Tugir asískra skipa suður af landinu

Shofuku Maru er meðal skipa sem stundað hafa bláuggatúnfiskveiðar.
Shofuku Maru er meðal skipa sem stundað hafa bláuggatúnfiskveiðar. Ljósmynd/Nendo

Fjöldi skipa frá Japan og Suður-Kóreu eru nú á miðunum suður af Íslandi á  túnfiskveiðum, en bláuggatúnfiskur er verðmætasti fiskur heims. Þessi asíski floti hefur stundað veiðar á bláuggatúnfriski á Noður-Atlantshafi undanfarnar vikur.

Lítill áhugi hefur verið meðal íslenskra útgerða að stunda þessar veiðar og bárust engar umsóknir um leyfi til veiða á þesus ári, en aðgengilegar eru veiðiheimildir sem nema 225 tonnum. Jóhanna Gísladóttir GK, skip Vísis hf. í  Grindavík, veiddi túnfisk á árunum 2014 til 2016.

Fram kemur í færslu á vef Samherja að talið sé að um 30 sérútbúin línuskip séu stödd um 200 mílur suður af Vestmannaeyjum og að skipin gætu verið um 50 sólarhringa að sigla af miðunum til heimahafnar í Japan eða Suður-Kóreu, en aflinn er frystur um borð. Þá er talið að um 50 til 60 skip hafi verið á túnfiskveiðum á Norður-Atlantshafi að undanförnu.

Skipin eru flest af svipaðri gerð smíðuð milli 1990 og 2019 og eru um 48 til 52 metra að lengd, 9 til 10 metra breið og um 500 brúttótonn. Vélar skipanna eru sagðar á bilinu 700 til 1200 kw.

Óhætt er að fullyrða að fiskurinn sé eftirsóttur, en frá fiskimiðum skipanna í Kyrrahafi eru 9.500 sjómílur og jafngildir það um 36 sólarhringa siglingu á veiðislóð suður af Íslandi. Aftur til heimahafnar gætu verið að lágmarki 12.200 sjómílur eða um 47 sólarhringa sigling.

Gert að túnfiski eftir veiðiferð Jóhönnu Gísladóttur GK 2016.
Gert að túnfiski eftir veiðiferð Jóhönnu Gísladóttur GK 2016. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Stór heitblóða fiskur

Bláuggatúnfiskar eru með stærstu beinfiskum hafsins og geta orðið meira en hálft tonn á þyngd eða llt að 700 kíló. Þeir eru heldur hraðskreiðir og geta náð allt að 70 kílómetrum á klukkustund.

Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, segir á vef Samherja að bláuggatúnfiskurinn sé afar tignarlegur fiskur. „Þegar hlýir straumar tóku að eflast um aldamótin verða þessara fiska vart við og við í íslenskri lögsögu. Á þeim tíma átti Hafrannsóknarstofnun í samstarfi við japanska veiðiflotann um þekkingaröflun. Til þess að nýta stofninn í verðmætar afurðir, þarf sérstaklega útbúin skip,“ 

Ólíkt flestum fiskum eru bláuggatúnfiskar með heitt blóð sem krefst talsverðrar orku og mikils súrefnis. Þurfa þeir því mikla orku og éta helst smærri fiska og smokkfiska, auk þess sem þeir eru sífellt á ferð um sjóinn til að taka upp nóg súrefni. Ef þeir lenda í neti eiga bláuggatúnfiskar til að drukkna.

Fiskinn má finna víða um Atlanshafið og er hrygningasvæðið í Miðjarðarhafi og Karíbahafi en þaðan syndir fiskurinn um hafið og hefur meðal annrs ratað alla leið norður með Noregi.

Túnfiskur er meðal þeirra tegunda sem er hvað viðkvæmust fyrir …
Túnfiskur er meðal þeirra tegunda sem er hvað viðkvæmust fyrir minnkandi súrefnisinnihaldi sjávar. Ljósmynd/IUCN
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg

Skoða allar landanir »