„Maður vill auðvitað alltaf gera betur“

Kappar frá Kapp framkvæmdu endurbætur á kælikerfi Tjalds. Breytingin hefur …
Kappar frá Kapp framkvæmdu endurbætur á kælikerfi Tjalds. Breytingin hefur skilað mun öruggara kerfi. Ljósmynd/Aðsend

Kapp ehf. hef­ur að und­an­förnu unnið að end­ur­bót­um á kæli­kerfi Tjalds SH-270 og hef­ur magn freons um borð minnkað um 98,5%. Fram­kvæmda­stjóri út­gerðar­inn­ar seg­ir um að ræða mikið fram­fara­skref í ör­ygg­is- og meng­un­ar­vörn­um.

„Ég átti erfitt með að trúa því hversu mik­il meng­un er af þess­um gös­um,“ seg­ir Daði Hjálm­ars­son, fram­kvæmda­stjóri KG fisk­verk­un­ar á Rifi á Snæ­fellsnesi, um breyt­ing­ar á kæli­kerf­inu í skipi fyr­ir­tæk­is­ins Tjaldi SH-270. Áður voru um borð tvö tonn af freoni en nú aðeins 30 kíló.

Í sum­ar lögðu starfs­menn Kapps ehf. loka­hönd á breyt­ing­arn­ar í skip­inu og seg­ir Daði um­bæt­urn­ar hafa verið gerðar í tveim­ur skref­um. Þá hafi kerf­inu verið breytt þannig að freon sé aðeins í lokuðu kerfi sem ann­ast kæl­ingu en síðan sé stuðst við glý­kol í dreifi­kerf­inu sem kæl­ir lest­ina og kom­ast efn­in aldrei í snert­ingu hvort við annað.

„Við erum með spírala í lest­inni og svo hef­ur verið keyrður kælimiðill í gegn­um alla spíral­ana og núna keyr­um við bara frost­lög sem er kæld­ur uppi með varma­skipt­um og þá ertu bara með pínu­litla pressu sem er með ein­hverju freontengdu efni. Það er mjög lítið af gasi,“ út­skýr­ir Daði.

Tjaldur SH-270 hefur verið farsælt línuskip allt frá því það …
Tjald­ur SH-270 hef­ur verið far­sælt línu­skip allt frá því það var smíðað fyr­ir KG fisk­verk­un árið 1992. Ljós­mynd/​Gret­ar Þór Sæþórs­son

Tölu­verð end­ur­nýj­un

Ákveðið var að nýta tæki­færið og yf­ir­fara kerfið í heild og var meðal ann­ars eldri kop­ar­lögn­um flutn­ings­kerf­is­ins skipt út og komið fyr­ir nýrri og ör­ugg­ari lögn­um auk þess sem kælipressa fyr­ir kæli­kerfið var end­ur­nýjuð.

Þá sé það mik­il fram­för í ör­ygg­is­mál­um að losna við að dæla freongasi í leiðslum um allt skip þar sem mun minni hætta er á leka þegar 30 kíló­in eru geymd á af­mörkuðu svæði, að sögn Daða. „Öll þessi gös eru á leiðinni út og gíf­ur­leg meng­un af þessu ef þetta slepp­ur út og því stærra kerfi sem þú ert með, því meiri hætta á að eitt­hvað sleppi út.“

Daði Hjálmarsson
Daði Hjálm­ars­son Ljós­mynd/​Aðsend

Glý­kolið reyn­ist vel

Voru það bara ör­ygg­is­sjón­ar­mið sem réðu för við ákvörðun­ina um að skipta út freon­inu?

„Maður á auðvitað alltaf að reyna að gera bet­ur í meng­un­ar­mál­um og svo er það kostnaður­inn á þess­um efn­um, maður veit ekk­ert um fram­haldið en þetta er alltaf að verða dýr­ara. Ég hugsa að þótt maður sjái ekki sparnaðinn eins og er þá sé mik­ill sparnaður að þessu,“ seg­ir Daði.

Freonið sem skipt er út er hægt að geyma og nýta í litla kæli­kerf­inu á kom­andi árum og mun því ekki þurfa að fjár­festa í nýju gasi.

Daði seg­ir það hafa komið sér veru­lega á óvart hversu hátt CO2-gildi freons hafi verið (jafn­gildi gróður­húsa­áhrifa af kolt­ví­sýr­ingi). „Bara eitt kíló af svona gasi – ég er rúm fimm ár að brenna olíu í vél­un­um í bátn­um til að ná sama gildi. Það er bara eitt kíló og þau voru 2.000 um borð. Maður vissi að það væri meiri meng­un en af bens­íni eða dísi­lol­íu en ekki svona miklu meira. Ef maður hefði vitað hversu mik­il meng­un þetta er hefði maður kannski gert þetta fyrr.“

Glý­kol hef­ur verið notað í frost­lög fyr­ir bíla og við af­ís­un flug­véla. Spurður hvort glý­kol reyn­ist vel sem kælimiðill seg­ir Daði svo vera.

Öllum gömlu koparlögnunum var skipt út.
Öllum gömlu kop­ar­lögn­un­um var skipt út. Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend

Kom í stað tré­báta

Tjald­ur hef­ur reynst út­gerðinni vel en skipið var smíðað árið 1992 hjá skipa­smíðastöð Solstrand Slip & Båt­byg­geri A/​S í Tom­refjord í Nor­egi en skrokk­ur­inn er frá Salt­hammer Båt­byg­geri A/​S í Vest­nes. Var skipið af­hent 22. ág­úst en kom fyrst til heima­hafn­ar á Rifi 1. sept­em­ber.

Skipið er tveggja þilfara sér­hæft línu­veiðiskip með línu­véla­sam­stæðu og búnað til heilfryst­ing­ar og salt­fisk­verk­un­ar. Um er að ræða fyrsta sér­hæfða tveggja þilfara línu­veiðiskipið sem smíðað er fyr­ir Íslend­inga og kom Tjald­ur í stað tré­bát­anna Valesku EA 417 og Brynj­ólfs SH 370 auk eins minni tré­báts.

Skerðing­in heill mánuður í út­haldi

Haf­rann­sókna­stofn­un kynnti ráðgjöf sína fyr­ir fisk­veiðiárið 2021/​2022 í júní og kom fram að stærð þorsk­stofns­ins hef­ur verið of­met­in og veiðihlut­fall því van­metið á und­an­förn­um árum auk þess sem nýliðun hef­ur verið of­met­in á síðustu árum. Lagði Haf­rann­sókna­stofn­un því til að ekki yrði veitt meira en 222.373 tonn af þorski á nýju fisk­veiðiári sem hefst 1. sept­em­ber. Það er 13% minnk­un frá ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar í fyrra fyr­ir yf­ir­stand­andi fisk­veiðiár, en þá nam hún 256.593 tonn­um.

Útskýrði stofn­un­in að „eft­ir end­ur­skoðun á stofn­mati í kjöl­far end­ur­mats á afla­reglu var upp­setn­ingu stofn­mats breytt“. Þá kom í ljós að viðmiðun­ar­stofn­inn, sem tal­inn var í fyrra vera 1.208 þúsund tonn, hefði raun­ar verið 19% minni eða 982 þúsund tonn. Stofn­inn er nú tal­inn vera 941 þúsund tonn og sam­drátt­ur því 4,8% milli ára eða 22% miðað við stofn­matið fyr­ir leiðrétt­ingu.

Spurður hvort skerðing í þorskkvót­an­um muni setja svip á grein­ina á Snæ­fellsnesi svar­ar Daði því ját­andi. „Það eiga all­ir bágt með að trúa þess­ari skerðingu því það virðist ekki vera minna af fiski en fyr­ir tveim­ur til þrem­ur árum. Skerðing­in er al­veg heill mánuður í út­haldi fyr­ir þá sem eru bara að veiða þorsk, sem eru flest­ir hérna á svæðinu, hér er bara þorskveiði. Þetta er mikið högg. Það bjóst eng­inn við þessu. Marg­ir voru farn­ir að reikna með tveggja til þriggja pró­senta skerðingu en ekki svona miklu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Loka