Brim skilaði 2,9 milljarða hagnaði

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, kveðst ánægður með hve stöðugur rekstur …
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim, kveðst ánægður með hve stöðugur rekstur Brims hefur verið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útgerðarfélagið Brim hf. skilaði 2,9 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi í ár en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 2,3 milljarðar, sem er um 24% aukning. Þetta má lesa út úr árshlutareikningi sem stjórn félagsins hefur samþykkt.

„Rekstur ársfjórðungsins var stöðugur og sambærilegur við sama ársfjórðung síðasta árs. Salan nam 91,6 milljónum evra í samanburði við 80,7 milljónir evra á sama tíma 2020.

EBITDA fjórðungsins lækkar lítillega milli tímabila eða um 0,8 milljónir evra. Hagnaður fjórðungsins eykst milli ára og er 19,9 milljónir evra samanborið við 16 milljónir evra á þriðja fjórðungi ársins 2020. Grunnrekstur er í takt við sama tímabil 2020 en munurinn liggur í söluhagnaði skips,“ sagði í tilkynningu um uppgjörið.

Skuttogarinn Akurey er gerður út af Brim
Skuttogarinn Akurey er gerður út af Brim mbl.is/Þorgeir Baldursson

Sóknin á makrílvertíð erfið

Þar segir jafnframt að rekstur botnfisksviðs hafi gengið mjög vel á fjórðungnum og að góð aflabrögð hafi verið í botnfiski og staða á mörkuðum góð. Á sama tíma hafi sóknin á makrílvertíðinni verið erfið og einnig hafi síldveiðar hafist síðar en á árinu 2020. Efnahagur félagsins sé sterkur. Eignir séu um 772 milljónir evra og eiginfjárhlutfallið 47%.

Þá var haft eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra að afkoma fjórðungsins væri góð og að hann væri ánægður með hversu stöðugur reksturinn er orðinn.

„Undanfarin misseri höfum við markvisst fjárfest í botnfisksaflaheimildum og nýrri tækni sem er að skila árangri í dag. Eins sjáum við að fjárfestingar í sölufélögunum styrkja viðskiptalíkanið okkar. Loðnuvertíð er fram undan og er þetta mesta magn loðnukvóta frá árinu 2003. Við þessa aukningu í úthlutun fór Brim yfir hámarkshlutdeild í þorskígildum,“ sagði hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »