Ýsugengd hefur oft valdið erfiðleikum

Rækjustofnar standa höllum fæti í Ísafjarðardjúpi og í Arnarfirði, en …
Rækjustofnar standa höllum fæti í Ísafjarðardjúpi og í Arnarfirði, en þar hefur ýsu fjölgað. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ef vel rætist úr árgöngum ýsu frá 2019 og 2020 gæti það leitt til aukningar í ýsuveiðum á næstu árum. Þessir árgangar, 1-2 ára ýsa, voru einmitt áberandi í rækjuleiðangri nýverið, en þá voru vísitölur ýsu þær hæstu sem mælst hafa í Ísafjarðardjúpi frá upphafi og meira var af ýsu í Arnarfirði heldur en þar hefur sést í áratug. Lítið var hins vegar af rækju.

Útbreiðslusvæði ýsu hefur stækkað í Ísafjarðardjúpi og er nú inn eftir öllu Djúpi, en hún étur meðal annars talsvert af rækju.

Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs á Hafrannsóknastofnun, segir að kenningin sé sú að rækjan hörfi undan ýsumassanum. Hugsanlega sé eitthvað af rækju grynnra, en fari á dýpra vatn þegar ýsan fari úr fjörðunum á haustin eða í upphafi vetrar. Hann vonast því til að í febrúar verði farið í leiðangur með heimamönnum til að kanna stöðuna á rækjunni í Djúpinu og hvernig henni hafi reitt af.

mbl.is

Sveiflur í nýliðun

Guðmundur segir að ýsan sé á margan hátt ólíkindatól. Það eigi ekki síst við um sveiflur í nýliðun. Þekkt sé hjá þorski að þar geti nýliðun tvöfaldast á milli ára, en hjá ýsunni séu dæmi um tífalda nýliðun á milli ára án þess að skýringar séu augljósar. Hugsanlega falli þá allt saman; straumar, hitastig, fæðuframboð og hagkvæm dreifing seiða. Á móti megi spyrja af hverju slíkt gerist ekki í sama mæli hjá þorskinum.

Búsvæði ýsunnar hefur einnig breyst á síðustu árum með hærra hitastigi sjávar og er hún nú orðin útbreidd fyrir norðan land. Þetta hefur haft erfiðleika í för með sér þar sem kvótinn var að stórum hluta vistaður fyrir sunnan og vestan land. Margir sjómenn nyrðra hafa lagt mikið á sig til að flýja undan ýsunni. Aðrir hafa haft á orði að ýsan væri alls staðar og erfitt væri að forðast hana á veiðislóð þorsks.

Við þessu var brugðist í lok apríl í vor þegar sjávarútvegsráðherra ákvað að auka aflamark í ýsu um átta þúsund tonn. Í rökstuðningi sagði að tilefni ákvörðunar væri „erfiðleikar sem rekja má til mikillar ýsugengdar á veiðisvæðum við Ísland“. 21. apríl var búið að veiða rúmlega 90% aflaheimilda fiskveiðiársins í ýsu.

Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri.
Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Dregið frá á þessu ári

Sá böggull fylgdi skammrifi að hækkunin hefur verið dregin frá aflamarki yfirstandandi fiskveiðiárs. Í áliti Hafrannsóknastofnunar var bent á að svipaður vandi gæti komið upp á þessu fiskveiðiári og því mikilvægt að öllum yrði ljóst að aukningin kæmi til frádráttar á fiskveiðiárinu 2021-22.

Eftir aukninguna síðasta vor var aflamark í ýsu 54 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári. Fyrir þetta fiskveiðiár var ráðgjöfin rúmlega 50 þúsund tonn en vegna fyrrnefndra átta þúsund tonna lækkar leyfilegur heildarafli í ýsu frá ráðgjöf í 41.229 tonn á þessu fiskveiðiári og þá hefur einnig verið tekið tillit til frádrags sem kemur í hlut erlendra ríkja.

Ýsan er mikilvægur nytjastofn.
Ýsan er mikilvægur nytjastofn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Spurður hvort ekki sé líklegt að hljóð heyrist úr horni er líður á fiskveiðiárið og einhverjir reki upp ramakvein þegar lítið verður eftir af ýsukvótanum, segir Guðmundur það ekki ólíklegt. Hann segist hins vegar ekki sjá ástæðu til að auka við ýsukvótann.

Nýtingarstefna stjónvalda geri ráð fyrir að aflamark ýsu sé ákvarðað samkvæmt aflareglu. Gert sé ráð fyrir að aflareglur leiði til hámarksafraksturs til lengri tíma litið og dragi úr sveiflum í aflamarki. Ráðgjöf stofnunarinnar sé samkvæmt aflareglu og því í samræmi við markmið stjórnvalda sem og varúðarsjónarmið.

Á síðustu árum hafi nokkrar breytingar verið gerðar á aflareglu, m.a. hvað varði veiðihlutfall, en aflareglan á að taka tillit til þeirrar óvissu sem er í stofnmatinu. Ýsan geti vissulega verið erfið í ráðgjöf þar sem breytingar í nýliðun og vexti geta verið hraðar, en að svo komnu máli sjái hann ekki ástæðu til breytinga.

Yfir 21 milljarður í fyrra

Ýsan er meðal verðmætustu fisktegunda sem veiddar eru við landið. Þannig var útflutningsverðmæti afurða ýsu 21,6 milljarðar á síðasta fiskveiðiári og 17,5 milljarðar á fiskveiðiárinu 2019-20 á verðlagi og gengi hvors árs.

Hún kemur þó langt á eftir þorskinum hvað verðmæti áhrærir, en útflutningsverðmæti hans var 135,6 milljarðar á síðasta fiskveiðiári og 125,4 milljarðar fiskveiðiárið á undan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.1.25 547,28 kr/kg
Þorskur, slægður 3.1.25 680,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.1.25 432,52 kr/kg
Ýsa, slægð 3.1.25 386,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.1.25 152,07 kr/kg
Ufsi, slægður 3.1.25 224,68 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 3.1.25 324,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 7.302 kg
Þorskur 2.233 kg
Steinbítur 340 kg
Langa 32 kg
Samtals 9.907 kg
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.952 kg
Ýsa 976 kg
Ufsi 30 kg
Keila 27 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 14.996 kg
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 327 kg
Keila 104 kg
Hlýri 40 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.1.25 547,28 kr/kg
Þorskur, slægður 3.1.25 680,92 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.1.25 432,52 kr/kg
Ýsa, slægð 3.1.25 386,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.1.25 152,07 kr/kg
Ufsi, slægður 3.1.25 224,68 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 3.1.25 324,99 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 7.302 kg
Þorskur 2.233 kg
Steinbítur 340 kg
Langa 32 kg
Samtals 9.907 kg
4.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 13.952 kg
Ýsa 976 kg
Ufsi 30 kg
Keila 27 kg
Steinbítur 11 kg
Samtals 14.996 kg
4.1.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 327 kg
Keila 104 kg
Hlýri 40 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 491 kg

Skoða allar landanir »

Loka