Vinnslumet í Neskaupstað

Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar, segir allt hafa …
Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar, segir allt hafa gengið eins og í sögu. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Nánast samfelld vinnsla hefur verið í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað frá því í júní og hefur starfsfólkið unnið á þrískiptum vöktum. Það sem af er ári hafa verið unnin 70 þúsund tonn í vinnslunni og er enn verið að landa afla, um er að ræða algjört metár.

Fyrra met var sett 2012 þegar fiskiðjuverið tók við 63 þúsund tonnum til vinnslu.

Frá júní hefur verið landað rúmlega 60 þúsund tonnum af makríl og síld en fyrr á árinu var landað um 10 þúsund tonnum af loðnu. Í dag landar Börkur NK 1.360 tonnum af norsk-íslenskri síld, en stutt er frá því að 1.100 tonnum var landað úr Bjarna Ólafssyni AK.

Aldrei hefur meiri afli verið unnin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar á …
Aldrei hefur meiri afli verið unnin í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Þorgeir

„Það hefur í reyndinni allt gengið eins og í sögu. Við höfum frábært starfsfólk og síðan hafa veiðarnar gengið vel. Veiðarnar eru vel skipulagðar þannig að við erum ávallt að vinna ferskan og góðan fisk,“ segir Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

„Nú er einungis einn farmur af norsk-íslenskri síld eftir að koma og síðan verður hafist handa við að veiða og vinna íslenska sumargotssíld. Síðan er risaloðnuvertíð framundan og þá þurfa hjólin að snúast hratt. Oft er þó áta í loðnunni á þessum árstíma og því mun loðnufrysting kannski ekki hefjast fyrr en eftir áramótin. Í okkar iðnaði skiptir öllu máli að veiðarnar og vinnslan séu skipulögð heildstætt. Þegar það er gert næst góður árangur eins og við erum að upplifa núna,“ segir Jón Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »