Fjármálamarkaðir velji frekar sjálfbær verkefni

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brimi.
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brimi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Blá, græn og ókomnir flokkar sjálfbærra skuldabréfa eru mikilvægt skref í að fjármálamarkaðir velji frekar ný verkefni sem stuðla að sjálfbærni. Við þurfum alla litina svo við getum lokið verkefnunum fram undan og um leið stuðlað að blómlegri framtíð,“ skrifar Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brimi, í pistli í ViðskiptaMogganum í dag.

Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit.

Gréta María segir útgáfu sjálfbærra skuldabréfa mikilvæga leið til fjármögnunar verkefna sem hafa „jákvæð áhrif á loftslags- og umhverfismál.“ Um leið geta kaupendur skuldabréfa reitt sig á að fjárfestingar þeirra renni til verkefna sem stuðla að sjálfbærni og hafi jákvæð áhrif á umhverfið.

Pistill Grétu Maríu í heild sinni:

Fögnum blárri framtíð

Við stöndum frammi fyrir ákvörðunum, ekki um hvort heldur hvernig við hyggjumst vinna á loftslagsvandanum og ýmissi vá sem steðjar að umhverfinu. Mikilvægi sjálfbærni ætti að vera orðin öllum ljóst og það að við getum öll lagt okkar af mörkum, sem einstaklingar, stefnumótandi aðilar og fyrirtæki.

Ein af stóru spurningunum er hvernig við mætum þörfum okkar án þess að draga úr framtíðarmöguleikum komandi kynslóða. Einn af kostum heimsins í dag er að hungur og fátækt hafa snarminnkað í heiminum á fáeinum áratugum. Við hljótum að horfa til þess að jafnframt því sem við tökumst á við loftslagsvandann lítum við á það sem tækifæri til að halda áfram framþróun án þess að draga úr lífsgæðum.

Sjálfbærni sjálfsagður og órjúfanlegur hluti af rekstri

Brim hefur undanfarin ár unnið markvisst að því að sjálfbærni verði sjálfsagður og órjúfandi hluti af rekstri fyrirtækisins. Það er þess vegna gott og eðlilegt skref að félagið gefi út blá skuldabréf líkt og það gerði nú í vikunni.

Blá skuldabréf tilheyra flokki sjálfbærra skuldabréfa sem miða að því að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum. Fyrst komu græn skuldabréf sem miða að því að fjármagna verkefni er tengjast t.d. umhverfisvænni byggingum, orkuskiptum á landi og hringrásarhagkerfum. Nú hafa blá skuldabréf bæst við og hefur Brim, fyrst sjávarútvegsfyrirtækja, gefið út slík skuldabréf. Blá verkefni tengjast hafinu, sjávarútvegi og tengdum greinum og geta til dæmis tengst fjármögnun á rafvæðingu hafna, orkuskiptum skipa og á tæknibúnaði sem bætir nýtingu. Dæmi um annan flokk sem þó hefur enn ekki verið gefinn út en t.a.m. í nýjum sjálfbærniramma ríkisins er flokkur með félagsleg skuldabréf sem taka m.a. til félagslegs húsnæðis og sjúkrarýma.

Fjármálamarkaðir munu eðli málsins samkvæmt alltaf horfa til ávöxtunar og fjárhagslegra hliða fjárfestingakosta, en sjálfbær skuldabréf eru kærkomið tækifæri til að fjárfesta í verkefnum og fyrirtækjum sem hugsa til langrar framtíðar og að næstu kynslóðir geti áfram notið alls þess sem jörðin hefur að bjóða.

Mikilvægt tól sem tryggir að sjálfbærni sé hluti af fjárfestingu

Fyrirtæki þurfa auðvitað að meta árangur sinn út frá fjárhagslegum ávinningi en líka árangri í sjálfbærni og þá sérstaklega áhrifum reksturs á umhverfi og samfélag. Krafan um að fyrirtæki leggi sitt af mörkum í sjálfbærni verður sífellt háværari frá viðskiptavinum og það er að sama skapi jákvætt að fjárfestar horfa í auknum mæli til ófjárhagslegra þátta við mat á fjárfestingum.

Með útgáfu sjálfbærra skuldabréfa fæst mikilvægt tól til að fjármagna verkefni sem hafa jákvæð áhrif á loftslags- og umhverfismál. Um leið geta kaupendur skuldabréfa reitt sig á að fjárfestingar þeirra renni til verkefna sem stuðla að sjálfbærni og hafi jákvæð áhrif á umhverfið.

Útgáfan nú er því mikið fagnaðarefni. Blá, græn og ókomnir flokkar sjálfbærra skuldabréfa eru mikilvægt skref í að fjármálamarkaðir velji frekar ný verkefni sem stuðla að sjálfbærni. Við þurfum alla litina svo við getum lokið verkefnunum fram undan og um leið stuðlað að blómlegri framtíð. Blár er vissulega aðeins einn litur regnbogans, en afar mikilvægur, því hafið er ein af grunnstoðum lífs og lífsviðurværis okkar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »