem er með einhverju freontengdu efni. Það er mjög lítið af gasi,“ útskýrir Daði.

Tjaldur SH-270 hefur verið farsælt línuskip allt frá því það …
Tjaldur SH-270 hefur verið farsælt línuskip allt frá því það var smíðað fyrir KG fiskverkun árið 1992. Ljósmynd/Gretar Þór Sæþórsson

Töluverð endurnýjun

Ákveðið var að nýta tækifærið og yfirfara kerfið í heild og var meðal annars eldri koparlögnum flutningskerfisins skipt út og komið fyrir nýrri og öruggari lögnum auk þess sem kælipressa fyrir kælikerfið var endurnýjuð.

Þá sé það mikil framför í öryggismálum að losna við að dæla freongasi í leiðslum um allt skip þar sem mun minni hætta er á leka þegar 30 kílóin eru geymd á afmörkuðu svæði, að sögn Daða. „Öll þessi gös eru á leiðinni út og gífurleg mengun af þessu ef þetta sleppur út og því stærra kerfi sem þú ert með, því meiri hætta á að eitthvað sleppi út.“

Daði Hjálmarsson
Daði Hjálmarsson Ljósmynd/Aðsend

Glýkolið reynist vel

Voru það bara öryggissjónarmið sem réðu för við ákvörðunina um að skipta út freoninu?

„Maður á auðvitað alltaf að reyna að gera betur í mengunarmálum og svo er það kostnaðurinn á þessum efnum, maður veit ekkert um framhaldið en þetta er alltaf að verða dýrara. Ég hugsa að þótt maður sjái ekki sparnaðinn eins og er þá sé mikill sparnaður að þessu,“ segir Daði.

Freonið sem skipt er út er hægt að geyma og nýta í litla kælikerfinu á komandi árum og mun því ekki þurfa að fjárfesta í nýju gasi.

Daði segir það hafa komið sér verulega á óvart hversu hátt CO2-gildi freons hafi verið (jafngildi gróðurhúsaáhrifa af koltvísýringi). „Bara eitt kíló af svona gasi – ég er rúm fimm ár að brenna olíu í vélunum í bátnum til að ná sama gildi. Það er bara eitt kíló og þau voru 2.000 um borð. Maður vissi að það væri meiri mengun en af bensíni eða dísilolíu en ekki svona miklu meira. Ef maður hefði vitað hversu mikil mengun þetta er hefði maður kannski gert þetta fyrr.“

Glýkol hefur verið notað í frostlög fyrir bíla og við afísun flugvéla. Spurður hvort glýkol reynist vel sem kælimiðill segir Daði svo vera.

Öllum gömlu koparlögnunum var skipt út.
Öllum gömlu koparlögnunum var skipt út. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend

Kom í stað trébáta

Tjaldur hefur reynst útgerðinni vel en skipið var smíðað árið 1992 hjá skipasmíðastöð Solstrand Slip & Båtbyggeri A/S í Tomrefjord í Noregi en skrokkurinn er frá Salthammer Båtbyggeri A/S í Vestnes. Var skipið afhent 22. ágúst en kom fyrst til heimahafnar á Rifi 1. september.

Skipið er tveggja þilfara sérhæft línuveiðiskip með línuvélasamstæðu og búnað til heilfrystingar og saltfiskverkunar. Um er að ræða fyrsta sérhæfða tveggja þilfara línuveiðiskipið sem smíðað er fyrir Íslendinga og kom Tjaldur í stað trébátanna Valesku EA 417 og Brynjólfs SH 370 auk eins minni trébáts.

Skerðingin heill mánuður í úthaldi

Hafrannsóknastofnun kynnti ráðgjöf sína fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í júní og kom fram að stærð þorskstofnsins hefur verið ofmetin og veiðihlutfall því vanmetið á undanförnum árum auk þess sem nýliðun hefur verið ofmetin á síðustu árum. Lagði Hafrannsóknastofnun því til að ekki yrði veitt meira en 222.373 tonn af þorski á nýju fiskveiðiári sem hefst 1. september. Það er 13% minnkun frá ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, en þá nam hún 256.593 tonnum.

Útskýrði stofnunin að „eftir endurskoðun á stofnmati í kjölfar endurmats á aflareglu var uppsetningu stofnmats breytt“. Þá kom í ljós að viðmiðunarstofninn, sem talinn var í fyrra vera 1.208 þúsund tonn, hefði raunar verið 19% minni eða 982 þúsund tonn. Stofninn er nú talinn vera 941 þúsund tonn og samdráttur því 4,8% milli ára eða 22% miðað við stofnmatið fyrir leiðréttingu.

Spurður hvort skerðing í þorskkvótanum muni setja svip á greinina á Snæfellsnesi svarar Daði því játandi. „Það eiga allir bágt með að trúa þessari skerðingu því það virðist ekki vera minna af fiski en fyrir tveimur til þremur árum. Skerðingin er alveg heill mánuður í úthaldi fyrir þá sem eru bara að veiða þorsk, sem eru flestir hérna á svæðinu, hér er bara þorskveiði. Þetta er mikið högg. Það bjóst enginn við þessu. Margir voru farnir að reikna með tveggja til þriggja prósenta skerðingu en ekki svona miklu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 234,13 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Ufsi 958 kg
Þorskur 210 kg
Langa 113 kg
Samtals 1.281 kg
14.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 778 kg
Skrápflúra 685 kg
Sandkoli 379 kg
Þorskur 255 kg
Skarkoli 189 kg
Steinbítur 78 kg
Samtals 2.364 kg
14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Sandkoli 958 kg
Þorskur 213 kg
Skarkoli 134 kg
Ýsa 76 kg
Skrápflúra 52 kg
Samtals 1.433 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 234,13 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Ufsi 958 kg
Þorskur 210 kg
Langa 113 kg
Samtals 1.281 kg
14.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 778 kg
Skrápflúra 685 kg
Sandkoli 379 kg
Þorskur 255 kg
Skarkoli 189 kg
Steinbítur 78 kg
Samtals 2.364 kg
14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Sandkoli 958 kg
Þorskur 213 kg
Skarkoli 134 kg
Ýsa 76 kg
Skrápflúra 52 kg
Samtals 1.433 kg

Skoða allar landanir »