Stórir kaupendur uppsjávarafurða hafa ákveðið að gefa strandríkjum í norðausturhluta Atlantshafs þrjú ár til að tryggja að veiðar á makríl, síld og kolmunna verði innan vísindalegrar ráðgjafar áður en fyrirtækin fari að leita annarra afurða.
Þetta er meðal þess sem kom fram á málfundi Marine Stewardship Council sem haldinn var á Arctic Circle í Hörpu í morgun.
Uppsjávarstofnarnir þrír eru allir ofveiddir þar sem strandríkin(Grænland, Ísland, Færeyjar, Noregur, Evrópusambandið, Bretland og Rússland) gefa öll út einhliða kvóta.
Tom Pickerell, verkefnastjóri North Atlantic Pelagic Advocacy Group (NAPA), sagði skilaboðin frá yfir 40 verslunarkeðjum og matvælaframleiðendum væru skýr: Þau vilja sjálfbærar afurðir í virðiskeðju sinni.
Fyrirtækin hafa skuldbundið sig til að grípa til aðgerða ef ekki verður orðið við kröfu þeirra. Vakti Pickerell athygli á því að aðgerðir fyrirtækja geta verið að mismunandi toga og kveðst til að mynda fiskeldisfyrirtækið Aquascot ætla að endurskoða kaup sín á fóðri, lýsis- og fiskimjölsframleiðandinn Tripple Nine kveðst ætla að borga minna fyrir ósjálfbærar afurðir og matvælaframleiðandinn Young‘s hyggst einfaldlega hætta að kaupa slíkar afurðir.
„Það er hægt að leysa þetta. Það þarf bara vilja,“ sagði Pickerell og bætti við að fyrirtækin gefa ríkjunum þrjú ár áður en gripið verður til fyrrnefndra aðgerða.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 468,39 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 280,78 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,20 kr/kg |
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.752 kg |
Ýsa | 840 kg |
Keila | 84 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Langa | 14 kg |
Samtals | 13.705 kg |
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.537 kg |
Ýsa | 3.288 kg |
Langa | 366 kg |
Steinbítur | 327 kg |
Keila | 113 kg |
Karfi | 26 kg |
Hlýri | 22 kg |
Samtals | 12.679 kg |
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.015 kg |
Þorskur | 729 kg |
Ýsa | 278 kg |
Steinbítur | 154 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.224 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 468,39 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 280,78 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,20 kr/kg |
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.752 kg |
Ýsa | 840 kg |
Keila | 84 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Langa | 14 kg |
Samtals | 13.705 kg |
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.537 kg |
Ýsa | 3.288 kg |
Langa | 366 kg |
Steinbítur | 327 kg |
Keila | 113 kg |
Karfi | 26 kg |
Hlýri | 22 kg |
Samtals | 12.679 kg |
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.015 kg |
Þorskur | 729 kg |
Ýsa | 278 kg |
Steinbítur | 154 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.224 kg |