Þrjú skip í áætlun til Þorlákshafnar

Eitt flutningaskipa Smyril Line.
Eitt flutningaskipa Smyril Line. Ljósmynd/Smyril Line

Smyril Line er að bæta við þriðja flutningaskipinu til vikulegra áætlunarsiglinga milli Þorlákshafnar og hafna á meginlandi Evrópu. Vöruflutningaferjan M/V Akranes bætist í hópinn með Mykinesi og Mistral. Fjórða skipið er farþega- og vöruflutningaferjan Norræna sem siglir til Seyðisfjarðar.

„Það er aukin eftirspurn eftir plássi í skipunum vegna innflutnings á vörum. Þörfin fyrir þessa tegund innflutnings og skammur flutningstími skapar síðan nýja möguleika við útflutning á ferskum og frosnum sjávarafurðum og laxi,“ segir Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.

Nýtt M/V Akranes.
Nýtt M/V Akranes. Ljósmynd/Smyril Line

Siglingar hefjast 20. nóvember

M/V Akranes er RO/RO skip sem tekur 100 flutningavagna og er systurskip Mykiness sem reynst hefur vel í siglingunum til Íslands. Það siglir frá Þorlákshöfn á miðvikudagskvöldum og til baka frá Rotterdam á laugardagskvöldi.

Akranes hefur siglingar síðar í mánuðinum, fyrsta lestun í Rotterdam verður 20. nóvember. Skipin þrjú koma til Þorlákshafnar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, Mykines og Akranes frá Rotterdam og Mistral frá Hirtshals í Danmörku. Þau hafa viðkomu í Færeyjum. Akranes hefur undanfarna mánuði verið í áætlunarsiglingum með lax frá miðhluta Noregs til Rotterdam.

„Við fáum mikil og góð viðbrögð frá viðskiptavinum enda erum við að bæta við burðargetu og auka tíðni siglinga,“ segir Linda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.616 kg
Ufsi 211 kg
Samtals 1.827 kg
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.616 kg
Ufsi 211 kg
Samtals 1.827 kg
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg

Skoða allar landanir »