Skipstjóri skaust með sýnin í bæinn

Patreksfjörður. Vinnsluhús Odda og Núpur BA í höfn.
Patreksfjörður. Vinnsluhús Odda og Núpur BA í höfn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Skipið Patrekur varð heima í höfn að sitja og fiskvinnsla Odda hf. á Patreksfirði hefur ekki getað starfað síðan á miðvikudag eftir að þrír skipverjar greindust smitaðir af Covid-19 sem og tíu starfsmenn fiskvinnslunnar.

Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda hf., segir afskaplega rólegt um að litast á Patreksfirði að undanförnu vegna þess hve stór hluti íbúa sé í sóttkví, en sem betur fer virðist sýnatökur síðustu daga ekki hafa leitt í ljós nein ný smit.

Á laugardag voru tekin fjölmörg sýni en í gær var stærsti sýnatökudagurinn. Sýni sem höfðu verið tekin um morguninn áttu að fara með flugi í bæinn í hádeginu en þegar fluginu var aflýst bauð einn skipstjórinn sig fram til að bruna í bæinn með sýnin í skottinu til þess að freista þess að fá niðurstöðurnar í tæka tíð fyrir byrjun vinnuvikunnar.

Skjöldur Pálmason framkvæmdastjóri Odda.
Skjöldur Pálmason framkvæmdastjóri Odda. mbl.is

Það er mikið í húfi að sögn Skjaldar, en sóttkvíin, og lamandi áhrif hennar á fyrirtækið, hafa reynst þungbær. Með snörum handtökum tókst þó að bjarga hráefni og verðmætum fiskvinnslunnar, svo ekki færi til spillis, áður en skella þurfti í lás og allir sendir heim í sóttkví.

Skjöldur býst við því að með því að hluti starfsmanna losni úr sóttkví, geti fyrirtækið haldið uppi lágmarksvinnslu fyrir mikilvægustu viðskiptin, en fram undan sé afar mikilvægur tími í sölu hjá fyrirtækinu og því vonast hann til þess að það bætist ekki margir í hóp þeirra smituðu. Aðspurður segir hann að þetta atvik muni líklega verða til þess að fyrirtækið endurskoði hvort hægt sé að gera betur í hólfaskiptingu og smitvörnum hjá fyrirtækinu.

Frá Patreksfirði.
Frá Patreksfirði. mbl.is/Sigurður Bogi
Patrekur BA.
Patrekur BA. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,66 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 197,79 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,51 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.547 kg
Ýsa 1.316 kg
Ufsi 640 kg
Langa 548 kg
Steinbítur 469 kg
Hlýri 134 kg
Keila 109 kg
Karfi 38 kg
Skarkoli 25 kg
Samtals 10.826 kg
27.8.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 404 kg
Ýsa 156 kg
Þorskur 131 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 15 kg
Keila 5 kg
Samtals 744 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,66 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 197,79 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,51 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.547 kg
Ýsa 1.316 kg
Ufsi 640 kg
Langa 548 kg
Steinbítur 469 kg
Hlýri 134 kg
Keila 109 kg
Karfi 38 kg
Skarkoli 25 kg
Samtals 10.826 kg
27.8.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 404 kg
Ýsa 156 kg
Þorskur 131 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 15 kg
Keila 5 kg
Samtals 744 kg

Skoða allar landanir »