Vilja banna íslenskan lax í Hollandi

Carola Schouten, sjávarútvegsráðherra Hollands, vill leita til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í …
Carola Schouten, sjávarútvegsráðherra Hollands, vill leita til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í þeim tilgangi að kortleggja leiðir til að beita Íslendinga viðskiptaþvínganir vegna makrílveiða. Ljósmynd/Rijksoverheid

Ráðherrar og þingmenn Þjóðarflokks fyrir frelsi og lýðræði (VVD) og samstarfsaðila þeirra, Kristilega lýðræðishreyfingin (CDA), í Hollandi hafa sagst vilja skoða möguleikan á að beita Íslendinga, Norðmenn og Færeyinga viðskiptaþvinganir vegna útgáfu veiðiheimilda í makríl.

Fram kemur í umfjöllun blaðsins De Telegraaf að til skoðunar er að banna innflutning á eldislaxi frá ríkjunum þremur í þeim tilgangi að refsa þeim fyrir að gefa út einhliða og „kerfisbundið“ kvóta í makríl sem er umfram ráðgjöf vísindamanna. Enginn samningur er milli þeirra aðila sem veiða makríl og eru Hollendingar bundnir af því magni sem framkvæmdastjórn Evrópusambandisns ákveður að útgerðir aðildarríkjanna fá að veiða.

Carola Schouten, sjávarútvegsráðherra Hollands, kveðst ætla að krefjast þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skoði leiðir til að útfæra refsiaðgerðir gegn ríkjunum þremur. Þá vill hún einnig að kortlagt verði hvaða afleiðingar þvingunaraðgerðir kunna að hafa fyrir fiskvinnslur í Hollandi, en þar er unnið töluvert af laxi og öðru innfluttu sjávarfangi.

Fiskiskip í höfninni í IJmuiden í Hollandi. Hollenskir sjómenn og …
Fiskiskip í höfninni í IJmuiden í Hollandi. Hollenskir sjómenn og útgerðarmenn telja Íslendinga ásamt Norðmönnum og Færeyingum ganga á sinn hlut í makrílnum. AFP

Íslendingar ekki aukið heimildir

Ólíkt Norðmönnum og Færeyingum sem hækkuðu útgefin kvóta í makríl um 55% ákváðu íslensk stjórnvöld að hlutdeild íslenskra skipa yrði óbreytt. Alls hafa þau ríki er stunda makrílveiðar boðað að aflaheimildir verða gefna út sem eru 356 þúsund tonn umfram vísindalega ráðgjöf og hafa meðal annars franskar útgerðir og sjómenn krafist þess að bann verði sett við innflutning á þorski og makríl frá Noregi.

Ekki er ljóst með hvaða hætti stjórnmálamenn frjálslynda íhaldsflokksins VVD og hægriflokkisns CDA hyggjast framfylgja þessum orðum sínum enda í gildi samningar um viðskipti ríkjanna þriggja og Evrópusambandsins.

Ekki trúverðugt

Trond Davidsen, aðstoðarframkvæmdastjóri samtaka framleiðenda sjávarafurða í Noregi (Sjømat Norge), kveðst í samtali við iLaks ekki hafa miklar áhyggjur af málinu. „Ég held að laxframleiðendur í Noregi, Færeyjum eða Íslandi missi ekki svefn yfir þessu.“ Hann segir yfirlýsingarnar ótrúverðugar og efast um að þessi áform hafi lagastoð.

„Ég tek eftir því að ráðherrann (Schouten) telur vinnslurnar fyrir lax í Hollandi mikilvæga þátt,“ segir Davidsen og bætir við að sá þáttur hafi líklega mikil áhrif á framvindu málsins.

Trond Davidsen, aðstoðarframkvæmdastjóri samtaka framleiðenda sjávarafurða í Noregi (Sjømat Norge)
Trond Davidsen, aðstoðarframkvæmdastjóri samtaka framleiðenda sjávarafurða í Noregi (Sjømat Norge) Ljósmynd/Sjømat Norge
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 578,49 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 470,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,19 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 20.448 kg
Samtals 20.448 kg
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 578,49 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 470,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,19 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 20.448 kg
Samtals 20.448 kg
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg

Skoða allar landanir »