Lúðan á enn erfitt uppdráttar

Lúðu landað í Grindavík árið 2009.
Lúðu landað í Grindavík árið 2009. Ljósmynd/Grindavíkurbær

Síðustu tæplega tíu ár hefur verið í gildi bann við beinum lúðuveiðum. Jafnframt skal sleppa allri lífvænlegri lúðu sem kemur um borð í veiðiskip þar sem það er tæknilega mögulegt, enda er lúðan talin lifa af þá meðferð. Afli hefur dregist saman, en samt sem áður hefur lúðustofninn ekki tekið við sér svo heitið geti.

Í ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunar frá því í sumar segir að lúða sem veiðist í vorralli stofnunarinnar (SMB eða stofnmælingum) sé að stærstum hluta 3-5 ára ókynþroska fiskur. „Þessir aldurshópar hafa verið í mikilli lægð í tvo áratugi og bendir það til að viðkomubrestur hafi orðið í stofninum. Þetta ástand er orðið svo langvinnt að fyrirsjáanlegt er að stofninn muni vera í lægð í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir í skýrslunni. Sambærilegan texta hefur verið að finna í fjölda ára í umsögn Hafró um lúðuna og hefur vísitala lúðu verið í lágmarki frá 1992.

Stofninn var hruninn

Kristján Kristinsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að þegar bann við beinum veiðum hafi verið sett á hafi stofninn verið kominn mjög neðarlega, í raun hafi hann verið hruninn. Við slíkar aðstæður geti það tekið langan tíma fyrir langlífar tegundir eins og lúðu að ná sér á strik. Hann telur að helsta skýringin á hruni lúðustofnsins í N-Atlantshafi sé ofveiði í áratugi og telur ekki að umhverfisþættir eigi þar hlut að máli.

Kristján segir að lúðustofninn hafi átt undir högg að sækja alls staðar í Norður-Atlantshafi síðustu áratugi, hvort sem um sé að ræða við Kanada, Grænland, Ísland eða Noreg og aðgerðir séu í gangi til að byggja stofninn upp. Við Noreg hafi stofninn tekið við sér og vissulega geti góður árgangur komið til sögunnar við Ísland eins og gerðist þar. Í Kanada er algert veiðibann og bannað að koma með lúðu í land og þar hefur stofninn sýnt batamerki.

Lúða í eldiskar í Eyjafirði.
Lúða í eldiskar í Eyjafirði. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Hafrannsóknastofnun lagði til 1997 að bein sókn í lúðu yrði bönnuð. Bein sókn á þeim tíma var ekki mikil en á árinu 2008 jókst sókn með haukalóðum verulega og árið 2010 voru 46% lúðuaflans veidd á haukalóð. Mestur var aflinn á þessu tímabili fiskveiðiárið 2010-11 eða 595 tonn.

Fyrst eftir að bann við beinum veiðum tók gildi hér við land fór aflinn úr tæplega 600 tonnum fiskveiðiárið 2010-11 í 38-50 tonn næstu þrjú ár á eftir. Síðan þá hefur aflinn verið 112-146 tonn á ári. Fyrst eftir að bannið tók gildi tók lúðan við sér, „jókst úr nánast engu,“ segir Kristján. Síðan hafa litlar breytingar orðið á stofninum.

Lúðan langlíf og harðger

Kristján segist þeirrar skoðunar að sleppa eigi allri lifandi lúðu sem komi um borð. Spurður hvort lúða sem veiðist í botntroll eigi sér viðreisnar von segist hann telja að svo sé, lúðan sé lífseig. Hann nefnir að í haustralli nýlega hafi hann verið um borð í togara þar sem sá háttur var hafður á að fiskurinn fór í gegnum grindur fyrir ofan móttökuna. Stærri lúðan stöðvaðist þar og auðvelt hafi verið að henda henni út fyrir. „Lúðan er harðger og á að geta lifað það af að lenda í trollinu nema togað sé í þeim mun lengri tíma,“ segir Kristján.

Mest veiðist af lúðu í troll, en hún kemur einnig í flest önnur veiðarfæri og erfitt er að koma í veg fyrir að lúða fáist sem meðafli við veiðar hvort sem er með botnvörpu, troll, línu eða net. Fjölmörg skip og bátar landa lúðu á hverju fiskveiðiári, frá einu kílói upp í 800 tonn. Á yfirliti Fiskistofu um afla á síðasta ári má sjá að Sigurborg SH og Þórunn Sveinsdóttir komu með mestan lúðuafla að landi.

Lúðan er langlíf tegund og getur orðið allt að 35-40 ára gömul. Hún getur náð mikilli stærð og stærsta lúðan sem veiðst hefur við Ísland var 365 sentimetrar og 266 kíló. Að meðaltali verða hængar kynþroska átta ára og um 90-110 sm, en hrygnur að jafnaði tólf ára og um 120-130 sm. Langlífum fiskitegundum, sem verða kynþroska seint á lífsleiðinni, er talið sérstaklega hætt við ofveiði.

Aflinn minnkaði stöðugt

Mestur varð lúðuaflinn á Íslandsmiðum árið 1907 eða tæplega átta þúsund tonn og í nokkrum tilfellum var hann á bilinu 6-7 þúsund tonn. Mestur var afli Íslendinga 1951 eða 2.364 tonn. Frá því um 1960 hefur árlegur lúðuafli minnkað stöðugt og síðan 1996 hefur lúðuaflinn við Ísland verið í sögulegu lágmarki, þ.e. innan við þúsund tonn á ári.

Lúða hefur þótt eftrisóttur matarfiskur.
Lúða hefur þótt eftrisóttur matarfiskur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veiddu lúðu á Íslandsmiðum

Í fróðlegri gein sem Kristján skrifaði 2003 fjallar hann m.a. um veiðar Bandaríkjamanna á lúðu (Hippoglossus hippoglossus) í N-Atlantshafi og við Ísland 1884-1898. Í greininni segir m.a.:

Veiðar á lúðu við Ísland í atvinnuskyni hófust 1884 þegar bandarískir sjómenn fóru að veiða lúðu við Vestfirði. Fram að því voru litlar lúðuveiðar stundaðar við Ísland og litu sjómenn sem stunduðu veiðar á þorski, eins og Frakkar, á lúðuna sem pest og köstuðu henni. Íslendingar veiddu þó smávegis af lúðu á þessum tíma til innanlandsneyslu.

Bandaríkin voru nánast eina þjóðin sem veiddi og nýtti lúðu í Norður-Atlantshafi á 19. öldinni. Lúðuveiðar þeirra hófust á árunum milli 1820 og 1825 í Massachusettsflóa og við Þorskhöfða í Maine-flóa þegar bera fór á eftirspurn eftir ferskri lúðu á fiskmörkuðum í Boston. Mikið var af lúðu á þessum slóðum en sóknin var mikil og upp úr 1830 var lúðan nánast horfin úr Maineflóa.

Hófu að salta lúðu í tunnur

Lúðuflotinn færði sig upp úr því á dýpri mið eins og á Georges Banka og austur af Nova Scotia í Kanada og var lúðan þar stærri en sú sem veiddist í Maineflóa. En líkt og í Maineflóa var veiðin mikil og upp úr 1860 var litla sem enga lúðu að fá á þessum miðum.

Um það leyti fóru Ameríkanar að salta lúðu í tunnur úti á sjó. Við það var hægt að sækja á fjarlægari og dýpri mið í Norður-Atlantshafi og geyma aflann um borð. Flotinn færði sig norðar og norðar og á áttunda og níunda áratug 19. aldar voru Ameríkanar farnir að veiða undan ströndum Vestur- og Austur-Grænlands og við Ísland, segir í grein Kristjáns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.616 kg
Ufsi 211 kg
Samtals 1.827 kg
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.616 kg
Ufsi 211 kg
Samtals 1.827 kg
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg

Skoða allar landanir »