Ekki tekist að hafa hömlur á brottkasti

Franskir sjómenn sinn veiðarfærum á bát við bryggju í Saint …
Franskir sjómenn sinn veiðarfærum á bát við bryggju í Saint Helier. Talið er að eftirlit með brottkasti í Evrópusambandinu sé ábótavant og að hert lög hafi ekki borið árangur. AFP

Evrópusambandið hefur látið leggja mat á áhrif löndunarskyldu á brottkast. Ekkert bendir til að lögin hafi haft tilætluð áhrif á brottkast og er eftirliti talið ábótavant. Unnið er að því að veita auknar heimildir til rafræns eftirlits sem sagt er vera hagkvæmasti og árangursríkasti kosturinn sem völ er á.

Rafrænt eftirlit er áhrifaríkasta leiðin til að sporna við brottkasti og hagkvæmasta lausnin í aðgerðum gegn brottkasti og eftirliti með veiðum. Þetta er kemur fram í skýrslu Wageningen Marine Research sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um ákvæði laga um löndunarskyldu alls afla og brottkast.

Myndavélaeftirlit er talið árangursríkasta leiðin til að sporna við brottkasti.
Myndavélaeftirlit er talið árangursríkasta leiðin til að sporna við brottkasti. Ljósmynd/Australian Fisheries Management Authority

Lög um löndunarskyldu afla var samþykkt 2015 og öðlaðist gildi í Evrópusambandinu í janúar 2019. Markmið laganna er að koma í veg fyrir brottkast með því að hvetja til markvissari veiða. Í stuttu máli má segja að ákvæði laganna gangi út á að fisk, sem er veiddur innan kvótakerfis, eins og makríll og ansjósur, verði að bera að landi og skal draga hann frá veiðiheimildum útgerðarinnar.

Þá á ekki að selja undirmálsfisk sem matvæli heldur nýta í dýrafóður, mjöl, lyf eða fæðubótarefni. Bera samtök framleiðenda í Evrópusambandinu skyldu til að aðstoða félagsmenn við að finna kaupendur fyrir undirmálsfisk án þess þó að skapa markað fyrir slíkan fisk. Jafnframt bera aðildarríki Evrópusambandsins skyldu til að aðstoða útgerðir svo hægt sé að geyma undirmálsfisk þar til hægt sé að koma fiskinum í nýtingu.

Ágallar við hefðbundið eftirlit

Heilt yfir er niðurstaða rannsóknarinnar að eftirliti og framkvæmd löndunarskyldunnar sé ábótavant og er sérstaklega vakin athygli á því að aðildarríkin hafa ekki gripið til fullnægjandi aðgerða svo hægt sé að framfylgja ákvæðum laganna. Þá er fullyrt að umfangsmikið óskráð brottkast sé að eiga sér stað í sjávarútvegi í Evrópusambandinu.

Þegar árangur hefðbundins eftirlits með framkvæmd löndunarskyldunnar er borið saman við afköst rafræns eftirlits þykir skýrsluhöfundum ljóst að rafrænt eftirlit skilar mun betri árangri. Fleiri aðildarríki hafa gert tilraunir með rafrænt eftirlit en ekkert ríkjanna hefur innleit slíkt eftirlit með umfangsmiklum hætti.

Í skýrslunni kemur fram að verulegir ágallar eru við það að reiða sig á hefðbundið eftirlit eins og eftirlitsmannaskap á sjó, löndunareftirlit og afladagbækur þar sem slíkt gefur bara takmarkaða mynd af stöðunni, einkum á þeim tíma er eftirlit fer fram. Jafnframt hafa sjómenn lýst áhyggjum af friðhelgi sinni í tengslum við stöðugt eftirlit um borð.

Landað úr Laurent Geoffray í bænum Boulogne-sur-Mer.
Landað úr Laurent Geoffray í bænum Boulogne-sur-Mer. AFP

Umfangsmikið brottkast

Þá bendir fátt til þess að löndunarskyldan hafi haft þau áhrif sem ætlað var. Komast skýrsluhöfundar að þeirri niðurstöðu að ekki liggi fyrir nokkur gögn sem sýna fram á einhverjar breytingar í málaflokknum og telja skýrsluhöfundar sig því knúna til að álykta að brottkast sé enn umfangsmikið í Evrópusambandinu.

Hagsmunaaðilar sem veittu rannsakendum upplýsingar bentu á að ýmsar skýringar gætu verið að baki því að ekki hafi fundist gögn sem benda til marktækra breytinga í brottkasti. Vöktu sumir þeirra athygli á að löggjöfin og tilheyrandi reglugerðir þykja of flóknar, auk þess sem krafist er verulegrar endurskipulagningar þeirrar vinnu sem á sér stað um borð í fiskiskipum til að uppfylla kröfur sem gerðar eru til framkvæmdar veiða.

Sjómenn og útgerðarmenn telja margir reglurnar of flóknar eða ekki …
Sjómenn og útgerðarmenn telja margir reglurnar of flóknar eða ekki nægilega margar undanþágur frá löndunarskyldunni. AFP

Talið er að hægt sé að mæta þessum áskorunum með aukinni þjálfun sjómanna og betri og notendavænni afladagbókum. Eru hagsmunaaðilar sagðir þegar hafa unnið að því að aðlagast nýjum lagaákvæðum, en fram kemur að útgerðir hafa verulegt svigrúm til að gera mun betur í þeim efnum. Hins vegar er viðvarandi vandamál hversu flókið undanþágukerfi fylgir lögunum.

„Takist ekki að tryggja eftirlit og framkvæmd löndunarskyldunnar mun það ekki einungis marka að þessi meginstoð sjávarútvegsstefnunnar hafi misheppnast, heldur gæti það einnig leitt til mikillar ofveiði,“ rita skýrsluhöfundar.

Ekki sammála um kvótakerfi

Fram kemur að sjávarútvegurinn í Evrópusambandinu sé almennt sáttur við löndunarskylduna. Hins vegar virðist ekki eining í Evrópu um hvaða leið sé árangursríkust í að skapa rekstrarumhverfi sem hvetur til þess að lögunum sé fylgt.

Útgerðir á Eystrasalti og við Norðursjó telja best að innleiða kvótakerfi með framseljanlegum veiðiheimildum eða að minnsta kosti heimild til kvótaskipta. Hagsmunaaðilar lengra vestur við Atlantshaf voru hrifnari af því að auka sveigjanleika með fleiri undanþágum og beitingu skyndilokana.

Ekki heimild til myndavéla hér á landi

Íslensk stjórnvöld hafa gert töluverðar breytingar á framkvæmd eftirlits hér á landi en ekki hafa verið veittar heimildir til rafrænnar vöktunar með myndavélum sem skýrsla sem unnin er fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandisns segir að sé árangursríkasta eftirlitið.

Fiskistofa hefur innleitt nýja rafræna afladagbók sem leyst hefur pappírinn af hólmi. Það hefur auðveldað gagnasöfnun og greiningu gagna. Jafnframt hefur Fiskistofa talið þetta auka rekjanleika gagnanna sem um ræðir enda skipstjóra kleift að skila upplýsingum um afla strax þegar veiðum lýkur.

Þá hefur Fiskistofa hafið eftirlit með drónum og rötuðu 84 brottkastsmál inn á borð stofnunarinnar frá því að drónaeftirlitið var tekið upp 1. september 2020 til 13. ágúst á þessu ári. Var þeim málum lokið með leiðbeiningabréfi en Fiskistofa hefur boðað aukna hörku í þessum málum á yfirstandandi fiskveiðiári. Elín B. Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu, hefur áður sagt tilkomu drónanna „algjöra byltingu“.

Ógeðfelld framtíðarmynd

Frumvarp um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi var kynnt árið 2018 en fram kom í Samráðsgátt stjórnvalda um mitt ár í fyrra að frumvarpið var aldrei lagt fyrir ríkisstjórn. Í fyrra upplýsti atvinnuvegaráðuneytið að umfjöllun um myndavélaeftirlit væri ekki lokið en ekkert mál hefur verið lagt fram í Samráðsgáttinni eða fyrir Alþingi sem myndi heimila slíkt eftirlit.

Þegar frumvarpsdrögin voru kynnt lögðust hagsmunaðailar gegn frumvarpinu í umsögnum sínum. Sagði meðal annars í umsögn Samtaka atvinnulífsins: „Sú framtíðarmynd sem dregin er upp í frumvarpsdrögunum er ógeðfelld, og ástæða er til að efast um að árangur verði í samræmi við erfiðið.“

Jafnframt lagðist Landssamband smábátaeigenda eindregið gegn myndavélaeftirliti um borð í fiskiskipum og sagði kröfu um slíkt „óraunhæfa“ vegn asmæðar þeirra báta sem heyra undir LS.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »