Strandríkin ræða stjórnun makrílveiða

Makrílpokinn tæmdur niður í lest á Vigra RE 71.
Makrílpokinn tæmdur niður í lest á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

Árlegur haustfundur strandríkja um makríl, norsk-íslenska síld og kolmunna verður haldinn í London í þessari viku og þeirri næstu. Byrjað verður á að ræða makríl með umræðum um stjórnun, ráðgjöf, veiðitölur og einnig ramma fyrir vísindamenn sem munu taka saman yfirlit um líffræðilega dreifingu og veiði úr stofninum.

Sex manns frá sjávarútvegsráðuneyti, utanríkisráðuneyti, Hafrannsóknastofnun og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi taka þátt í fundunum og er Kristján Freyr Helgason formaður íslensku sendinefndarinnar. Auk Íslands taka fulltrúar Noregs, Evrópusambandsins, Bretlands, Færeyja, Grænlands og Rússlands þátt í fundunum.

Engir heildarsamningar

Engir heildarsamningar eru í gildi um þessa stofna, hver þjóð hefur sett sér aflamark og veiðar verið umfram ráðgjöf mörg síðustu ár. Fyrir næsta ár leggur Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) til að 7% minna verði veitt af makríl en ráðlagt var í ár, 9% minna af norsk-íslenskri síld og í kolmunna er ráðgjöfin upp á 19% samdrátt.

Í ár eru Bretar í fyrsta skipti sjálfstætt strandríki í makrílveiðum og settu sér kvóta upp á 222 þúsund tonn. Evrópusambandið tilkynnti um 200 þúsund tonna kvóta. Íslendingar settu sér kvóta upp á tæplega 141 þúsund tonn, sem er sama hlutfall og flest síðustu ár, en til viðbótar koma heimildir til flutnings milli ára.

Hoffell SU-80 að veiðum.
Hoffell SU-80 að veiðum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Norðmenn og Færeyingar tilkynntu í vor um 55% hækkun hlutdeildar í makríl miðað við það sem var meðan makrílsamningur Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja var í gildi, en hann rann út um síðustu áramót. Norðmenn miðuðu við um 300 þúsund tonna afla í ár eða 35% af ráðgjöf ICES, en í gamla samningnum var hlutdeild þeirra 22,5%.

Færeyingar ákváðu að makrílkvótinn yrði 167 þúsund tonn í ár, eða 19,6% af ráðgjöfinni, en ekki 12,6% eins og í þriggja strandríkja samningnum. Engir samningar eru um aðgengi í lögsögu annarra nema á milli Norðmanna og Færeyinga.

Norðmenn skora á strandríkin að semja

Í grein sem forystumenn norskra útgerðarmanna, Fiskebåt, hafa skrifað um makríldeiluna, og hefur m.a. birst í breskum blöðum, segir að tími sé kominn til að semja. Nú sé ekki rétti tíminn til að leggja áherslu á efnahagslegan ávinning til skamms tíma. Frekar eigi að sýna heiminum að þjóðir við Norður-Atlantshaf séu færar um að hafa samskipti og samvinnu og geti stjórnað fiskveiðum á sjáfbæran hátt. Samningar þriggja strandríkja 2014 hafi ekki verið mögulegir nema vegna þess að Norðmenn hafi gefið verulega eftir.

Nálgun talsmanna Fiskebåt er að líffræðileg dreifing sé eðlilegt viðmið þegar veiðiheimildum í fiskistofni sé skipt á milli strandríkja. Svæðatenging makríls við Noreg og Bretland sé mikil og stærstur hluti makríls veiðist í efnahagslögsögum þessara tveggja ríkja. Lítið sé um makríl í efnahagslögsögu Íslands og enginn makríll í lögsögu Grænlands og Rússlands. Það sé ástæðan fyrir því að þessar þjóðir veiði makríl á alþjóðlegum hafsvæðum og í mun meira magni en hægt sé að réttlæta með þeim makríl, sem finnst í efnahagslögsögum þeirra.

Strandríkin séu öll ábyrg fyrir makrílstofninum og nú þurfi að gera málamiðlanir til að ná samningum. Skorað er á strandríkin að ná samningum og er orðunum sérstaklega beint að Evrópusambandinu, Bretlandi og Noregi. Á þann hátt sé hægt að tryggja heilbrigðan makrílstofn til framtíðar.

Þrýstingur á stjórnvöld

Þrýstingur er á stjórnvöld strandríkjanna að gera samninga um veiðar úr deilistofnum, meðal annars vegna vottana. Stórir kaupendur uppsjávarafurða hafa ákveðið að gefa strandríkjum í norðausturhluta Atlantshafs þrjú ár til að tryggja að veiðar á makríl, síld og kolmunna verði innan vísindalegrar ráðgjafar áður en fyrirtækin fari að leita annarra afurða. Þetta kom meðal annars fram á málfundi Marine Stewardship Council (MSC) sem haldinn var á Arctic Circle í Hörpu í síðustu viku.

Árið 2019 voru MSC-vottanir á makrílveiðum í NA-Atlantshafi afturkallaðar. Í lok árs 2020 gerðist það sama með norsk-íslenska síld og kolmunna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 12.752 kg
Ýsa 840 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 15 kg
Langa 14 kg
Samtals 13.705 kg
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.537 kg
Ýsa 3.288 kg
Langa 366 kg
Steinbítur 327 kg
Keila 113 kg
Karfi 26 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 12.679 kg
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.015 kg
Þorskur 729 kg
Ýsa 278 kg
Steinbítur 154 kg
Sandkoli 44 kg
Þykkvalúra 4 kg
Samtals 2.224 kg

Skoða allar landanir »