Bar fyrir sig að sæeyru séu ekki búfé

Ræktandi sæeyrna taldi heimilt að þynna út fóður sem innihélt …
Ræktandi sæeyrna taldi heimilt að þynna út fóður sem innihélt of mikið arsen. Matvælastofnun var því ekki sammála. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Of mikið arsen í hrossaþaramjöli varð þess valdandi að Matvælastofnun ákvað að banna að nýta slíkt mjöl sem þurrfóður fyrir sæeyru, en sæeyru er tegund sæsnigla. Ræktandi var ósáttur við bannið og kærði til atvinnuvegaráðuneytisins sem á nýverið staðfesti bannið.

Fram kemur á vef Matvælastofnunar að stofnunin hafi sett bann við notkun hrossaþaramjöls í mars 2020 en arsen mældist of hátt í þaranum sem var 10% af fóðrinu.

Fram kemur á Vísindavefnum að arsen sé mjög eitrað efni og „eftir að hafa borist inn í líkamann safnast arsen fyrir, einkum í hári, húð og nöglum, en einnig að nokkru leyti í nýrum, hjarta, lifur og lungum. Það fer lítið yfir í miðtaugakerfið en berst auðveldlega yfir fylgju til fósturs. Arsen skilst að hluta út úr líkamanum gegnum húð, til dæmis með svita.“

Bann Matvælastofnunar stendur.
Bann Matvælastofnunar stendur. Ljósmynd/MAST

Rekstraraðili sæeyrnaeldisins kærði bannið til atvinnuvegráðuneytisins og sagði í kæru sinni að arsenið þynntist út við framleiðslu fóðursins þannig að arsenið væri innan marka í fullbúnu fóðri, að því er fram kemur á vef Matvælastofnunar.

„Kærandi benti einnig á að fóðureftirlit Matvælastofnunar tæki einungis til fóðurs ætlað búfé. Sæeyru væru ekki búfé í hefðbundnum skilningi þess orðs.  Enn fremur lægi fyrir að fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum notuðu ferskan hrossaþara sem fóður fyrir sæeyru sem þau fyrirtæki rækta.“

Segja Sæeyru í raun búfé

Stofnunin taldi hins vegar núgildandi reglugerðir banna útþynningu óæskilegs efnis í fóðri með öðrum fóðurefnum. „Sama bann við þynningu gilti um matvæli.  Stofnunin benti enn fremur á að kærandi skilgreindi búfé of þröngt.  Opinbert eftirlit þyrfti að hafa með fóðri allra dýra sem nýtt væru til manneldis.  Neytendur dýraafurða eru með óbeinum hætti að neyta þess fóðurs sem dýrin eru alin á og öll slík dýr væru því í raun búfé.“

Í þessum litlu búrum eru sæeyrun alin upp og síðar …
Í þessum litlu búrum eru sæeyrun alin upp og síðar færð í stærri ílát. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Varðandi erlend fyrirtæki þá hefðu ekki verið lögð fram nein gögn sem sýndu fram á arsenmagn í þeim hrossaþara sem þau fyrirtæki notuðust við. Magn af arseni í þara getur verið mismunandi og sums staðar innan marka.  Til að mynda skiptir máli hve mengað umhverfið er þar sem þarinn er tekinn upp.“

Atvinnuvegaráðuneytið úrskurðaði 29. október í málinu og féllst á rök Matvælastofnunar og er sæeyrnaræktendanum því óheimilt að nota hrossaþaramjöl sem inniheldur of hátt magn af arseni í fóður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 589,26 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 693,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 466,98 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 381,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 250,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 123 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 133 kg
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.618 kg
Þorskur 895 kg
Karfi 84 kg
Samtals 2.597 kg
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt
Ýsa 2.885 kg
Þorskur 1.021 kg
Steinbítur 291 kg
Skarkoli 19 kg
Langa 10 kg
Karfi 6 kg
Hlýri 2 kg
Samtals 4.234 kg

Skoða allar landanir »