Ráðgjöf um loðnuveiðar í næstu viku

Árni Friðriksson, sem kannaði norðursvæðið, kom til Hafnarfjarðar í gær.
Árni Friðriksson, sem kannaði norðursvæðið, kom til Hafnarfjarðar í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Þriggja vikna loðnuleiðangri skipa Hafrannsóknastofnunar lauk í gær. Loðnu varð vart víða á svæðinu við Austur-Grænland, mesti þéttleikinn var um miðbik svæðisins, en minnst fannst á svæðinu norðanverðu, samkvæmt upplýsingum Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs. Á næstu dögum verður unnið úr gögnum og ráðgjöf um veiðar eftir áramót gæti legið fyrir seinni hluta næstu viku.

Mælingar á loðnustofninum voru unnar í samvinnu Íslendinga og Grænlendinga, sem leigðu Árna Friðriksson til þátttöku í verkefninu. Árni Friðriksson, sem kannaði norðursvæðið, kom til Hafnarfjarðar í gær, en Bjarni Sæmundsson á miðvikudag. Að sögn Guðmundar gekk leiðangurinn í heildina vel, en nokkrar tafir urðu vegna veðurs á suðursvæðinu. Alls sigldu rannsóknaskipin um sjö þúsund sjómílur í leiðangrinum.

Meginmarkmiðið var mæling á stærð veiðistofns loðnu sem ætla má að komi til hrygningar í vetur og mæling á magni ungloðnu, sem verður uppistaðan í veiðistofni 2023. Mælingar á ungloðnu haustið 2020 leiddu til þess að gefinn var út upphafskvóti fyrir vertíðina 2022 upp á 400 þúsund tonn.

Vísitala ungloðnu í leiðangrinum fyrir ári var sú næsthæsta frá upphafi slíkra mælinga. Ef ekki væri varúðarnálgun í aflareglu upp á fyrrnefnd 400 þúsund tonn hefði upphafskvótinn verið mun hærri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.25 585,21 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.25 676,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.25 404,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.25 347,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.25 205,25 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.25 280,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.25 222,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.151 kg
Ýsa 3.831 kg
Steinbítur 313 kg
Langa 234 kg
Keila 78 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 8 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.631 kg
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.25 585,21 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.25 676,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.25 404,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.25 347,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.25 205,25 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.25 280,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.25 222,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.151 kg
Ýsa 3.831 kg
Steinbítur 313 kg
Langa 234 kg
Keila 78 kg
Karfi 12 kg
Hlýri 8 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.631 kg
25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg

Skoða allar landanir »