Ísafjarðarbær áformar að ógilda lóðarleigusamning sem gerður var við eiganda viðbyggingar við gömlu fiskvinnsluhúsin á Hafnarbakka 5 á Flateyri vegna mistaka við frágang samningsins á sínum tíma. Samningurinn er þannig orðaður að hann er talinn geta átt við lóðirnar undir allri húsaþyrpingunni sem sannarlega er að mestu leyti í eigu Arctic Fish.
Athygli beinist að þessum málum vegna áhuga Arctic Fish og Arnarlax á að byggja nýtt laxasláturhús fyrir Vestfirði á Flateyri. Ef sá staður yrði fyrir valinu myndi þurfa að rífa öll hús Arctic Fish og einnig umrædda viðbyggingu sem nú er komin í eigu ÍS 47 ehf. Það fyrirtæki hefur lýst andstöðu við uppbygginguna, telur að hagsmunum sínum við uppbyggingu sjóeldis og aðra starfsemi sé ógnað með þeim áformum.
Bæjarstjórn Ísafjarðar varð seint á síðasta ári við ósk Orkuvers ehf., skráðs eiganda viðbyggingarinnar við Hafnarbakka 5, um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Fulltrúar Orkuvers og Ísafjarðarbæjar skrifuðu undir en þinglýsingu var hafnað í upphafi þar sem undirskrift þriðja rétthafans, Arctic Fish, vantaði. Úr því var bætt og samningnum þinglýst í febrúar sl.
Núna þegar deilur hafa risið um uppbyggingu laxasláturhúss og málið er skoðað kemur í ljós að skilja má texta lóðarleigusamningsins þannig að hann eigi við alla lóðina, ekki aðeins lóð undir viðbygginguna eins og til stóð. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að þetta séu augljós mistök. Reynt hafi verið að fá fyrri og núverandi eigendur til viðræðna um að leiðrétta þetta en það hafi ekki tekist.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 469,01 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 202,59 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 309,57 kr/kg |
24.1.25 Erling KE 140 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 3.805 kg |
Samtals | 3.805 kg |
24.1.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 24.890 kg |
Karfi | 15.350 kg |
Ýsa | 3.583 kg |
Ufsi | 2.003 kg |
Samtals | 45.826 kg |
24.1.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 695 kg |
Steinbítur | 158 kg |
Keila | 110 kg |
Ufsi | 20 kg |
Ýsa | 18 kg |
Karfi | 14 kg |
Samtals | 1.015 kg |
24.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 203.725 kg |
Karfi | 29.765 kg |
Ufsi | 1.326 kg |
Hlýri | 854 kg |
Steinbítur | 94 kg |
Grálúða | 13 kg |
Samtals | 235.777 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.1.25 | 594,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.1.25 | 721,50 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.1.25 | 469,01 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.1.25 | 398,51 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.1.25 | 202,59 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.1.25 | 276,83 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.1.25 | 309,57 kr/kg |
24.1.25 Erling KE 140 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 3.805 kg |
Samtals | 3.805 kg |
24.1.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 24.890 kg |
Karfi | 15.350 kg |
Ýsa | 3.583 kg |
Ufsi | 2.003 kg |
Samtals | 45.826 kg |
24.1.25 Háey I ÞH 295 Lína | |
---|---|
Þorskur | 695 kg |
Steinbítur | 158 kg |
Keila | 110 kg |
Ufsi | 20 kg |
Ýsa | 18 kg |
Karfi | 14 kg |
Samtals | 1.015 kg |
24.1.25 Cuxhaven NC 100 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 203.725 kg |
Karfi | 29.765 kg |
Ufsi | 1.326 kg |
Hlýri | 854 kg |
Steinbítur | 94 kg |
Grálúða | 13 kg |
Samtals | 235.777 kg |