Á hverju ári falla til um 6.500 tonn af fiskhausum og hryggjum í fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Í áraraðir hefur þessu verið ekið á milli húsa og komið í þurrkun, en sá tími er nú liðinn eftir að sett var upp 300 metra lagnkerfi sem dælir hliðarafurðinni milli húsa.
Fram kemur í færslu á vef Samherja að afgangsvatn frá kælikerfi fiskvinnsuhússins er notað við dælinguna og er vatn því margnýtt. Gerðar voru tilraunir með búnaðinn í október og hafa þær gengið vel að sögn Gunnars Aðalbjörnssonar, deildarstjóra þurrkunar.
„Við erum að þurrka á bilinu 140 til 150 tonn á viku, sem þýddi að lyftarar voru að keyra til okkar um eitthundað körum á dag í um tuttugu ferðum. Miðað við fjarlægðina milli húsanna óku lyftararnir daglega um fimmtán kílómetra, þannig að þetta dælukerfi er jákvætt skref í umhverfislegu tilliti, auk þess sem hráefnið er enn ferskara og betra en áður,“ segir Gunnar í færslunni.
„Þetta er algjör bylting, stýringin verður mun auðveldari og hagkvæmari á allan hátt, auk þess sem kolefnissporið minnkar. Við höfum aðeins verið með kerfið í notkun í nokkra daga og þetta lofar afskaplega góðu, engin teljandi vandamál hafa komið upp.“
Hausaþurrkun Samherja á Dalvík notar um 40 tonn af heitu vatni á klukkustund og er stærsti notandinn á heitu vatni í sveitarfélaginu. „Það er ekki bara að við séum að nota afgangsvatn frá kælikerfi fiskvinnslunnar. Heita vatnið sem við tökum inn, fer síðan aftur frá okkur og hitar upp gangstéttar og bílastæði á athafnasvæði Samherja. Allt miðast þetta við að nýta vatnið eins og kostur er,“ segir Gunnar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 629,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 415,51 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 287,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 20.1.25 | 629,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 20.1.25 | 694,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 20.1.25 | 415,51 kr/kg |
Ýsa, slægð | 20.1.25 | 287,52 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 20.1.25 | 279,87 kr/kg |
Ufsi, slægður | 20.1.25 | 251,32 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 20.1.25 | 234,68 kr/kg |
20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.098 kg |
Ýsa | 2.880 kg |
Langa | 582 kg |
Samtals | 10.560 kg |
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 39.967 kg |
Ýsa | 11.514 kg |
Ufsi | 4.916 kg |
Karfi | 3.517 kg |
Samtals | 59.914 kg |
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa | |
---|---|
Steinbítur | 8.204 kg |
Þorskur | 4.428 kg |
Skarkoli | 4.215 kg |
Karfi | 2.194 kg |
Ýsa | 1.184 kg |
Þykkvalúra | 889 kg |
Samtals | 21.114 kg |