Segja umbætur ekki fást með „kollsteypu kerfisins“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Ólafur Helgi Marteinsson.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Ólafur Helgi Marteinsson. Ljósmynd/Samsett

Af umræðum í aðdraganda kosninga gætu ókunnugir fengið það á tilfinninguna að svo mikið sé að í íslenskum sjávarútvegi að það verði að ráðast í róttækar breytingar,“ skrifa þau Ólafur Helgi Marteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Sjávarútvegurinn var, er og mun verða ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Hann mun raunar verða enn sterkari ef honum er leyft að þróast á eðlilegum forsendum,“ segir í greininni.

Viðurkenna þau að sjávarútvegurinn megi gera betur en segja það ekki gerast með því að „kollsteypa“ sjávarútvegskerfinu heldur að umbætur verði að byggja á framþróun innan greinarinnar.

„Fólk getur haft hvert sína skoðun á sjávarútvegi, en fæstir leggja sig þó eftir því að horfa á heildarmyndina. Sé það gert kemur í ljós að sjávarútvegur á Íslandi er miklu meira en það að sækja sjóinn, flaka og frysta. Íslenskur sjávarútvegur er einn sá fremsti í heimi og fjöldamörg önnur íslensk fyrirtæki reiða sig á styrkleika hans. Til að svo megi áfram verða þurfa þau sem hyggjast umbylta íslenska kerfinu að svara þeirri spurningu; af hverju að fórna þessari stöðu og fyrir hvað er verið að fórna henni? Það veltur mikið á íslenskum sjávarútvegi, oftast miklu meira en auganu mætir við fyrstu sýn,“ skrifa Ólafur HElgi og Heiðrún Lind.

Greinina má lesa í Morgunblaðinu eða hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.12.24 583,96 kr/kg
Þorskur, slægður 17.12.24 596,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.12.24 326,48 kr/kg
Ýsa, slægð 17.12.24 231,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.12.24 82,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.12.24 237,04 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.12.24 110,45 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.12.24 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.12.24 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Þorskur 676 kg
Samtals 676 kg
18.12.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Ýsa 2.672 kg
Þorskur 1.750 kg
Hlýri 46 kg
Langa 34 kg
Keila 12 kg
Karfi 5 kg
Samtals 4.519 kg
18.12.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 637 kg
Samtals 637 kg
18.12.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.452 kg
Þorskur 947 kg
Samtals 2.399 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.12.24 583,96 kr/kg
Þorskur, slægður 17.12.24 596,65 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.12.24 326,48 kr/kg
Ýsa, slægð 17.12.24 231,25 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.12.24 82,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.12.24 237,04 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 17.12.24 110,45 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.12.24 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.12.24 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Þorskur 676 kg
Samtals 676 kg
18.12.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Ýsa 2.672 kg
Þorskur 1.750 kg
Hlýri 46 kg
Langa 34 kg
Keila 12 kg
Karfi 5 kg
Samtals 4.519 kg
18.12.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 637 kg
Samtals 637 kg
18.12.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.452 kg
Þorskur 947 kg
Samtals 2.399 kg

Skoða allar landanir »