Segir að efla þurfi hafrannsóknir

Svanur Guðmundsson segir ástæðu til að leita leiða til að …
Svanur Guðmundsson segir ástæðu til að leita leiða til að auka þekkingu til að hámarka ágóða af nýtingu fiskistofna. Samsett mynd

„Það er engin skynsemi í því að slíta bæði mannskap og tækjum til að ná í afla sem við fáum lítið fyrir á markaði,“ skrifar Svanur Guðmundsson, sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins, í aðsendri grein sem birt var í Morgunblaðinu í gær.

Hefur hann að undanförnu vakið athygli á því að hugsanlega kynni að að vera hægt að auka framlegð sjávarútvegsins í heild og minnka kostnað ef veidd yrði töluvert minni loðna en ráðlagt hámark Hafrannsóknastofnunar.

Í grein sinni skrifar Svanur: „Hver verða áhrifin á bolfiskstofna sem nærast á loðnu? Slíkum spurningum þarf að vera hægt að svara í framtíðinni. Er þessi mikla sveifla í loðnustofninum hugsanlega tækifæri til rannsókna á því sviði?“

Efla þurfi rannsóknir

Þá segir hann takmarkaða vísindalega þekkingu leiða til þess að líffræðilegt varúðarsjónarmið endurspeglist í lægra aflamarki en gæti verið ef byggt væri á meiri þekkingu. Þá sé mikilvægt að ríkið efli rannsóknir og þjóðhagslegt mat á arðsemi fiskistofna fyrir þjóðarbúið.

„Þróun og vísindaleg nýsköpun hafa ef til vill verið full hæg hjá Hafrannsóknastofnun og fjárveitingar í grunnrannsóknir of litlar,“ fullyrðir Svanur.

Tækifæri er til að auka þekkingu með að nýta þau tæki sem þegar eru fyrir hendi. „Mörg skip [hafa] komið sér upp búnaði til að fylgjast með veiðarfærum í rauntíma svo bæta megi virkni þeirra og gæði aflans. Segja má að þessi búnaður sé svo fullkominn að hvert skip sé nánast útbúið sem rannsóknarstofa. Aðeins þarf smávægilega fjárfestingu til viðbótar, bæta söfnun, vörslu og flutning gagna og þjálfa lykilmenn úr áhöfn til nauðsynlegrar sýnatöku á afla og skráningar áður en hægt er að virkja þessa rannsóknarstofur og auka starfsemi þeirra markvisst.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.8.24 461,39 kr/kg
Þorskur, slægður 23.8.24 376,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.8.24 268,44 kr/kg
Ýsa, slægð 23.8.24 235,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.8.24 161,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.8.24 274,20 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.8.24 209,61 kr/kg
Litli karfi 16.8.24 37,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.8.24 29,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.8.24 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 915 kg
Steinbítur 460 kg
Ýsa 293 kg
Keila 126 kg
Ufsi 21 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 1.824 kg
24.8.24 Sævík GK 757 Lína
Þorskur 13.001 kg
Hlýri 190 kg
Keila 163 kg
Karfi 151 kg
Grálúða 2 kg
Samtals 13.507 kg
24.8.24 Jón Hákon BA 61 Rækjuvarpa
Úthafsrækja 2.027 kg
Samtals 2.027 kg

Skoða allar landanir »