Dæla hausum og hryggjum í 300 metra lögnum

Hausarnir sem koma úr vinnslunni verða framvegis sendir í þurrkun …
Hausarnir sem koma úr vinnslunni verða framvegis sendir í þurrkun með dælu í gegnum 300 metra lagnakerfi. Ljósmynd/Samherji

Á hverju ári falla til um 6.500 tonn af fiskhausum og hryggjum í fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Í áraraðir hefur þessu verið ekið á milli húsa og komið í þurrkun, en sá tími er nú liðinn eftir að sett var upp 300 metra lagnkerfi sem dælir hliðarafurðinni milli húsa.

Fram kemur í færslu á vef Samherja að afgangsvatn frá kælikerfi fiskvinnsuhússins er notað við dælinguna og er vatn því margnýtt. Gerðar voru tilraunir með búnaðinn í október og hafa þær gengið vel að sögn Gunnars Aðalbjörnssonar, deildarstjóra þurrkunar.

„Við erum að þurrka á bilinu 140 til 150 tonn á viku, sem þýddi að lyftarar voru að keyra til okkar um eitthundað körum á dag í um tuttugu ferðum. Miðað við fjarlægðina milli húsanna óku lyftararnir daglega um fimmtán kílómetra, þannig að þetta dælukerfi er jákvætt skref í umhverfislegu tilliti, auk þess sem hráefnið er enn ferskara og betra en áður,“ segir Gunnar í færslunni.

Ljósmynd/Samherji
Ljósmynd/Samherji

„Þetta er algjör bylting, stýringin verður mun auðveldari og hagkvæmari á allan hátt, auk þess sem kolefnissporið minnkar. Við höfum aðeins verið með kerfið í notkun í nokkra daga og þetta lofar afskaplega góðu, engin teljandi vandamál hafa komið upp.“

Hausaþurrkun Samherja á Dalvík notar um 40 tonn af heitu vatni á klukkustund og er stærsti notandinn á heitu vatni í sveitarfélaginu. „Það er ekki bara að við séum að nota afgangsvatn frá kælikerfi fiskvinnslunnar. Heita vatnið sem við tökum inn, fer síðan aftur frá okkur og hitar upp gangstéttar og bílastæði á athafnasvæði Samherja. Allt miðast þetta við að nýta vatnið eins og kostur er,“ segir Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »