Frakkar leggja hald á breskan togara

Annick Girardin, ráðherra Frakklands um málefni hafsins, tilkynnti í gærkvöldi …
Annick Girardin, ráðherra Frakklands um málefni hafsins, tilkynnti í gærkvöldi að lagt var hald á breskan togara í franskri lögsögu. AFP

Aukin harka er komin í deilur Frakka og Breta um ráðstöfun veiðiheimilda í breskri lögsögu og hafa frönsk yfirvöld lagt hald á breskan togara. Frakkar telja Breta ekki standa við skuldbindingar en 98% fiskiskipa Evrópusambandisns sem sótt hafa um heimild til veiða í lögsögu Breta hafa fengið slíkt leyfi.

Annick Girardin, ráðherra Frakklands um málefni hafsins, tilkynnti á Twitter í gær kvöldi að tvo bresk skip hefðu verið staðin að veiðum út af Le Havre án tilskilinna heimilda og að eitt þeirra hafi verið fært til hafnar í Frakklandi. Bæði hafi hlotið sekt.

Allt frá áramótum þegar nýir samningar tóku gildi hafa frönsk yfirvöld sakað Breta um að úthluta ekki veiðiheimildir til franskra fiskiskipa í samræmi við skuldbindingar sínar.

Fram kemur í umfjöllun AFP-fréttastofunnar að George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, hafi greint frá því að 736 frönsk fiskiskip hafa fengið heimild til að stunda veiðar í breskri lögsögu frá áramótum þar af 103 innan landhelgi á svæði sem er á bilinu sex til tólf mílur frá landi.

Í heild hafa 1.673 skip aðildarríkja Evrópusambandsins fengið heimild til veiða í breskri lögsögu og hafa því veitt veiðileyfi til 98% þeirra fiskiskipa sem sótt hafa um heimild til veiða í breskri lögsögu.

George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, hefur hvatt til stillingar.
George Eustice, umhverfisráðherra Bretlands, hefur hvatt til stillingar. AFP

Hóta löndunarbanni

Frakkar telja þetta ekki fullnægjandi og hótuðu í gærkvöldi að koma á viðskiptahindrunum frá og með 2. nóvember.  Meðal aðgerða sem koma til greina af hálfu franskra yfirvalda eru lengri og ítarlegri tollskoðanir og heilbrigðiseftirlit á varningi frá Bretlandi auk löndunarbanns í frönskum höfnum.

Þá hafa frönsk yfirvöld endurtekið hótun sína um að myrkva Jersey í Ermarsundi með því að loka á rafmagn til eyjunnar.

Eustice segir í dag útspil Frakka vera vonbrigði og fram úr öllu hófi. Hann hét því að aðgerðum verður svarað af yfirvegun og hvatti frönsk yfirvöld til að draga úr spennu vegna málsins.

Deilan náði hámarki í vor er Bretar sáu sig knúna til að verja Jersey fyrir frönskum sjómönnum sem hótuðu að loka höfninni á eyjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »