Ánægjulegt að spáin hafi gengið eftir

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við gerum okkur grein fyrir hversu mikilvægt þetta er, bæði fyrir þjóðina alla og þau þorp og bæi sem eru að vinna loðnu. Það er mikil lyftistöng,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar en nýleg ráðgjöf Hafró leggur til með að veiða megi allt að 904.200 tonn af loðnu fiskveiðiárið 2021/22.

Vænta má að þessi ráðgjöf muni hafa verulega jákvæð áhrif á þjóðarbúið og sjávarútveginn en talið er að loðnuveiðarnar síðasta vetur hafi skilað rúmlega 20 milljörðum í útflutningsverðmæti, þrátt fyrir slappa vertíð. Kvótinn endaði þá í 127.300 tonnum, en nú er gert ráð fyrir sjöfalt meiri kvóta en þá. Fáist sama verð í vetur gæti það þýtt tekjur upp á 140 milljarða.

Upphafsráðgjöf sem veitt var í desember 2020 kvað á um veiðar á allt að 400 þúsund tonnum. Sú ráðgjöf byggði á mælingum á ókynþroska ungloðnu í september 2020. Að sögn Þorsteins er sú spá ávallt mjög varfærin og fer aldrei yfir 400 þúsund tonn í upphafsaflamark. Hafi þá ungloðnuvísitalan þá bent til þess að stofninn myndi ráða við mun meira. Sé nú ánægjulegt að sú spá sé að ganga eftir, og í raun gott betur.

„Þetta kemur okkur ekki á óvart en við erum glöð að sjá þetta samhengi því það styrkir okkur í að treysta á ársgamlar mælingar til að gefa fyrirheit um hvað koma skal. Að sama skapi mjög skemmtilegt að sjá að ungloðnu mælingin úr leiðangrinum núna er sú þriðja hæsta sem við höfum. Sem að fyrirfram er ávísun á að verði góð vertíð,“ segir Þorsteinn.

Breytingar á stofninum mögulega tilviljun

Undanfarin tvö ár hefur loðnuvertíðin verið afar slöpp en síðasta vetur endaði kvótinn í 127.300 tonnum, var þá upphaflega reiknað með 170 þúsund tonnum. Spurður hvort Hafrannsóknastofnun hafi einhver svör við því hvaða breytingar leiddu til þess að stofninn hafi tekið við sér, kveðst Þorsteinn ekki geta fullyrt neitt og segir hann mögulega að um tilviljun sé að ræða.

„Þetta er milljón dala spurningin – hvað er það sem veldur því að hún kemur upp núna. Alla þessa öld frá því að það byrjaði að hlýna við landið hefur loðnan átt erfitt uppdráttar. Hún er kaldsjávartegund, hún vill vera í mjög köldum sjó og þegar sá sjór var ekki til staðar hér fyrir norðan lands þá færði hún sig yfir til Grænlands til að fylgja þessum kalda. Núna er enn þá tiltölulega hlýtt en hefur aðeins kólnað. Kannski er þetta það sem þurfti til að koma með góða árganga.

Við getum líka tekið þá nálgun að þetta sé bara tilviljun, hvenær hrygning er og hvenær hittir á að lirfurnar á fyrstu stigum eru farnar að borða. Þetta eru skýribreytur sem við getum ekki svarað en eru alveg hugsanlegar skýringar líka. Við vitum helling en við vitum allt of lítið á sama tíma.“

Segja hlutina eins og þeir eru

Aðspurður kveðst Þorsteinn stofnunina alls ekki ganga of nærri stofninum með þessari ráðgjöf.

„Það sem við erum að gera núna með þessari ráðgjöf upp á 904 þúsund tonn er að fylgja aflareglu sem íslensk, norsk og grænlensk stjórnvöld hafa komið sér saman um. Sú regla hefur farið í gegnum rýni hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu þannig þetta er engin geðþóttaákvörðun að gera þetta svona heldur er þetta gert eftir fyrir fram ákveðnu kerfi sem að byggir á áhættumati, bæði okkar og alþjóðahafrannsóknaráðsins sem hefur farið yfir það. Þetta er regla sem við erum í raun að fylgja. Við erum ekki að ganga of langt, við erum að segja hlutina eins og þeir eru og veiðistofninn er yfir 1,8 milljón tonna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 606,34 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 460,29 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 247,20 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 380,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »