Gríðarleg fjölgun námsmanna á Ísafirði

Metfjöldi háskólanema hafa innritast í nám hjá Háskólasetri Vestfjarða með …
Metfjöldi háskólanema hafa innritast í nám hjá Háskólasetri Vestfjarða með tilkomu Sjávarbyggðafræði. mbl.is

Aldrei hafa fleiri nemendur verið innritaðir í nám á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða. Alls hófu 43 nemendur nám í tveimur námsleiðum setursins í haust. Þá hefur fjöldi innritaðra nemenda tvöfaldast frá því að ný námsleið, Sjávarbyggðafræði, hóf göngu sína við setrið haustið 2019.

„Þessi fjölgun er í samræmi við þau markmið sem Háskólasetrið setti sér með nýju námsleiðinni en fyrir var námsleiðin Haf- og strandsvæðastjórnun sem hóf göngu sína haustið 2008. Báðar námsleiðirnar eru kenndar í samstarfi við Háskólann á Akureyri,“ segir í tilkynningu frá háskólasetrinu.

2,7% íbúa Ísafjarðar

Fram kemur að báðar námsleiðirnar eru staðnám og hefur því orðið tölvuverð fjölgun íbúa á Ísafirði. „Auk nemenda á fyrsta ári eru um tveir þriðju hluti annars árs nemenda einnig búsettir á Ísafirði í vetur eða u.þ.b. 20 manns. Þar að auki bætast við 10 nemendur í annarnámi frá samstarfsskólanum SIT í Vermont í Bandaríkjunum. Heildarfjöldi háskólanema með búsetu á Ísafirði er því kominn vel yfir 70 talsins,“ segir í tilkynningunni. Vakin er athygli á að í 2.700 manna byggð er um að ræða um 2,7% íbúa.

Bundnar eru miklar vonir við að þessi þróun verði til þess að fleiri kjósi fasta búsetu á Vestfjörðum og sýnir gögn að á tímabilinu 2008 til 2018 eru 12% útskrifaðra nemenda búsettir á Vestfjörðum tveimur árum eftir útskrift.

12% útskrifaðra nemenda eru með fasta búsetu á Vestfjörðum tvö …
12% útskrifaðra nemenda eru með fasta búsetu á Vestfjörðum tvö ár eftir útskrift. Ljósmynd/Háskólasetur Vestfjarða

Nýtir áður ófullnýtta heimavist

„Þessi auknu umsvif hafa víðtæk áhrif út í samfélagið og þýða að Háskólasetrið sækir í auknum mæli þjónustu til fyrirtækja og stofnana á Vestfjörðum. Til dæmis hefur fjölgunin það í för með sér að Háskólasetrið leigir sal undir kennslu í Edinborgarhúsinu nú á haustönn og nýtir áður ófullnýtta heimavist Menntaskólans fyrir nemendur í annarnámi frá SIT,“ segir í tilkynningu Háskólaseturs Vestfjarða.

„Háskólasetrið hefur náð góðri stærð og með tilkomu námsleiðarinnar í sjávarbyggðafræði er að teiknast upp framtíðarmynd,“ segir Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs. „Þannig verða á hverjum tíma innritaðir upp undir 100 nemendur á vegum Háskólasetur Vestfjarða í HA og þar af 70-75 búsettir á Ísafirði, auk starfsmanna, kennara og rannsóknarmanna. Þetta er góð stærð og hér hefur myndast „krítískur massi“ sem þarf að efla og vinna út frá á næstu árum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 234,13 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Ufsi 958 kg
Þorskur 210 kg
Langa 113 kg
Samtals 1.281 kg
14.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 778 kg
Skrápflúra 685 kg
Sandkoli 379 kg
Þorskur 255 kg
Skarkoli 189 kg
Steinbítur 78 kg
Samtals 2.364 kg
14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Sandkoli 958 kg
Þorskur 213 kg
Skarkoli 134 kg
Ýsa 76 kg
Skrápflúra 52 kg
Samtals 1.433 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.24 496,27 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.24 460,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.24 435,93 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.24 270,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.24 234,13 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.24 336,71 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.24 416,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.11.24 Friðrik Sigurðsson ÁR 17 Þorskfisknet
Ufsi 958 kg
Þorskur 210 kg
Langa 113 kg
Samtals 1.281 kg
14.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót
Ýsa 778 kg
Skrápflúra 685 kg
Sandkoli 379 kg
Þorskur 255 kg
Skarkoli 189 kg
Steinbítur 78 kg
Samtals 2.364 kg
14.11.24 Tjálfi SU 63 Dragnót
Sandkoli 958 kg
Þorskur 213 kg
Skarkoli 134 kg
Ýsa 76 kg
Skrápflúra 52 kg
Samtals 1.433 kg

Skoða allar landanir »