Skoða ástand síldarstofnsins

Bjarni Sæmundsson HF-30.
Bjarni Sæmundsson HF-30. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði frá bryggju 20. október og hóf með því sjórannsókna- og síldarleiðangur. Skipið er nú statt norður af Grímsey.

Til stendur að framkvæma mælingar á hita og seltu sjávar á rúmlega 70 stöðum umhverfis landið ásamt því að taka sýni til rannsókna á efnafræði sjávarins, meðal annars í þeim tilgangi að afla upplýsinga um súrnun sjávar.

Rannsóknirnar eru á vef Hafrannsóknastofnunar sagðar hluti af langtímavöktun á umhverfisskilyrðum í hafinu við Ísland.

Fram kemur að mælisniðin séu staðsett þannig að mælt er í þeim sjógerðum sem finnast umhverfis landið og þau ná yfir landgrunnið og fram yfir landgrunnsbrún. Botndýpi á stöðvunum er á bilinu 25 metrar til 1.830 metrar.

Bergmálsmælingar eru mikilvægur þáttur í mælingunum.
Bergmálsmælingar eru mikilvægur þáttur í mælingunum. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Eygló Ólafsdóttir

Rannsaka síldina

Rannsóknir á íslenska sumargotssíldarstofninum hefjast á seinni hluta leiðangursins og nær rannsóknasvæði leiðangursins frá Austurmiðum að Reykjanesi, en síldin sem hefur vetursetu vestan við landið verður mæld í mars.

Markmið þessara rannsókna er að kortleggja „stærð og árgangaskipan stofnsins með bergmálsmælingum og sýnatöku. Einnig stendur til að meta ástand síldarinnar með tilliti til ichthyophonus-sýkingar sem hefur herjað á stofninn síðan 2008“.

Ichthyophonus er frumvera sem lengi var talin sveppur en á tíunda áratug kom í ljós að þetta sníkjudýr er hvorki dýr, jurt né sveppur. Frumveran hefur þó erfðaefni sem er skylt sveppum og dýrum.

Talning hvala

„Bergmálsmælingar á fullorðna hluta síldarstofnsins og aflagögn leggja grunn að stofnmati og veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir sumargotssíld. Samfara síldarleitinni verður gerð talning, skráning og myndataka á hvölum eins og aðstæður leyfa. Þessar rannsóknir eru m.a. liður í doktorsverkefni við Háskóla Íslands sem beinist að dreifingu og fæðuatferli háhyrninga,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »