Á stjórnarfundi Faxaflóahafna í ágúst sl. var lagt fram erindi Árna Hjörleifssonar, oddvita Skorradalshrepps, um sölu hlutar hreppsins til annarra eigenda hafnanna. Bókað var að erindið yrði framsent til annarra eigenda. Eignarhlutur Borgarbyggðar er 0,22%. Íbúar í Skorradalshreppi eru skráðir 63.
Athygli vekur að Skorradalshreppur, sem er lengst inni í landi, eigi hlut í helstu höfnum við Faxaflóa. Ástæðan er sú að sveitarfélög í Borgarfirði áttu höfnina í Borgarnesi sameiginlega og þegar hún gekk inn í Faxaflóahafnir á sínum tíma eignuðust þau hlut þar í samræmi við eign sína.
„Þetta mál er búið að vera á borði okkar nokkuð lengi,“ segir Árni Hjörleifsson í samtali við Morgunblaðið. Borgarbyggð hefur farið með hlut Skorradalshrepps í stjórn Faxaflóahafna en samkomulag var um að Árni væri varamaður. „Við síðustu meirihlutamyndun í Borgarbyggð ákváðu þeir að taka til sín varamanninn líka. Þar með höfum við enga beina aðkomu að fyrirtækinu lengur og engin áhrif,“ segir Árni. Hreppurinn hafi fengið hvatningu víða að selja hlutinn.
Árni segir að bréfið sem hann sendi til Faxaflóahafna sé í hans nafni en ekki hreppsins, þetta sé eins konar könnunarbréf. Faxaflóahafnir séu mjög öflugt fyrirtæki með mikla framtíðarmöguleika. Því vilji hann kanna hvaða verðmæti séu fólgin í hlutnum. „Það er vilji til að selja en hreppurinn er ekki tilbúinn að selja fyrir hvaða upphæð sem er.“
Í svonefndum sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna frá september 2012 kemur fram að vilji eigandi selja sinn hlut eigi aðrir eigendur forkaupsrétt að fölum eignarhlutum í samræmi við sinn eignarhlut. Hlutir í félaginu fara því aldrei á almennan markað.
Eignaraðilar Faxaflóahafna sf. eru Reykjavík 75,55%, Akranes 10,78%, Hvalfjarðarsveit 9,31%, Borgarbyggð 4,14% og Skorradalshreppur sem fyrr segir 0,22%, eða nánar tiltekið 0,2216%.
Árni oddviti kveðst ekkert hafa heyrt frá öðrum eigendum Faxaflóahafna eftir að bréfið var kynnt í hafnarstjórn á dögunum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.11.24 | 496,27 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.11.24 | 460,44 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.11.24 | 435,93 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.11.24 | 270,10 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.11.24 | 234,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.11.24 | 336,71 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.11.24 | 416,00 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
15.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.287 kg |
Þorskur | 338 kg |
Keila | 49 kg |
Ufsi | 9 kg |
Steinbítur | 9 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 1.695 kg |
15.11.24 Núpur BA 69 Lína | |
---|---|
Langa | 1.092 kg |
Þorskur | 411 kg |
Keila | 270 kg |
Ufsi | 160 kg |
Karfi | 109 kg |
Ýsa | 64 kg |
Hlýri | 27 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Skarkoli | 4 kg |
Samtals | 2.159 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.11.24 | 496,27 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.11.24 | 460,44 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.11.24 | 435,93 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.11.24 | 270,10 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.11.24 | 234,13 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.11.24 | 336,71 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.11.24 | 416,00 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
15.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.287 kg |
Þorskur | 338 kg |
Keila | 49 kg |
Ufsi | 9 kg |
Steinbítur | 9 kg |
Hlýri | 3 kg |
Samtals | 1.695 kg |
15.11.24 Núpur BA 69 Lína | |
---|---|
Langa | 1.092 kg |
Þorskur | 411 kg |
Keila | 270 kg |
Ufsi | 160 kg |
Karfi | 109 kg |
Ýsa | 64 kg |
Hlýri | 27 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Skarkoli | 4 kg |
Samtals | 2.159 kg |