Smyril Line er að bæta við þriðja flutningaskipinu til vikulegra áætlunarsiglinga milli Þorlákshafnar og hafna á meginlandi Evrópu. Vöruflutningaferjan M/V Akranes bætist í hópinn með Mykinesi og Mistral. Fjórða skipið er farþega- og vöruflutningaferjan Norræna sem siglir til Seyðisfjarðar.
„Það er aukin eftirspurn eftir plássi í skipunum vegna innflutnings á vörum. Þörfin fyrir þessa tegund innflutnings og skammur flutningstími skapar síðan nýja möguleika við útflutning á ferskum og frosnum sjávarafurðum og laxi,“ segir Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.
M/V Akranes er RO/RO skip sem tekur 100 flutningavagna og er systurskip Mykiness sem reynst hefur vel í siglingunum til Íslands. Það siglir frá Þorlákshöfn á miðvikudagskvöldum og til baka frá Rotterdam á laugardagskvöldi.
Akranes hefur siglingar síðar í mánuðinum, fyrsta lestun í Rotterdam verður 20. nóvember. Skipin þrjú koma til Þorlákshafnar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, Mykines og Akranes frá Rotterdam og Mistral frá Hirtshals í Danmörku. Þau hafa viðkomu í Færeyjum. Akranes hefur undanfarna mánuði verið í áætlunarsiglingum með lax frá miðhluta Noregs til Rotterdam.
„Við fáum mikil og góð viðbrögð frá viðskiptavinum enda erum við að bæta við burðargetu og auka tíðni siglinga,“ segir Linda.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.616 kg |
Ufsi | 211 kg |
Samtals | 1.827 kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 10.1.25 | 530,04 kr/kg |
Þorskur, slægður | 10.1.25 | 666,95 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 10.1.25 | 309,96 kr/kg |
Ýsa, slægð | 10.1.25 | 245,17 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 10.1.25 | 266,60 kr/kg |
Ufsi, slægður | 10.1.25 | 298,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 18.12.24 | 42,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 10.1.25 | 346,05 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
11.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.616 kg |
Ufsi | 211 kg |
Samtals | 1.827 kg |
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.870 kg |
Þorskur | 657 kg |
Keila | 118 kg |
Hlýri | 67 kg |
Ufsi | 13 kg |
Samtals | 3.725 kg |
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.696 kg |
Ýsa | 3.572 kg |
Steinbítur | 629 kg |
Langa | 201 kg |
Hlýri | 34 kg |
Keila | 33 kg |
Karfi | 6 kg |
Samtals | 12.171 kg |