Verkfallsboðun sjómanna gæti tengst loðnuvertíð

Þing Sjómannasambandsins verður haldið síðar í vikunni.
Þing Sjómannasambandsins verður haldið síðar í vikunni. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Kjaramálin mun væntanlega bera hæst, sem og öryggismál, á þingi Sjómannasambands Íslands sem haldið verður á fimmtudag og föstudag. Kjarasamningar sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nú verið lausir í tæplega tvö ár.

Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ, segir að lítið sé að gerast í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Hann segir ljóst að verkfallsboðun verði meðal þess sem rætt verði á þinginu og fá önnur úrræði séu eftir til að knýja á um samninga. Tímasetning verkfalls gæti tengst loðnuvertíðinni sem er fram undan í vetur.

Deilu sjómanna í SSÍ og SFS var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og viku af september slitnaði upp úr viðræðum. Valmundur segir að lögum samkvæmt sé boðað til fundar í deilunni ekki sjaldnar en á tveggja vikna fresti. Síðustu fundir hafi verið stuttir, spurt hvort nokkuð hafi breyst og fundi síðan verið slitið. Nánast sé um störukeppni að ræða.

Hann segir að á síðustu 23 mánuðum hafi lítið gerst í kjaramálum sjómanna annað en að samtök þeirra hafi tapað tveimur málum gegn SFS fyrir Félagsdómi, en þau tengdust túlkun á síðasta kjarasamningi. Helstu kröfur núna snúi að lífeyrisréttindum og að málum sem aðrir launþegar hafi náð fram með lífskjarasamningum.

Þing Sjómannasambandsins er haldið á tveggja ára fresti, en var frestað um ár í fyrrahaust vegna kórónuveirufaraldursins. Á þinginu verður formaður sambandsins kosinn og er Valmundur enn sem komið er einn í kjöri, en ekki er um eiginlegan framboðsfrest meðal þingfulltrúa að ræða. Valmundur var kosinn formaður SSÍ í desember 2014 og tók við formennsku af Sævari Gunnarssyni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 493,16 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 197,44 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,54 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,82 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.8.24 Orion BA 34 Handfæri
Þorskur 442 kg
Karfi 90 kg
Ufsi 31 kg
Samtals 563 kg
28.8.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 181 kg
Samtals 181 kg
28.8.24 Öðlingur SU 191 Handfæri
Þorskur 4.416 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 4.440 kg
28.8.24 Brattanes NS 123 Handfæri
Ufsi 62 kg
Samtals 62 kg
28.8.24 Axel NS 15 Handfæri
Þorskur 2.955 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.981 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 493,16 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 197,44 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,54 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,82 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.8.24 Orion BA 34 Handfæri
Þorskur 442 kg
Karfi 90 kg
Ufsi 31 kg
Samtals 563 kg
28.8.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 181 kg
Samtals 181 kg
28.8.24 Öðlingur SU 191 Handfæri
Þorskur 4.416 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 4.440 kg
28.8.24 Brattanes NS 123 Handfæri
Ufsi 62 kg
Samtals 62 kg
28.8.24 Axel NS 15 Handfæri
Þorskur 2.955 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.981 kg

Skoða allar landanir »