Baldvin brátt til veiða

Tóku ánægð á móti Baldvini Njálssyni á bryggjunni í Keflavík …
Tóku ánægð á móti Baldvini Njálssyni á bryggjunni í Keflavík í gær. Frá vinstri talið; tveir af eigendunum, þeir Bergur Þór Eggertsson og Bergþór Baldvinsson framkvæmdastjóri Nesfisks, Hörður Sveinsson sölustjóri sem tengdasonur Bergþórs. Þá sonurinn, Baldvin Þór, framkvæmdasjóri dótturfyrirtækisins Nýfisks í Sandgerði, og kona hans Brynja Lind Vilhjálmsdóttir. Loks koma þau Bergþóra Hrund Bergþórsdóttir og Sigmar Pálsson, unnusti hennar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eft­ir­vænt­ing var við höfn­ina í Kefla­vík í gær þegar nýr tog­ari Nes­fisks hf. í Garði, Bald­vin Njáls­son GK 400 kom í fyrsta sinn til hafn­ar. Skipið er smíðað í Vigo á Spáni og var af­hent kaup­end­um fyr­ir nokkr­um dög­um. Lagt var í haf heim til Íslands síðastliðinn fimmtu­dag og gekk sigl­ing­in að ósk­um. „Ný skip, smíði þeirra og hönn­un, eru alltaf hug­mynd og verk fjölda fólks. Hér er kom­inn til hafn­ar nýr og glæsi­leg­ur tog­ari og von­andi get­um við haldið til veiða strax um helg­ina,“ seg­ir Bergþór Bald­vins­son fram­kvæmda­stjóri Nes­fisks í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Skipið nýja er, eins og sagði frá í Morg­un­blaðinu í gær, vel búið að öllu leyti. Er 65,6 metr­ar langt og 16 metr­ar að breitt, geng­ur 15 hnúta og lest­in er 1.720 rúm­metr­ar. Aðal­vél­in 2.990 kW og all­ur búnaður af bestu gerð. Í skip­inu er rými fyr­ir 28 manns. Skip­stjór­ar verða Arn­ar Óskars­son og Þor­steinn Eyj­ólfs­son.

Nýr Baldvin Njálsson GK.
Nýr Bald­vin Njáls­son GK. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Nes­fisk­ur ger­ir út fjög­ur tog­skip, þrjá snur­voðarbáta og svo tvo litla línu­báta. Fram­leiðslan fyr­ir­tæk­is­ins er mest fersk­ur fisk­ur og létt­saltaður. „Að fá nýtt skip er alltaf stór áfangi, en ann­ars er út­gerðarmynstrið alltaf í end­ur­skoðun,“ seg­ir Bergþór. Hann vís­ar þar til þess að sam­drátt­ur í veiðiheim­ild­um hafi leitt til þess að Nes­fisk­ur hafi úr að spila 1.000 tonna minni veiðiheim­ild­um í þorski að á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári en hinu fyrra. Hugs­an­lega geti slíkt í fyll­ingu tím­ans leitt af sér upp­stokk­un á skipa­stól.

Von­andi fisk­ast vel

Nes­fisk­ur hf. er stórt fyr­ir­tæki á Suður­nesj­um, gert út af sam­held­inni fjöl­skyldu og marg­ir úr henni voru á bryggj­unni í Kefla­vík í gær, þegar nýi tog­ar­inn kom þar inn. Um borð, farþegi frá Spáni, var Þor­björg Bergs­dótt­ir stjórn­ar­formaður Nes­fisks. Sam­an stofnuðu fyr­ir 48 árum fyr­ir­tækið þau Þor­björg og Bald­vin Njáls­son eig­inmaður henn­ar, sem lést árið 2000.

„Heim­sigl­ing­in var eitt stórt æv­in­týri. Við vor­um í brælu all­an tím­ann en skipið haggaðist ekki,“ sagði Þor­björg í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Tog­ar­inn er vel bú­inn að öllu leyti og lof­ar góðu. Ég vona líka að á þetta skip eigi eft­ir að fisk­ast vel.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »