Þyrla sótti skipverja eftir að skúta strandaði

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Fjórir skipverjar á skútu sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi voru hífðir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar um klukkan tvö í nótt.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um strandið laust eftir miðnætti. Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út sem og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum, að því er segir í tilkynningu.

Stjórnstöð Gæslunnar óskaði sömuleiðis eftir því að áhöfn rannsóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar héldi á svæðið en það var statt í Ísafjarðardjúpi.

Enginn leki kom að skútunni við strandið, veðrið var ekki gott en þó fór ágætlega um skipverjana fjóra á meðan beðið var eftir aðstoð.

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson og björgunarskipið Kobbi Láka voru fyrst á vettvang og laust fyrir klukkan tvö kom TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, á svæðið. Áhöfn hennar hófst þegar handa við að hífa mennina fjóra frá borði. Hífingarnar gengu vel en voru krefjandi vegna masturs skútunnar.

Klukkan 2:15 voru allir skipverjarnir, þrír Englendingar og einn Íslendingur, komnir um borð í TF-GRO. Flogið var með þá til Ísafjarðar til aðhlynningar. Aðstæður á vettvangi verða kannaðar við birtingu og flóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.24 493,17 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.24 570,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.24 260,59 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.24 222,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.24 230,23 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.24 232,43 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 18.10.24 160,20 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.10.24 127,54 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Ýsa 788 kg
Þorskur 570 kg
Ufsi 462 kg
Karfi 25 kg
Samtals 1.845 kg
18.10.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 10.585 kg
Skarkoli 757 kg
Þorskur 706 kg
Ufsi 210 kg
Langlúra 30 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 12.292 kg
18.10.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 916 kg
Ýsa 823 kg
Ufsi 262 kg
Skarkoli 22 kg
Karfi 3 kg
Samtals 2.026 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.24 493,17 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.24 570,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.24 260,59 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.24 222,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.24 230,23 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.24 232,43 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 18.10.24 160,20 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.10.24 127,54 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.24 Særún EA 251 Þorskfisknet
Ýsa 788 kg
Þorskur 570 kg
Ufsi 462 kg
Karfi 25 kg
Samtals 1.845 kg
18.10.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 10.585 kg
Skarkoli 757 kg
Þorskur 706 kg
Ufsi 210 kg
Langlúra 30 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 12.292 kg
18.10.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 916 kg
Ýsa 823 kg
Ufsi 262 kg
Skarkoli 22 kg
Karfi 3 kg
Samtals 2.026 kg

Skoða allar landanir »