Ráðleggja veiðar á allt að 904.200 tonnum

Loðnunótin tekin um borð í Víking.
Loðnunótin tekin um borð í Víking. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafrannsóknastofnun ráðleggur veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Undanfarin ár hafa verið frekar rýr og því um töluverða aukningu að ræða frá síðasta vetri en þá var kvótinn 127.300 tonn.

Þetta kom fram á fundi Hafrannsóknastofnunar í dag.

Mun þetta vera stærsta ráðstöfun í ein 20 ár en samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvegaráðuneytinu er fyrirhugað að staðfesta ráðgjöf stofnunarinnar fljótlega eftir helgi.

Í upphafsráðgjöf sem veitt var í desember á síðasta ári, sem byggði á mælingum á ókynþroska ungloðnu í september 2020, var talað um veiðar á allt að 400 þúsund tonnum fyrir komandi vertíð. Þeirri ráðgjöf var þó tekið með miklum fyrirvara í ljósi þeirra óvissu tengsla sem ríkja milli ungloðnu og veiðistofns ári síðar.

Frumniðurstöður úr loðnuleiðangri hafrannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar fyrr í mánuðinum virtust síðan staðfesta þær væntingar sem hafa verið upp á teningnum varðandi komandi vertíð.

Miklar breytingar síðustu ár

Loðnuvertíðin hefur verið mjög sveiflukennd undanfarin ár. Veturinn 2014/2015 voru veidd 517 þúsund tonn, ári seinna var heildaraflinn 174 þúsund tonn, og árin 2017 og 2018 var hann í kringum 300 þúsund tonn.

Árin 2019 og 2020 voru loðnuveiðar síðan ekki leyfðar við landið en kvótinn endaði þó í 127.300 tonnum síðasta vetur eftir mikla loðnuleit og sviptingar í ráðgjöf.

Af útgefnum heildarkvóta loðnuveiða við Ísland mun 80% falla í hlut Íslendinga, 15% til Grænlendinga og 5% til Norðmanna. Ríkir einnig samningur milli Íslendinga og Færeyinga um að þeir fái 5% af heildarkvóta, að hámarki 25.000 tonn, sem tekið er af hluta Íslands.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »