Viðskiptabann á Rússa bítur fast segir Síldarvinnslan

Mikill og góður gangur hefur verið í vinnslunni undanfarna mánuði …
Mikill og góður gangur hefur verið í vinnslunni undanfarna mánuði og unnið sleitulaust í fiskiðju SVN. Von er á enn meiri umsvifum vegna loðnuvertíðar sem margir vænta að verði sú stærsta í tvo áratugi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Loðnuráðgjöf Hafró var eins og sprengja sem menn fengu í fangið.“ Þessum orðum fer Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, um þau tíðindi sem bárust nýverið að loðnukvótinn yrði margfaldaður á yfirstandandi fiskveiðiári miðað við síðustu ár. Lýsingin fylgir nýjasta uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrstu 9 mánuði þessa árs.

„Loðnuvertíðin verður risavaxið verkefni og þegar hafa verið teknar stórar ákvarðanir til að freista þess að ná að vinna þann kvóta sem gefinn var út. Það ríkir bjartsýni hvað varðar vertíðina og hún á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir sjávarútvegsfyrirtækin, starfsfólk þeirra og samfélagið allt,“ segir Gunnþór. Hins vegar bendir fyrirtækið á að hætt sé við að viðskiptabann Rússa muni bíta fast á komandi vertíð en þar hefur verið einn stærsti markaður Íslendinga fyrir frosna loðnu og mikilvægur hrognamarkaður.

Samfelld vaktavinna

Mikil umsvif hafa verið á vettvangi fyrirtækisins síðustu mánuði. Þannig hefur nær samfleytt frá miðjum júní verið unnið á 12 tíma vöktum í fiskiðjuveri fyrirtækisins til manneldisvinnslu. „Það hefur mætt mikið á öllum starfsmönnum fyrirtækisins,“ bætir Gunnþór við. Á fyrstu níu mánuðum ársins hagnaðist Síldarvinnslan um 69,9 milljónir dollara, jafnvirði 9,2 milljarða króna. Hagnaður fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 var til samanburðar 25,4 milljónir dollara, jafnvirði 3,3 milljarða króna. Þó verður að taka til greina að 23,6 milljóna söluhagnaður myndaðist í bókum félagsins í ár vegna afhendingar SVN eignafélags til hluthafa. Að teknu tilliti til þess einskiptisliðar eykst hagnaðurinn um 82%.

Markaðsvirðið eykst og eykst

Síldarvinnslan hefur verið á mikilli siglingu í Kauphöll Íslands frá því að fyrirtækið var skráð á þann vettvang í sumar. Hafa bréf félagsins hækkað um ríflega 50% og nemur markaðsvirði þess nú 168,3 milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »