Baldvin brátt til veiða

Tóku ánægð á móti Baldvini Njálssyni á bryggjunni í Keflavík …
Tóku ánægð á móti Baldvini Njálssyni á bryggjunni í Keflavík í gær. Frá vinstri talið; tveir af eigendunum, þeir Bergur Þór Eggertsson og Bergþór Baldvinsson framkvæmdastjóri Nesfisks, Hörður Sveinsson sölustjóri sem tengdasonur Bergþórs. Þá sonurinn, Baldvin Þór, framkvæmdasjóri dótturfyrirtækisins Nýfisks í Sandgerði, og kona hans Brynja Lind Vilhjálmsdóttir. Loks koma þau Bergþóra Hrund Bergþórsdóttir og Sigmar Pálsson, unnusti hennar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eftirvænting var við höfnina í Keflavík í gær þegar nýr togari Nesfisks hf. í Garði, Baldvin Njálsson GK 400 kom í fyrsta sinn til hafnar. Skipið er smíðað í Vigo á Spáni og var afhent kaupendum fyrir nokkrum dögum. Lagt var í haf heim til Íslands síðastliðinn fimmtudag og gekk siglingin að óskum. „Ný skip, smíði þeirra og hönnun, eru alltaf hugmynd og verk fjölda fólks. Hér er kominn til hafnar nýr og glæsilegur togari og vonandi getum við haldið til veiða strax um helgina,“ segir Bergþór Baldvinsson framkvæmdastjóri Nesfisks í samtali við Morgunblaðið.

Skipið nýja er, eins og sagði frá í Morgunblaðinu í gær, vel búið að öllu leyti. Er 65,6 metrar langt og 16 metrar að breitt, gengur 15 hnúta og lestin er 1.720 rúmmetrar. Aðalvélin 2.990 kW og allur búnaður af bestu gerð. Í skipinu er rými fyrir 28 manns. Skipstjórar verða Arnar Óskarsson og Þorsteinn Eyjólfsson.

Nýr Baldvin Njálsson GK.
Nýr Baldvin Njálsson GK. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nesfiskur gerir út fjögur togskip, þrjá snurvoðarbáta og svo tvo litla línubáta. Framleiðslan fyrirtækisins er mest ferskur fiskur og léttsaltaður. „Að fá nýtt skip er alltaf stór áfangi, en annars er útgerðarmynstrið alltaf í endurskoðun,“ segir Bergþór. Hann vísar þar til þess að samdráttur í veiðiheimildum hafi leitt til þess að Nesfiskur hafi úr að spila 1.000 tonna minni veiðiheimildum í þorski að á yfirstandandi fiskveiðiári en hinu fyrra. Hugsanlega geti slíkt í fyllingu tímans leitt af sér uppstokkun á skipastól.

Vonandi fiskast vel

Nesfiskur hf. er stórt fyrirtæki á Suðurnesjum, gert út af samheldinni fjölskyldu og margir úr henni voru á bryggjunni í Keflavík í gær, þegar nýi togarinn kom þar inn. Um borð, farþegi frá Spáni, var Þorbjörg Bergsdóttir stjórnarformaður Nesfisks. Saman stofnuðu fyrir 48 árum fyrirtækið þau Þorbjörg og Baldvin Njálsson eiginmaður hennar, sem lést árið 2000.

„Heimsiglingin var eitt stórt ævintýri. Við vorum í brælu allan tímann en skipið haggaðist ekki,“ sagði Þorbjörg í samtali við Morgunblaðið. „Togarinn er vel búinn að öllu leyti og lofar góðu. Ég vona líka að á þetta skip eigi eftir að fiskast vel.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.24 399,16 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.24 406,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.24 367,05 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.24 309,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.24 151,84 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.24 164,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 16.7.24 349,26 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.24 Kristbjörg SH 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.708 kg
Samtals 2.708 kg
16.7.24 Lára VI ÍS 112 Handfæri
Þorskur 430 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 451 kg
16.7.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 752 kg
Karfi 20 kg
Samtals 772 kg
16.7.24 Ingi Rúnar AK 35 Handfæri
Þorskur 770 kg
Samtals 770 kg
16.7.24 Stapavík AK 8 Handfæri
Þorskur 685 kg
Karfi 36 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 16 kg
Samtals 756 kg

Skoða allar landanir »