Tækifæri í fiskeldi háð lokuðum kvíum og landeldi

Árni M. Mathiesen, einn höfunda skýrslu um framtíð fiskeldis, og …
Árni M. Mathiesen, einn höfunda skýrslu um framtíð fiskeldis, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Kristinn Magnússon

Mikil tækifæri eru í fiskeldi á Íslandi en grundvöllur þess eru tækninýjungar sem tryggja að hægt verði að auka framleiðslu án þess að fara með opið sjókvíaeldi inn á þau svæði sem eru utan nýtingarsvæða í gildandi burðarþolsmati. Þetta segir Árni M. Mathiesen, einn höfunda skýrslu um framtíð fiskeldis á Íslandi.

„Áhersla er lögð á að við eigum mikla möguleika, en til þess að nýta þá möguleika svo vel sé verður að gera það rétt,“ segir Árni og bætir við að útflutningstekjur af fiskeldi kunni að vera komnar í um 200 milljarða króna á ári á næsta áratug. Forsendur vaxtarins eru meðal annars sagðar vera að stjórnvöld stuðli að því að rekstrarumhverfi fiskeldisfyrirtækja með tilliti til leyfisveitingar, skattlagningar og gjalda á greinina sé sambærilegt og í samkeppnislöndunum. Auk þess þarf umhverfisþátturinn að vera í lagi þannig að hægt sé að tryggja hæsta verð fyrir afurðirnar.

Unnið á kvíum.
Unnið á kvíum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Skýrslan var unnin af Sjávarklasa Íslands fyrir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og var birt í gærkvöldi. „Það er fyllilega tímabært að menn fari að takast á við það að reyna að spá aðeins í það hvernig þessari atvinnugrein muni reiða af og hvernig við getum styrkt undirstöður undir það að stunda þetta á sem ábyrgastan hátt,“ segir hann.

Kynntar eru þrjár ólíkar sviðsmyndir í skýrslunni fyrir framtíðarþróun fiskeldis hér á landi til ársins 2030 og eru forsendur hraðvaxtarskeiðs fiskeldisins taldar vera ný tækni með lokaðar sjókvíar og/eða ófrjóan fisk og að fyrirtæki hafi náð tökum á úthafseldi. Er talið að lokaðar kvíar opni á ný nýtingarsvæði við Norður- og Vesturland en úthafseldi á Suðurlandi. Ekki er gert ráð fyrir að opnað verði fyrir sjókvíaeldi á þeim svæðum sem eru utan gildandi burðarþolsmats, útskýrir Árni.

„Við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin,“ segir hann. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um að ógnanir við ræktun á ófrjóum fiski í opnum kvíum felist í hættunni á lús og öðrum sjúkdómum sem gætu borist í villta stofna. Þá er helsta ógnun við vöxt í lokuðu sjókvía- eða úthafseldi íslensk veðrátta.

Verði ekki tækniframfarir í fiskeldinu er líklegt að staða fiskeldis verði að miklu leyti óbreytt en vöxtur greinarinnar verður stöðugur og hægfara að mati höfunda. Heildarframleiðsla kann að vera komin yfir 100 þúsund tonn árið 2030 en óvíst er með frekari vöxt.

Hratt af stað

Þriðja sviðsmyndin horfir fram á að samdráttur verði í greininni en það er byggt á þeim forsendum að fiskeldið kunni að lenda í ógöngum svo sem vegna vetrarhörku og annarra áfalla. Í þessu samhengi er helsta ógnin fyrir greinina talin vera „há opinber gjöld og annar kostnaður í greininni [sem myndi] gera eldisfyrirtækin vanbúin að takast á við erfiðleika“. Auk þess hafi ekki tekist að þróa tækni sem dregur úr framleiðslukostnaði landeldis og hægir því á þeim vexti.

„Við höfum nýverið fengið skýrslu um framtíðarmöguleika sjávarútvegsins í heild þar sem – að gefnum ákveðnum forsendum – framleiðsluverðmæti í sjávarútvegi geti vaxið úr 300 milljörðum í 600 milljarða á tíu árum og þar af á stór hluti að koma úr fiskeldi,“ segir Kristján Þór.

„Eins og drepið er á í þessari skýrslu eru margir þættir sem við þurfum að vanda okkur við. Við verðum að viðurkenna að þetta hefur byggst dálítið hratt upp, farið hratt af stað, og við erum að rekast á ýmislegt sem örugglega má gera betur en við höfum verið að gera. Við verðum að draga lærdóm af því. Við höfum sett upp ákveðin tæki eins og burðarþolsmatið og áhættumat erfðablöndunar og svo framvegis til þess að reisa skorður við því að við göngum nærri villtum laxastofnum.“

Sjókví fiskeldisfyrirtækisins ÍS 47 á Flateyri.
Sjókví fiskeldisfyrirtækisins ÍS 47 á Flateyri.

Megi ekki slaka á í rannsóknum á umhverfisáhrifum

„Til að fiskeldi geti vaxið hérlendis þarf að fyrirbyggja sem mest þann umhverfisskaða sem eldi getur valdið. Með eflingu rannsókna á umhverfisþáttum í tengslum við sjó- og landeldi má betur kortleggja þau tækifæri sem felast í sjálfbæru eldi,“ segir í samantekt skýrslunnar um framtíð fiskeldis á Íslandi.

Sá áframhaldandi vöxtur sem orðið getur í fiskeldi hérlendis má ekki verða á kostnað umhverfisins. Umhverfið sjálft er helsta markaðstækifærið. Tryggja þarf sem best að allar helstu upplýsingar um umhverfisþætti í tengslum við fiskeldi liggi ávallt fyrir og séu aðgengilegar, hvort sem um er að ræða land- eða sjóeldi.“

Árni og Kristján rýna í málin.
Árni og Kristján rýna í málin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þá segja skýrsluhöfundar að villti laxstofninn í Noregi hafi hlotið skaða af mikilli nálægð sjókvíaeldis og laxveiðiáa. „Mikið lán var hversu fljótt var gripið til umtalsverðra lokana svæða til fiskeldis hérlendis, sem voru í nágrenni laxveiðisvæða, og er ljóst að með áframhaldandi festu í þessum efnum getur villti laxastofninn og sjókvíaeldi á afmörkuðum stöðum á landinu vel farið saman. Hér má þó ekki slaka á í áframhaldandi rannsóknum á lífríki og eftirliti um leið og fylgjast þarf vel með þeim rannsóknum sem fram fara annars staðar.“

Dreifðara eignarhald

Í skýrslunni er vakin athygli á því að fram hafi farið umræða í nágrannalöndum um það hvort þurfi að tryggja dreifðara eignarhald á eldisfyrirtækjum sem nýta sameiginlega auðlind. Hins vegar sé það svo að hinn mikli vöxtur í greininni kom til vegna þátttöku erlendra fyrirtækja, enda hefur áhugi innlendra aðila verið takmarkaður.

Telja höfundar eðlilegt að meta hvort ástæða sé til þess að dreifa eignarhaldi en þeir telja að skráning eldisfyrirtækjanna á hlutabréfamarkað „geti best stuðlað að heilbrigðri dreifingu eignarhalds og gegnsæi“.

Gert er ráð fyrir að landeldi fari vaxandi en í því samhengi er talið kunna vera „skynsamlegt að markaðssetja fisk úr landeldi með sérstökum hætti með það að markmiði að móta markaðssyllu þar sem fæst hærra verð. Markaðir hafa verið reiðubúnir að greiða yfirverð fyrir vottaðan eldisfisk úr landeldi en áhöld eru um hvort það nái að vega upp muninn á framleiðslukostnaði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,33 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »