Fyrsti pramminn í Djúpið

Gauti Geirsson framkvæmdastjóri Háafells
Gauti Geirsson framkvæmdastjóri Háafells Ljósmynd/Aðsend

Háafell hefur fest kaup á fóðurpramma vegna fyrirhugaðs laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Fyrstu laxaseiðin fara í kvíar í utanverðum Skötufirði í byrjun maí og pramminn kemur til landsins í júní.

Háafell er dótturfyrirtæki Hraðfrystihússins – Gunnvarar og hefur fengið leyfi til laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Laxakvíarnar verða settar niður í utanverðum Skötufirði í vetur og vor. Seiðin eru alin í seiðastöð fyrirtækisins á Nauteyri og verða þau tilbúin til útsetningar í vor, um hálf milljón seiða.

Fóðurprammarnir frá Akva group hafa reynst vel hér við land. …
Fóðurprammarnir frá Akva group hafa reynst vel hér við land. Næsta sumar verða ellefu prammar frá þeim í notkun við Ísland. Mynd/Akva Group

Nauðsynlegt fyrir árangur

Fóðurpramminn sem Háafell kaupir er frá Akva group í Noregi. „Fóðurprammi er nauðsynlegur til að ná hámarksárangri í fóðrun og rekstri sjókvíaeldisstöðva. Myndavélar í kvíunum eru tengdar prammanum og ljós til að stýra kynþroska. Fóðrun úr prammanum er fjarstýrt úr landi sem er hentugt ef ekki er hægt að komast út í prammann vegna veðurs og því fóðrað alla daga,“ segir Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells.

Þótt laxeldið sé í minni kantinum í upphafi mun það aukast þar til leyfi fyrirtækisins til að framleiða um 6.800 tonn af laxi verður fullnýtt og mun fóðurpramminn geta annað þeirri framleiðslu.

Fóðurprammi af þessari gerð kostar um 350 milljónir króna með öllum búnaði. Hann verður tengdur við rafmagn úr landi og er Háafell í samstarfi við Orkubú Vestfjarða og Eflu við að koma þeirri tengingu á. Gauti segir gleðilegt að það skuli vera hægt. „Þetta fyrirkomulag sparar mikla olíu og við losnum við olíuflutninga út á prammann. Þetta er mun umhverfisvænna, eins og vera ber,“ segir Gauti.

Íslensku fiskeldisfyrirtækin hafa keypt marga fóðurpramma frá Akva group. Næsta sumar verða ellefu slík tæki, af mismunandi stærðum, í notkun hér á landi.

Háafell er með eldi á regnbogasilungi og hefst slátrun úr kvíum í Álftafirði í næstu viku. Verður unnið að því næstu 2-3 mánuði og slátrað verður upp úr öðrum kvíum á næsta ári. Regnboganum verður slátrað í aðstöðu Háafells í Súðavík og megnið af honum fryst í samvinnu við Klofning á Suðureyri.

Slátrun á laxi hefst síðan á árinu 2023 og má þá búast við að 1.500 til 2.000 tonn af afurðum komi upp úr kvíunum, ef eldið gengur að óskum, að sögn Gauta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »