Iceland Seafood hagnaðist um rúmlega 2,1 milljón evra á þriðja fjórðungi ársins, eða 316 milljónir íslenskra króna, samanborið við 350 þúsund evra tap á sama tímabili í fyrra, eða 52 milljónir króna.
Á árinu 2020 hafði sala fyrirtækisins dregist saman um 15% og mátti rekja samdráttinn aðallega til þeirra aðgerða sem beitt var til að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum í Evrópu. Ágætur viðsnúningur virðist því hafa átt sér stað.
Tekjur fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi voru rúmlega 111 milljón evrur, sem er 16% vöxtur á milli ára. Þegar horft er til fyrstu níu mánaða ársins þá voru tekjurnar tæplega 320 m. evra og jukust einnig um 16% frá sama tímabili árið á undan.
Bjarni Ármannsson forstjóri Iceland Seafood segir í tilkynningu að þriðji ársfjórðungur hafi verið sterkur í Suður-Evrópu og sala og dreifing gengið vel. Árangurinn í norðurhluta Evrópu hafi verið lakari, sérstaklega í Bretlandi, þó svo að útibú félagsins á Írlandi hafi sýnt viðunandi niðurstöðu.
Eignir fyrirtækisins námu í lok tímabilsins rúmum 99 milljónum evra, eða 14,8 milljörðum króna, og hækkuðu um nærri 33% milli ára. Þær voru tæpar 75 milljónir evra á sama tíma í fyrra eða 11,1 milljarður króna.
Eigið fé Iceland Seafood nemur núna 88,7 milljónum evra, eða 13,2 milljörðum króna, en var á sama tíma í fyrra 230 milljónir evra, eða rúmir 12,3 milljarðar króna.
Eiginfjárhlutafall félagsins er 33,6%.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 15.11.24 | 551,68 kr/kg |
Þorskur, slægður | 15.11.24 | 327,76 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 15.11.24 | 463,20 kr/kg |
Ýsa, slægð | 15.11.24 | 200,00 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 15.11.24 | 10,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 15.11.24 | 331,41 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 15.11.24 | 336,89 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
15.11.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Keila | 523 kg |
Þorskur | 218 kg |
Ýsa | 146 kg |
Karfi | 18 kg |
Samtals | 905 kg |
15.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 2.332 kg |
Þorskur | 1.777 kg |
Hlýri | 23 kg |
Samtals | 4.132 kg |
15.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 7.678 kg |
Ýsa | 1.875 kg |
Þorskur | 570 kg |
Steinbítur | 113 kg |
Samtals | 10.236 kg |
15.11.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 616 kg |
Karfi | 34 kg |
Ufsi | 10 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Samtals | 662 kg |