Fjárfestingar leiddu til minni losunar

Vilhelm Þorsteinsson EA er eitt þeirra nýju skipa sem er …
Vilhelm Þorsteinsson EA er eitt þeirra nýju skipa sem er mun hagkvæmari í rekstri og losar því minna. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Fjár­fest­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafa á und­an­förn­um árum leitt til þess að los­un grein­ar­inn­ar hef­ur dreg­ist sam­an svo um mun­ar. Fjár­fest­ing­arn­ar hafa verið í nýj­um spar­neytn­ari skip­um og vinnsl­um sem eru bún­ar há­tækni­vél­um.

„Þess­ar fjár­fest­ing­ar eru nauðsyn­leg­ar og hafa verið ráðandi þátt­ur í að tryggja sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar í alþjóðlegri sam­keppni, stuðlað að auk­inni verðmæta­sköp­un og treyst áfram­hald­andi at­vinnu hér á landi. Árang­ur fyr­ir­tækj­anna við að minnka kol­efn­is­sporið er þó einn veiga­mesti ábat­inn sem feng­ist hef­ur með auk­inni fjár­fest­ingu,“ seg­ir í grein­ingu sem birt hef­ur verið á Radarn­um.

Mynd/​Radar­inn

Heilt yfir hef­ur orðið sam­drátt­ur­inn í los­un vegna mat­væla­fram­leiðslu en lang­mesta sam­drátt­inn má rekja til minni ol­íu­notk­un­ar í sjáv­ar­út­vegi.

„Í raun hef­ur sjáv­ar­út­vegi tek­ist að draga all­veru­lega úr ol­íu­notk­un án þess að það komi niður á fram­leiðslu og gott bet­ur. Það er afar ákjós­an­leg þróun og sjald­séð því vana­lega eykst ol­íu­notk­un og kol­efn­is­sporið stækk­ar þegar um­svif ein­staka at­vinnu­greina aukast. Þetta má rekja til fjár­fest­inga í nýj­um skip­um, sem eru búin nýrri tækni og eru spar­neytn­ari en þau sem eldri eru. Eins hafa fram­far­ir í veiðum, betra skipu­lag á veiðum og fækk­un skipa dregið úr ol­íu­notk­un,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Full­yrt er að ár­ang­ur­inn megi rekja til fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins sem skap­ar hagræna hvata og stuðlar að lang­tíma­hugs­un.

Er kerfið sagt auðvelda fyr­ir­tækj­um að „ráðast í lang­tíma­fjár­fest­ing­ar og að skipu­leggja starf­sem­ina með lang­tíma hags­muni að leiðarljósi. Það er nefni­lega svo að óvissa er meiri í sjáv­ar­út­vegi en geng­ur og ger­ist í mörg­um öðrum geir­um at­vinnu­lífs­ins. Sveifl­ur í stærð fiski­stofna eru einn stærsti óvissuþátt­ur­inn sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki þurfa að glíma við um­fram aðrar at­vinnu­grein­ar. Nær­tæk­ast er þar að nefna loðnu­brest tvö ár í röð, 2019 og 2020.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.3.25 575,09 kr/kg
Þorskur, slægður 25.3.25 690,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.3.25 321,65 kr/kg
Ýsa, slægð 25.3.25 225,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.3.25 210,93 kr/kg
Ufsi, slægður 25.3.25 245,78 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 25.3.25 287,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.393 kg
Ýsa 43 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.475 kg
25.3.25 Geir ÞH 150 Dragnót
Skarkoli 5.092 kg
Steinbítur 2.182 kg
Þorskur 449 kg
Ýsa 364 kg
Sandkoli 83 kg
Samtals 8.170 kg
25.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 1.062 kg
Steinbítur 564 kg
Langa 218 kg
Þorskur 17 kg
Ufsi 17 kg
Keila 16 kg
Samtals 1.894 kg

Skoða allar landanir »